Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Um hvað snerist sjálfstæðisbarátta Suður-Ameríku?

Sigurður Hjartarson

Nýlenduveldi Spánar spannaði, allt meginland Suður-Ameríku að undanskilinni Brasilíu sem tilheyrði Portúgal, allar eyjur Karíbahafsins, Mið-Ameríku, Mexikó og stórar lendur sem tilheyra núna Bandaríkjunum. Auk þessa stjórnaði Spánn Filippseyjum og hafði nokkur ítök í Afríku. Þegar nýlenduveldi Spánar lauk með ósigri spænskra herja í orrustunni við Ayacucho í Perú 1824 hafði það staðið í um þrjár aldir. Eitt viðamesta nýlenduveldi sögunnar hafði runnið sitt skeið og Spánn hélt eingöngu Kúbu og Púertó Ríkó eftir.


Sjálfstæðisbarátta Chile.

Að „landafundum“ loknum og hernámi í Ameríku stóð spænska krúnan frammi fyrir risavöxnu verkefni. Líkt og önnur nýlenduveldi vildi Spánn skapa arð í nýlendum sínum móðurlandinu til hagsbóta. Til að tryggja það þurfti spænska krúnan í fyrsta lagi að tryggja hagsmuni sína með skipulagi og stjórnun. Embættismannakerfi var komið á sem tryggja átti lög og reglu í nýlendunum og stöðuga tekjuöflun. Einnig þurfti að skipuleggja varnir hinna nýfengnu landa gegn ágangi annarra Evrópuríkja. Í öðru lagi þurfti krúnan að axla ábyrgð á þessum nýju þegnum sínum, frumbyggjunum. Þó að frumbyggjarnir væru notaðir sem vinnuafl reyndi spænska krúnan að verja þá gegn yfirgangi hvítra nýlenduherra. En eitt er að setja lög á Spáni og annað er að framfylgja þeim í fjarlægum nýlendum. Frumbyggjarnir höfðu lítið mótstöðuafl gegn framandi sjúkdómum sem fylgdi Evrópubúunum og framleiðslukerfi þeirra var lagt í rúst. Víða horfði til landauðnar og gripið var til þess ráðs að flytja inn þræla frá Afríku. Í þriðja lagi þótti spænsku krúnunni nauðsynlegt að kristna frumbyggjana.

Þrjár stofnanir voru settar á laggirnar í Sevilla á Spáni til að sinna þessum þremur markmiðum krúnunnar. Æðsta stofnunin Indíaráðið var stofnað árið 1511, Verslunarráðið var stofnað árið 1503 og Kirkjuráðið árið 1600. Frá þessum stofnunum streymdu lög, reglugerðir, tilskipanir og fyrirmæli um allt milli himins og jarðar. Þegar mest lét voru um fjögur hundruð þúsund lög og reglugerðir í gildi.

Allir æðstu embættismenn ríkisins í nýlendunum voru Spánverjar sem voru kallaðir heim að starfi loknu. Þeir gengu undir nafninu Skagamenn því flestir voru þeir frá Pýreneaskaga. Kreólar voru þeir kallaðir sem fæddust í nýlendunum og voru hvítir. Kreólar voru flestir landeigendur en komust sjaldan eða aldrei til æðstu metorða í stjórnkerfinu. Kynblendingar eða mestizanir voru flokkaðir í tuttugu og fjögur afbrigði blendinga. Þeim fjölgaði ört og voru flestir smábændur, smákaupmenn og undirmenn í hernum og innan kirkjunnar. Neðst í virðingastiganum voru frumbyggjar. Stéttakerfi þetta þróaðist smátt og smátt og átti eftir að leiða til falls spænska nýlenduveldisins.

Konungar Spánar reyndust oft vanhæfir og stjórnkerfið var stirðbusalegt. Þetta kom einkum fram í einokunarversluninni þar sem hagsmunir Spánar voru hafði í fyrirrúmi. Verslunin við nýlendurnar var lengi bundin við eina höfn á Spáni, Sevilla, og þrjár í Ameríku. Havana á Kúbu var einhvers konar tengihöfn, svo og Vera Cruz í Mexíkó og Portobello í Panama. Nánast öll verslun við meginland Suður-Ameríku varð að fara í gegnum Panama. Jafnvel íbúar Buenos Aires urðu að versla gegnum stjórnunarmiðstöð í Lima í Perú og þaðan gegnum Panama. Verslunin varð öðru fremur til þess að skapa óánægju sem leiddi til ólgu og uppreisna í nýlendunum. Árið 1776 var einokunin afnumin en of seint til lægja óánægjuöldur í nýlendunum.

Það voru fyrst og fremst kreólarnir sem töldu sig hlunnfarna og áhrifalausa vegna einokunarverslunarinnar. Kreólarnir voru margir ríkir landeigendur, menntamenn og kaupmenn en höfðu nánast engin pólítísk áhrif nema ef vera skyldi í sveitarstjórnum. Það voru þeir sem leiddu sjálfstæðisbaráttuna í nýlendunum.


Sjálfstæðisbarátta Venesúela.

Nýjar hugmyndir í hagfræði og stjórnmálum bárust til Ameríku frá Evrópu og hinu nýja ríki á austurströnd Norður-Ameríku, Bandaríkjunum. Þegar Napóleon hertók Spán árið 1808 fengu spænsku nýlenduherrarnir rothöggið. Spænska embættismannastéttin komst í vanda. Átti hún að styðja fallinn kóng á Spáni eða lúta vilja keisarans franska? Kreólarnir vildu nota tækifærið og losna undan veldi Spánar hvort sem því væri stýrt af spænskum eða frönskum valdhöfum. Árið 1810 efndu Kreólarnir til uppreisna í Mexíkó, Argentínu, Venesúela og síðar í fleiri nýlendum með það að markmiði að leysa spænska yfirvaldið af hólmi. Margir vildu einnig losna við verslunarhöftin en sumir kreólanna óttuðust þó að hlutur þeirra í framleiðslu fyrir innanlandsmarkað myndi skerðast. Enda kom það fljótt í ljós eftir að sjálfstæðið var í höfn að útlendir kaupmenn og iðnrekendur yfirtóku verslunina og lögðu sums staðar heimaiðnaðinn í rúst. Vefnaðariðnaðurinn í Mexíkó var til dæmis eyðilagður af breskum kaupmönnum sem flutti inn góða og ódýra vefnaðarvöru.

Kreólarnir ætluðu sér ekki að breyta þjóðfélaginu þannig að hagur kynblendinga eða frumbyggja myndi batna. Þeir óttuðust að lágstéttirnar myndu gera uppreisn gegn þeim og það gerðist einmitt í Mexíkó. Í kjölfarið fylgdi alþýðuuppreisn og tíu ára borgarastríð. Að stríðinu loknu féll allt í sama farið aftur en nú héldu Kreólar um stjórnartaumana víðast hvar. Þegar konungsvaldið var endurreist á Spáni eftir að Napóleon féll var skriðan komin af stað og hver nýlendan á fætur annarri hvarf úr höndum Spánarkonungs.

Á fjórða tug sjálfstæðra ríkja voru stofnuð í Rómönsku-Ameríku í kjölfarið og þau glímdu öll við fortíðarvanda sem nýlendukerfið skildi eftir sig. Nýja stjórnendur skorti reynslu af stjórnun og þátttöku í opnu hagkerfi. Kreólum tókst því ekki að skapa jafnvægi í þjóðfélaginu, stéttaskiptingin hélst óbreytt að öðru leyti en því að Kreólar tóku við af Skagamönnum sem valdhafar. Sjálfstæðinu fylgdi ekki pólitískt uppgjör eða efnahagsleg uppstokkun heldur hélst nánast óbreytt ástand með nýjum valdhöfum. Má segja að þetta ástand sé enn að nokkru leyti við lýði og að sú spenna og átök sem einkennt hafa sögu þessara þjóða í álfunni megi rekja til þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

sagnfræðingur og kennari

Útgáfudagur

13.11.2001

Spyrjandi

Margrét Jónsdóttir

Tilvísun

Sigurður Hjartarson. „Um hvað snerist sjálfstæðisbarátta Suður-Ameríku?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1950.

Sigurður Hjartarson. (2001, 13. nóvember). Um hvað snerist sjálfstæðisbarátta Suður-Ameríku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1950

Sigurður Hjartarson. „Um hvað snerist sjálfstæðisbarátta Suður-Ameríku?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1950>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Um hvað snerist sjálfstæðisbarátta Suður-Ameríku?
Nýlenduveldi Spánar spannaði, allt meginland Suður-Ameríku að undanskilinni Brasilíu sem tilheyrði Portúgal, allar eyjur Karíbahafsins, Mið-Ameríku, Mexikó og stórar lendur sem tilheyra núna Bandaríkjunum. Auk þessa stjórnaði Spánn Filippseyjum og hafði nokkur ítök í Afríku. Þegar nýlenduveldi Spánar lauk með ósigri spænskra herja í orrustunni við Ayacucho í Perú 1824 hafði það staðið í um þrjár aldir. Eitt viðamesta nýlenduveldi sögunnar hafði runnið sitt skeið og Spánn hélt eingöngu Kúbu og Púertó Ríkó eftir.


Sjálfstæðisbarátta Chile.

Að „landafundum“ loknum og hernámi í Ameríku stóð spænska krúnan frammi fyrir risavöxnu verkefni. Líkt og önnur nýlenduveldi vildi Spánn skapa arð í nýlendum sínum móðurlandinu til hagsbóta. Til að tryggja það þurfti spænska krúnan í fyrsta lagi að tryggja hagsmuni sína með skipulagi og stjórnun. Embættismannakerfi var komið á sem tryggja átti lög og reglu í nýlendunum og stöðuga tekjuöflun. Einnig þurfti að skipuleggja varnir hinna nýfengnu landa gegn ágangi annarra Evrópuríkja. Í öðru lagi þurfti krúnan að axla ábyrgð á þessum nýju þegnum sínum, frumbyggjunum. Þó að frumbyggjarnir væru notaðir sem vinnuafl reyndi spænska krúnan að verja þá gegn yfirgangi hvítra nýlenduherra. En eitt er að setja lög á Spáni og annað er að framfylgja þeim í fjarlægum nýlendum. Frumbyggjarnir höfðu lítið mótstöðuafl gegn framandi sjúkdómum sem fylgdi Evrópubúunum og framleiðslukerfi þeirra var lagt í rúst. Víða horfði til landauðnar og gripið var til þess ráðs að flytja inn þræla frá Afríku. Í þriðja lagi þótti spænsku krúnunni nauðsynlegt að kristna frumbyggjana.

Þrjár stofnanir voru settar á laggirnar í Sevilla á Spáni til að sinna þessum þremur markmiðum krúnunnar. Æðsta stofnunin Indíaráðið var stofnað árið 1511, Verslunarráðið var stofnað árið 1503 og Kirkjuráðið árið 1600. Frá þessum stofnunum streymdu lög, reglugerðir, tilskipanir og fyrirmæli um allt milli himins og jarðar. Þegar mest lét voru um fjögur hundruð þúsund lög og reglugerðir í gildi.

Allir æðstu embættismenn ríkisins í nýlendunum voru Spánverjar sem voru kallaðir heim að starfi loknu. Þeir gengu undir nafninu Skagamenn því flestir voru þeir frá Pýreneaskaga. Kreólar voru þeir kallaðir sem fæddust í nýlendunum og voru hvítir. Kreólar voru flestir landeigendur en komust sjaldan eða aldrei til æðstu metorða í stjórnkerfinu. Kynblendingar eða mestizanir voru flokkaðir í tuttugu og fjögur afbrigði blendinga. Þeim fjölgaði ört og voru flestir smábændur, smákaupmenn og undirmenn í hernum og innan kirkjunnar. Neðst í virðingastiganum voru frumbyggjar. Stéttakerfi þetta þróaðist smátt og smátt og átti eftir að leiða til falls spænska nýlenduveldisins.

Konungar Spánar reyndust oft vanhæfir og stjórnkerfið var stirðbusalegt. Þetta kom einkum fram í einokunarversluninni þar sem hagsmunir Spánar voru hafði í fyrirrúmi. Verslunin við nýlendurnar var lengi bundin við eina höfn á Spáni, Sevilla, og þrjár í Ameríku. Havana á Kúbu var einhvers konar tengihöfn, svo og Vera Cruz í Mexíkó og Portobello í Panama. Nánast öll verslun við meginland Suður-Ameríku varð að fara í gegnum Panama. Jafnvel íbúar Buenos Aires urðu að versla gegnum stjórnunarmiðstöð í Lima í Perú og þaðan gegnum Panama. Verslunin varð öðru fremur til þess að skapa óánægju sem leiddi til ólgu og uppreisna í nýlendunum. Árið 1776 var einokunin afnumin en of seint til lægja óánægjuöldur í nýlendunum.

Það voru fyrst og fremst kreólarnir sem töldu sig hlunnfarna og áhrifalausa vegna einokunarverslunarinnar. Kreólarnir voru margir ríkir landeigendur, menntamenn og kaupmenn en höfðu nánast engin pólítísk áhrif nema ef vera skyldi í sveitarstjórnum. Það voru þeir sem leiddu sjálfstæðisbaráttuna í nýlendunum.


Sjálfstæðisbarátta Venesúela.

Nýjar hugmyndir í hagfræði og stjórnmálum bárust til Ameríku frá Evrópu og hinu nýja ríki á austurströnd Norður-Ameríku, Bandaríkjunum. Þegar Napóleon hertók Spán árið 1808 fengu spænsku nýlenduherrarnir rothöggið. Spænska embættismannastéttin komst í vanda. Átti hún að styðja fallinn kóng á Spáni eða lúta vilja keisarans franska? Kreólarnir vildu nota tækifærið og losna undan veldi Spánar hvort sem því væri stýrt af spænskum eða frönskum valdhöfum. Árið 1810 efndu Kreólarnir til uppreisna í Mexíkó, Argentínu, Venesúela og síðar í fleiri nýlendum með það að markmiði að leysa spænska yfirvaldið af hólmi. Margir vildu einnig losna við verslunarhöftin en sumir kreólanna óttuðust þó að hlutur þeirra í framleiðslu fyrir innanlandsmarkað myndi skerðast. Enda kom það fljótt í ljós eftir að sjálfstæðið var í höfn að útlendir kaupmenn og iðnrekendur yfirtóku verslunina og lögðu sums staðar heimaiðnaðinn í rúst. Vefnaðariðnaðurinn í Mexíkó var til dæmis eyðilagður af breskum kaupmönnum sem flutti inn góða og ódýra vefnaðarvöru.

Kreólarnir ætluðu sér ekki að breyta þjóðfélaginu þannig að hagur kynblendinga eða frumbyggja myndi batna. Þeir óttuðust að lágstéttirnar myndu gera uppreisn gegn þeim og það gerðist einmitt í Mexíkó. Í kjölfarið fylgdi alþýðuuppreisn og tíu ára borgarastríð. Að stríðinu loknu féll allt í sama farið aftur en nú héldu Kreólar um stjórnartaumana víðast hvar. Þegar konungsvaldið var endurreist á Spáni eftir að Napóleon féll var skriðan komin af stað og hver nýlendan á fætur annarri hvarf úr höndum Spánarkonungs.

Á fjórða tug sjálfstæðra ríkja voru stofnuð í Rómönsku-Ameríku í kjölfarið og þau glímdu öll við fortíðarvanda sem nýlendukerfið skildi eftir sig. Nýja stjórnendur skorti reynslu af stjórnun og þátttöku í opnu hagkerfi. Kreólum tókst því ekki að skapa jafnvægi í þjóðfélaginu, stéttaskiptingin hélst óbreytt að öðru leyti en því að Kreólar tóku við af Skagamönnum sem valdhafar. Sjálfstæðinu fylgdi ekki pólitískt uppgjör eða efnahagsleg uppstokkun heldur hélst nánast óbreytt ástand með nýjum valdhöfum. Má segja að þetta ástand sé enn að nokkru leyti við lýði og að sú spenna og átök sem einkennt hafa sögu þessara þjóða í álfunni megi rekja til þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

...