Hér fer á eftir tafla um nöfn vikudaganna í nokkrum tungumálum, ásamt athugasemdum og skýringum.
| LATÍNA | ÍTALSKA | FRANSKA | ENSKA | DANSKA |
| dies solis1/ d. domenica2 | domenica | dimanche | Sunday | söndag |
| d. lunae3 | lunedi | lundi | Monday | mandag |
| d. Martis4 | martedi | mardi | Tuesday | tirsdag |
| d. Mercurii5 | mercoledi | mercredi | Wednesday | onsdag |
| d. Iovis6 | giovedi | jeudi | Thursday | torsdag |
| d. Veneris7 | venerdi | vendredi | Friday | fredag |
| d. Saturni8 | sabato | samedi | Saturday | lördag |
Latnesku heitin vísa kerfisbundið til föruhnattanna sjö sem svo hafa verið kallaðir, það er að segja til þeirra himinhnatta sem hreyfast á himninum miðað við fastastjörnurnar og eru sýnilegir berum augum. Þessir föruhnettir voru áður fyrr kallaðir plánetur á erlendum málum en það orð fékk aðra merkingu með sólmiðjukenningunni og er nú einkum haft um reikistjörnurnar níu sem eru á braut um sól.
Föruhnettirnir eru venjulega taldir í þessari röð: Tunglið, Merkúríus, Venus, sólin, Mars, Júpíter og Satúrnus. Ef við byrjum á sólinni (sunnudagur) og förum þrjú skref aftur á bak í röðinni lendum við á tunglinu (mánudagur), þrjú skref þaðan vísa á Mars sem þriðjudagur er kenndur við, og þannig koll af kolli þar til við endum á Satúrnusi á laugardegi.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar? eftir Sævar Helga Bragason
- Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir? eftir EMB
- Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum? eftir Gunnar Þór Magnússon
- Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau? eftir Terry Gunnell og Eyju Margréti Brynjarsdóttur
- Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Þorsteinn Vilhjálmsson, 1986. Heimsmynd á hverfanda hveli 1. Reykjavík: Mál og menning, bls. 38-39.
- Unnin úr ljósmyndum af vefsetrunum
- Welcome to the Planets. Skoðað 27.2.2002.
- The Nine Planets. Skoðað 27.2.2002.