Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni?

Þorsteinn Vilhjálmsson



Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þeirra kallast tregða og þær deila henni með öllum öðrum hlutum sem hafa massa.

Ástæðan til þess að þessi tregðuhreyfing eftir beinni línu gerist ekki er einmitt sú að reikistjörnurnar dragast að sólinni. Sporbaugshreyfing þeirra verður til í samspili tregðunnar og þyngdarkraftsins frá sól sem breytir í sífellu hraðanum, einkum þó stefnu hans. Þessi hraðabreyting nefnist miðsóknarhröðun. En ef einhver himinhnöttur í sólkerfinu missti skyndilega hraða sinn af einhverjum ástæðum, þá mundi hann eftir það falla beint inn að sól.

Hraði reikistjarnanna hornrétt á stefnuna til sólar á rætur að rekja allar götur til þess er sólkerfið var að verða til í öndverðu. Gasskýið sem það varð til úr fól í sér snúning eða hverfiþunga sem svo er kallaður í eðlisfræði. Þessi hverfiþungi varðveittist í myndun reikistjarnanna með því að þær fengu umræddan umferðarhraða.

Lesa má nánar um eðlisfræðina í þessu í svörum okkar um lögmál Newtons sem má finna með leitarvél Vísindavefsins. Sérstaklega bendum við á mynd sem fylgir þessu svari og sýnir hvernig hreyfing kasthluta við yfirborð jarðar er sett saman úr tregðuhreyfingu með jöfnum hraða eftir beinni línu annars vegar og hins vegar frjálsu lóðréttu falli. Sú mynd er algerlega hliðstæð samsettri hreyfingu reikistjarnanna.



Mynd: NASA: NSSDC Photo Gallery Sun

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

12.8.2001

Spyrjandi

Tryggvi Gunnarsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2001. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1831.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 12. ágúst). Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1831

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2001. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1831>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni?


Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þeirra kallast tregða og þær deila henni með öllum öðrum hlutum sem hafa massa.

Ástæðan til þess að þessi tregðuhreyfing eftir beinni línu gerist ekki er einmitt sú að reikistjörnurnar dragast að sólinni. Sporbaugshreyfing þeirra verður til í samspili tregðunnar og þyngdarkraftsins frá sól sem breytir í sífellu hraðanum, einkum þó stefnu hans. Þessi hraðabreyting nefnist miðsóknarhröðun. En ef einhver himinhnöttur í sólkerfinu missti skyndilega hraða sinn af einhverjum ástæðum, þá mundi hann eftir það falla beint inn að sól.

Hraði reikistjarnanna hornrétt á stefnuna til sólar á rætur að rekja allar götur til þess er sólkerfið var að verða til í öndverðu. Gasskýið sem það varð til úr fól í sér snúning eða hverfiþunga sem svo er kallaður í eðlisfræði. Þessi hverfiþungi varðveittist í myndun reikistjarnanna með því að þær fengu umræddan umferðarhraða.

Lesa má nánar um eðlisfræðina í þessu í svörum okkar um lögmál Newtons sem má finna með leitarvél Vísindavefsins. Sérstaklega bendum við á mynd sem fylgir þessu svari og sýnir hvernig hreyfing kasthluta við yfirborð jarðar er sett saman úr tregðuhreyfingu með jöfnum hraða eftir beinni línu annars vegar og hins vegar frjálsu lóðréttu falli. Sú mynd er algerlega hliðstæð samsettri hreyfingu reikistjarnanna.



Mynd: NASA: NSSDC Photo Gallery Sun...