Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?

Ari Páll Kristinsson

Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum.

Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorugkynsorðum er átt við orð sem beygjast eins og auga. Þau eru að sama skapi lítill flokkur og er nánast hægt að telja þau upp: bjúga, eista, eyra, firma, hjarta, hnoða, lunga, milta, nýra, þema.

Fallbeyging þessara orða er sem hér segir: stúlka, stúlku, stúlku, stúlku; stúlkur, stúlkur, stúlkum, STÚLKNA auga, auga, auga, auga; augu, augu, augum, AUGNA

Í allnokkrum tilvikum, sem helgast að meira eða minna leyti af hljóðfræðilegum takmörkunum, fellur n-ið niður og ending eignarfalls fleirtölu er þá aðeins -a. Dæmi: bauja; ef. ft. bauja.

Þessar hljóðfræðilegu takmarkanir eru einkum eftirfarandi hvað varðar veiku kvenkynsnafnorðin:

1) Orð sem enda á sérhljóði og -a. Flest enda þau á -ía: aría, baktería, bleia, kría, nía, olía, revía, sinfónía, sía, sjöa, spássía, stía, tía.

2) Orð sem enda á -ja nema á undan fari -g- eða -k-: bauja, bábilja, belja, blæja, brynja, eyja, ferja, flugfreyja, gresja, gryfja, gyðja, hárlýja, hetja, húsfreyja, hryðja, hvelja, iðja, keðja, kilja, koja, kveðja, leðja, lilja, meyja, miðja, nefja, óbyrja, óhemja, pæja, selja, smiðja, spýja, styrja, tátilja, treyja, valkyrja, venja, verja, þilja.

3) Orð sem enda á -na: appelsína, ásjóna, brenna, buna, dýna, gardína, gína, glyrna, himna, hyrna, hæna, jafna, kanína, kanna, kleina, kóróna, króna, kæna, lína, loðna, lúpína, læna, mjóna, nunna, ónefna, panna, persóna, renna, runa, rúsína, senna, sítróna, skeina, skepna, spenna, spræna, spyrna, stefna, stjarna, stuna, tína, trjóna, tunna, þerna, þynna. Í þessum orðum er -na í endann á eignarfalli fleirtölu ekki ending. -- Þó verður kona í ef. ft. kvenna.

4) Orð sem enda á -ra: ákúra, bára, blaðra, eggjahræra, ekra, evra, firra, fjara, gára, gildra, glæra, gæra, hjólbörur (fleirtöluorð), hóra, hæra, kerra, ístra, klóra, kytra, kæra, leira, líra, naðra, para, pera, skora, snara, snúra, sperra, spíra, súra, sýra, torfæra, tuðra, týra, vara, veira, vera, þvara. -- Það skal þó tekið fram að ef á undan r-inu fer sérhljóði má vel nota na-endinguna, enda eru dæmi um slíkt í eldra máli. Orðið fráfæra er til dæmis alltaf fráfærna í ef. ft. og myndirnar leirna og súrna koma fyrir í örnefnum. Til samanburðar má einnig benda á veiku hvorugkynsorðin nýra og eyra sem eru nýrna og eyrna í ef. ft.

5) Orð sem enda á -va: fræva, tölva og völva.

6) Orðið stofa. Að öðrum kosti félli það saman við orðið stofn, sem er stofna í ef. ft.

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

9.3.2000

Spyrjandi

Magðalena Níelsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2000. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=207.

Ari Páll Kristinsson. (2000, 9. mars). Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=207

Ari Páll Kristinsson. „Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2000. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=207>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?
Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum.

Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorugkynsorðum er átt við orð sem beygjast eins og auga. Þau eru að sama skapi lítill flokkur og er nánast hægt að telja þau upp: bjúga, eista, eyra, firma, hjarta, hnoða, lunga, milta, nýra, þema.

Fallbeyging þessara orða er sem hér segir: stúlka, stúlku, stúlku, stúlku; stúlkur, stúlkur, stúlkum, STÚLKNA auga, auga, auga, auga; augu, augu, augum, AUGNA

Í allnokkrum tilvikum, sem helgast að meira eða minna leyti af hljóðfræðilegum takmörkunum, fellur n-ið niður og ending eignarfalls fleirtölu er þá aðeins -a. Dæmi: bauja; ef. ft. bauja.

Þessar hljóðfræðilegu takmarkanir eru einkum eftirfarandi hvað varðar veiku kvenkynsnafnorðin:

1) Orð sem enda á sérhljóði og -a. Flest enda þau á -ía: aría, baktería, bleia, kría, nía, olía, revía, sinfónía, sía, sjöa, spássía, stía, tía.

2) Orð sem enda á -ja nema á undan fari -g- eða -k-: bauja, bábilja, belja, blæja, brynja, eyja, ferja, flugfreyja, gresja, gryfja, gyðja, hárlýja, hetja, húsfreyja, hryðja, hvelja, iðja, keðja, kilja, koja, kveðja, leðja, lilja, meyja, miðja, nefja, óbyrja, óhemja, pæja, selja, smiðja, spýja, styrja, tátilja, treyja, valkyrja, venja, verja, þilja.

3) Orð sem enda á -na: appelsína, ásjóna, brenna, buna, dýna, gardína, gína, glyrna, himna, hyrna, hæna, jafna, kanína, kanna, kleina, kóróna, króna, kæna, lína, loðna, lúpína, læna, mjóna, nunna, ónefna, panna, persóna, renna, runa, rúsína, senna, sítróna, skeina, skepna, spenna, spræna, spyrna, stefna, stjarna, stuna, tína, trjóna, tunna, þerna, þynna. Í þessum orðum er -na í endann á eignarfalli fleirtölu ekki ending. -- Þó verður kona í ef. ft. kvenna.

4) Orð sem enda á -ra: ákúra, bára, blaðra, eggjahræra, ekra, evra, firra, fjara, gára, gildra, glæra, gæra, hjólbörur (fleirtöluorð), hóra, hæra, kerra, ístra, klóra, kytra, kæra, leira, líra, naðra, para, pera, skora, snara, snúra, sperra, spíra, súra, sýra, torfæra, tuðra, týra, vara, veira, vera, þvara. -- Það skal þó tekið fram að ef á undan r-inu fer sérhljóði má vel nota na-endinguna, enda eru dæmi um slíkt í eldra máli. Orðið fráfæra er til dæmis alltaf fráfærna í ef. ft. og myndirnar leirna og súrna koma fyrir í örnefnum. Til samanburðar má einnig benda á veiku hvorugkynsorðin nýra og eyra sem eru nýrna og eyrna í ef. ft.

5) Orð sem enda á -va: fræva, tölva og völva.

6) Orðið stofa. Að öðrum kosti félli það saman við orðið stofn, sem er stofna í ef. ft.

...