Kóbraslanga er samheiti yfir slöngur sem hafa þannig beinabyggingu að hálssvæðið getur flast út og myndað nokkurs konar hringlaga form. Þær búa í heitustu hlutum Afríku, Ástralíu og Asíu og eru sérstakt eftirlæti slöngutemjara vegna þess hversu hættulegar þær eru; það gerir atriðið spennandi.
Allar kóbraslöngur eru með stuttar vígtennur fremst í munninum en þær innihalda eitur sem getur eyðilagt taugakerfið. Þegar kóbraslöngur hafa bitið menn hefur hefur það reynst banvænt í tíu prósentum tilvika. Þetta á við almennt um allar tegundir en fyrir sumar tegundir er hlutfallið mun hærra.
Kóbraslöngur nærast aðallega á litlum hryggdýrum. Þær eignast ýmist lifandi unga eða verpa eggjum.
Stærsta slangan úr þessum flokki er kóngakóbran (Ophiophagus hannah) sem fyrirfinnst allt frá Suður-Kína til Filippseyja og Indónesíu. Hún er oft 3,6 metra löng en sú stærsta sem skráð hefur verið var 5,6 metrar. Slöngur af þessari tegund verpa 20-30 eggjum í hreiður úr laufblöðum. Þær ráðast langmest á aðrar slöngur og snáka og eiga það til að ráðast á fólk, þrátt fyrir að það leiði sjaldan til dauðsfalla.
Aðrar tegundir úr þessum flokki eru til dæmis: Indversk kóbra (Naja naja), svarthálskóbra (Naja nigrollis) og egypsk Kóbra (Naja haje)
Heimild: BritannicaMyndir: National Geographic