Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?

Ulrika Andersson

Hreint gull (Au) er sjaldan notað í eitthvað annað en gullstangir og safngripi eins og gullpeninga. Ástæðan er sú að hreint gull er of mjúkt til smíða og því er það blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á skart og gripi úr gulli. Sjá svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni: Hvað er hreint gull mörg karöt?

Gull er því yfirleitt blandað öðrum málmum eins og silfri (Ag), platínu (Pt), sinki (Zn) eða kopar (Cu). Koparinn gefur gullinu rauðleitan blæ, platínan hvítan en silfrið grænan eða gulan tón. Mælieiningin karat er notuð til þess að lýsa hreinleika blöndunnar og er eitt karat 1/24 eða um 4,1667 prósent. Í 12 karata gullhring er gullið um helmingur blöndunnar eða 12/24.

Mælieiningin karat á uppruna sinn að rekja til 11. aldar í Þýskalandi. Á þeim tíma var til mynt sem hét mark og vó hún 24 karöt eða 4,8 grömm. Orðið mark var notað sem mælieining þegar vega þurfti gull og silfur og kemur meðal annars fyrir í íslenskum fornritum. Síðar var orðið mark notað um myntina en orðið karat varð þyngdareining; eitt mark vó 24 karöt. Nú er karat hlutfallsmælieining um hreinleika gulls en ekki þyngdareining en eins og kunnugt er hét gjaldmiðillinn í Þýskalandi mark áður en evran tók við um áramótin 2001/2002.

Gull er notað til að búa til skartgripi. Yfirleitt er gullmagnið í þeim á bilinu 14 til 18 karöt. Gull leiðir hita og rafmagn vel eins og aðrir málmar, en þó ekki eins vel og til dæmis silfur sem er besti leiðarinn í hópi málma. Hér fyrir neðan er tafla um varma- og rafleiðni nokkurra efna.

EfniVarmaleiðni [ W/(m·K) ] Rafleiðni [ S·m-1 ]
Andrúmsloft 0,025 0,3-0,8 × 10-14
Vatn 0,6 0,0005-0,05
Gull 318 45,2 × 106
Kopar 401 59,6 × 106
Silfur 429 63,0 × 106

Gull er ekki hvarfgjarnt efni sem kallað er, en það þýðir að það tekur ógjarnan þátt í efnahvörfum og myndar sjaldan efnasambönd með öðrum efnum. Þannig tærist það ekki auðveldlega og ekki fellur á það í andrúmslofti eins og til dæmis silfur eða kopar. Því er gull oft notað í enda á dýrum leiðurum eða sem hlífðarefni utan á gervitunglum. Þá notuðu tannlæknar áður fyrr gull til að fylla upp í holur í tönnum en ný efni hafa nú tekið við því hlutverki að mestu.

Í kringum 3000 fyrir Krist voru gullhringir notaðir sem gjaldmiðill í Egyptalandi og Mesópótamíu, þar sem Írak er núna, en gullið kom að mestu frá Egyptalandi. Algengt var að slá myntir úr gullinu eða skreyta vopn, styttur og skartgripi með því. Í dag kemur mestur hluti gullsins frá Suður-Afríku, Rússlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Um 45 prósent af öllu gulli sem til er í heiminum er í eigu ríkja og seðlabanka.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

12.3.2002

Spyrjandi

Hlín Önnudóttir, f. 1990

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2178.

Ulrika Andersson. (2002, 12. mars). Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2178

Ulrika Andersson. „Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2178>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?
Hreint gull (Au) er sjaldan notað í eitthvað annað en gullstangir og safngripi eins og gullpeninga. Ástæðan er sú að hreint gull er of mjúkt til smíða og því er það blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á skart og gripi úr gulli. Sjá svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni: Hvað er hreint gull mörg karöt?

Gull er því yfirleitt blandað öðrum málmum eins og silfri (Ag), platínu (Pt), sinki (Zn) eða kopar (Cu). Koparinn gefur gullinu rauðleitan blæ, platínan hvítan en silfrið grænan eða gulan tón. Mælieiningin karat er notuð til þess að lýsa hreinleika blöndunnar og er eitt karat 1/24 eða um 4,1667 prósent. Í 12 karata gullhring er gullið um helmingur blöndunnar eða 12/24.

Mælieiningin karat á uppruna sinn að rekja til 11. aldar í Þýskalandi. Á þeim tíma var til mynt sem hét mark og vó hún 24 karöt eða 4,8 grömm. Orðið mark var notað sem mælieining þegar vega þurfti gull og silfur og kemur meðal annars fyrir í íslenskum fornritum. Síðar var orðið mark notað um myntina en orðið karat varð þyngdareining; eitt mark vó 24 karöt. Nú er karat hlutfallsmælieining um hreinleika gulls en ekki þyngdareining en eins og kunnugt er hét gjaldmiðillinn í Þýskalandi mark áður en evran tók við um áramótin 2001/2002.

Gull er notað til að búa til skartgripi. Yfirleitt er gullmagnið í þeim á bilinu 14 til 18 karöt. Gull leiðir hita og rafmagn vel eins og aðrir málmar, en þó ekki eins vel og til dæmis silfur sem er besti leiðarinn í hópi málma. Hér fyrir neðan er tafla um varma- og rafleiðni nokkurra efna.

EfniVarmaleiðni [ W/(m·K) ] Rafleiðni [ S·m-1 ]
Andrúmsloft 0,025 0,3-0,8 × 10-14
Vatn 0,6 0,0005-0,05
Gull 318 45,2 × 106
Kopar 401 59,6 × 106
Silfur 429 63,0 × 106

Gull er ekki hvarfgjarnt efni sem kallað er, en það þýðir að það tekur ógjarnan þátt í efnahvörfum og myndar sjaldan efnasambönd með öðrum efnum. Þannig tærist það ekki auðveldlega og ekki fellur á það í andrúmslofti eins og til dæmis silfur eða kopar. Því er gull oft notað í enda á dýrum leiðurum eða sem hlífðarefni utan á gervitunglum. Þá notuðu tannlæknar áður fyrr gull til að fylla upp í holur í tönnum en ný efni hafa nú tekið við því hlutverki að mestu.

Í kringum 3000 fyrir Krist voru gullhringir notaðir sem gjaldmiðill í Egyptalandi og Mesópótamíu, þar sem Írak er núna, en gullið kom að mestu frá Egyptalandi. Algengt var að slá myntir úr gullinu eða skreyta vopn, styttur og skartgripi með því. Í dag kemur mestur hluti gullsins frá Suður-Afríku, Rússlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Um 45 prósent af öllu gulli sem til er í heiminum er í eigu ríkja og seðlabanka.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...