Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Stamar fólk þegar það talar önnur tungumál en móðurmál sitt?

Jóhanna Thelma Einarsdóttir

Það virðist mjög einstaklingsbundið hvort fólk stamar meira eða minna þegar það talar erlend tungumál. Langalgengast er þó að stamið aukist. Þekkt er að fólk stamar meira þegar það er óöruggt eða spennt og á það einnig við hér því að flestir eru óöruggari þegar þeir eru að tala annað tungumál en sitt eigið. Hins vegar eru til einstaklingar sem stama ekkert þegar þeir tala erlent tungumál og eru þekkt dæmi um að slíkir einstaklingar hafi tekið upp á að flytja til þeirra landa þar sem þetta tungumál er talað; einstaklingur sem stamar ekki ef hann talar frönsku hefur þannig flutt til Frakklands. Því miður hefur þessi aðferð ekki virkað því þegar franskan er orðin einstaklingnum ósjálfráð og hann þarf ekki að hugsa um hvernig hann talar hefur stamið komið aftur. Til er dæmi um mann sem flutti til 3 mismunandi landa og alltaf endurtók sama sagan sig.

Það er ólíklegt að það dygði til lengri tíma fyrir stamandi einstakling að flytja til Parísar því hann stamaði ekki á frönsku til að byrja með.

Fólk getur oft hermt eftir öðrum eða leikið aðra án þess að stama.

Skýringar á þessu eru líklega þær að flestallir sem stama geta náð reiprennandi tali við afmarkaðar aðstæður með því að hugsa um hvernig þeir tala. Þannig getur fólk talað reiprennandi þegar það hálf-syngur eða ef það talar mjög taktfast og einnig með því að lengja sérhljóða og minnka hljóðlaus bil milli hljóða í orði. Vandinn liggur hins vegar í því að halda slíkt út í lengri tíma við allar aðstæður.

Ef fólk hefur við meðferð náð góðum árangri og bætt talleikni til muna á móðurmálinu þá gengur yfirleitt einnig betur að tala erlent tungumál.

Sjá einnig Hverjar eru orsakir stams?

Mynd:

Höfundur

Jóhanna Thelma Einarsdóttir

prófessor í talmeinafræði við HÍ

Útgáfudagur

30.4.2001

Spyrjandi

Þuríður G. Ágústsdóttir

Tilvísun

Jóhanna Thelma Einarsdóttir. „Stamar fólk þegar það talar önnur tungumál en móðurmál sitt? “ Vísindavefurinn, 30. apríl 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1555.

Jóhanna Thelma Einarsdóttir. (2001, 30. apríl). Stamar fólk þegar það talar önnur tungumál en móðurmál sitt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1555

Jóhanna Thelma Einarsdóttir. „Stamar fólk þegar það talar önnur tungumál en móðurmál sitt? “ Vísindavefurinn. 30. apr. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1555>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Stamar fólk þegar það talar önnur tungumál en móðurmál sitt?
Það virðist mjög einstaklingsbundið hvort fólk stamar meira eða minna þegar það talar erlend tungumál. Langalgengast er þó að stamið aukist. Þekkt er að fólk stamar meira þegar það er óöruggt eða spennt og á það einnig við hér því að flestir eru óöruggari þegar þeir eru að tala annað tungumál en sitt eigið. Hins vegar eru til einstaklingar sem stama ekkert þegar þeir tala erlent tungumál og eru þekkt dæmi um að slíkir einstaklingar hafi tekið upp á að flytja til þeirra landa þar sem þetta tungumál er talað; einstaklingur sem stamar ekki ef hann talar frönsku hefur þannig flutt til Frakklands. Því miður hefur þessi aðferð ekki virkað því þegar franskan er orðin einstaklingnum ósjálfráð og hann þarf ekki að hugsa um hvernig hann talar hefur stamið komið aftur. Til er dæmi um mann sem flutti til 3 mismunandi landa og alltaf endurtók sama sagan sig.

Það er ólíklegt að það dygði til lengri tíma fyrir stamandi einstakling að flytja til Parísar því hann stamaði ekki á frönsku til að byrja með.

Fólk getur oft hermt eftir öðrum eða leikið aðra án þess að stama.

Skýringar á þessu eru líklega þær að flestallir sem stama geta náð reiprennandi tali við afmarkaðar aðstæður með því að hugsa um hvernig þeir tala. Þannig getur fólk talað reiprennandi þegar það hálf-syngur eða ef það talar mjög taktfast og einnig með því að lengja sérhljóða og minnka hljóðlaus bil milli hljóða í orði. Vandinn liggur hins vegar í því að halda slíkt út í lengri tíma við allar aðstæður.

Ef fólk hefur við meðferð náð góðum árangri og bætt talleikni til muna á móðurmálinu þá gengur yfirleitt einnig betur að tala erlent tungumál.

Sjá einnig Hverjar eru orsakir stams?

Mynd:...