Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið?

Stefán Jónsson



Adolf Hitler hét aldrei annað en Adolf Hitler. Hins vegar munaði minnstu að svo yrði ekki þar sem forfeður hans hringluðu með nöfn sín. Nafnið Hitler kemur fyrst fyrir á 15. öld. Það er ef til vill tékkneskt að uppruna (Hidlar eða Hidlarcek) og á þýsku hefur það verið stafsett á að minnsta kosti þrjá mismunandi vegu: Hitler, Hiedler eða Hüttler.

Adolf hlaut nafn sitt eftir venjulegum leiðum. Hann var sonur tollarans Alois Hitler og konu hans Klöru Hitler, sem var fædd Pölzl. Aftur á móti er ekki ljóst hver var faðir Alois þessa og þar með hvort hann bar nafnið með réttu. Hann fæddist utan hjónabands árið 1837, og hlaut þá eftirnafn móður sinnar sem hét Maria Anna Schicklgruber. Fimm árum síðar giftist hún málaranum Johann Georg Hiedler. Á þeim tíma hefði mátt búast við því að Hiedler þessi ættleiddi Alois, en það gerði hann hins vegar ekki heldur sendu þau hjónin drenginn í fóstur til bóndans Johanns Nepomuks Hüttlers, sem var bróðir Johanns Georgs.

Settar hafa verið fram þrjár tilgátur um faðerni Alois. Mögulegir feður hans eru bræðurnir Hiedler og Hüttler og maður að nafni Frankenberger. Maria Anna var sennilega þerna á heimili hans þegar hún varð ólétt. Engin af þessum tilgátum hefur verið staðfest, og væntanlega er það ekki hægt. Það er þess vegna óljóst hver var afi Adolfs Hitler.

Hitt er víst að löngu eftir að móðir Alois, Maria Anna, fædd Schicklgruber, og eiginmaður hennar Johann Georg Hiedler voru bæði látin, fékk Johann Nepomuk Hüttler því framgengt að uppeldissonur sinn hlyti nafn þeirra. Hann gerði sér ferð ásamt þremur kunningjum sínum til Döllersheim þar sem fæðing Alois var skráð í kirkjubækurnar. Þar báru þeir allir vitni um það að Johann Georg væri faðir Alois, enda hefði hann sjálfur viðurkennt það meðan hann lifði. Presturinn á staðnum tók þetta gilt, breytti skráningunni og gerði á spássíu þá röngu athugasemd að Johann Georg Hiedler hefði í eigin persónu staðið fyrir breytingunni. Strangt til tekið var þetta ekki löglegt en það hafði sín áhrif: Frá og með janúar árið 1877 kallaði Alois Schicklgruber sig Alois Hitler.

Eftir að Adolf Hitler varð áhrifamikill var þessi saga dregin fram í dagsljósið. Á fjórða áratugnum reyndu austurrískir blaðamenn að koma á hann nafninu Adolf Schicklgruber, en mistókst. Einnig bendir ýmislegt til þess að bróðursonur hans hafi á svipuðum tíma sent honum bréf þar sem vísað var heldur óljóst til „ákveðinna atriða“ í fjölskyldusögunni. Hugsanlega var tilgangurinn sá að kúga fé af Hitler, gegn því að ekki yrði ljóstrað upp um að hann væri sonarsonur Frankenbergers, sem var gyðingur. Heimildir um þetta eru þó fremur óöruggar, og auk þess óvíst að Frankenberger hafi verið afi Hitlers.

Þess munu vera dæmi að menn spyrji hvort Hitler hefði yfirleitt getað náð völdum undir öðru nafni. Það er auðvitað afskaplega ólíklegt að eitthvað jafnsmátt og nafn hafi svona gríðarleg söguleg áhrif: Það hefði ekki breytt nokkru þótt leiðtogar nasista hefðu haft önnur nöfn en þeir gerðu. Engu að síður var Hitler sennilega heppinn að þessu leyti. Á tímum þriðja ríkisins kyrjuðu Þjóðverjar orðin: „Heil Hitler!“ eins og þeir ættu lífið að leysa (sem þeir líka áttu). Þau eru óneitanlega þjálli en orðin: „Heil Schicklgruber!“ og að því leyti hentugri sem sameiginleg kveðja heils ríkis. Eða hefðu menn kyrjað í staðinn „Salut Schickl“? Alltént er nafnið eitt af fáu sem Hitler var föður sínum þakklátur fyrir.

Heimildir:
  • Fest, Joachim C. Hitler - Eine Biographie, Probyläen og Verlag Ullstein, Frankfurt, 1974, kafli I, bls. 29-34
  • Shirer, William L. The Rise and Fall of the Third Reich - A History of Nazi Germany, Simon and Schuster, New York, 1960, kafli 1, bls. 6-10

Mynd:

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.3.2002

Spyrjandi

María Kristjánsdóttir, fædd 1984

Tilvísun

Stefán Jónsson. „Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2217.

Stefán Jónsson. (2002, 20. mars). Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2217

Stefán Jónsson. „Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2217>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið?


Adolf Hitler hét aldrei annað en Adolf Hitler. Hins vegar munaði minnstu að svo yrði ekki þar sem forfeður hans hringluðu með nöfn sín. Nafnið Hitler kemur fyrst fyrir á 15. öld. Það er ef til vill tékkneskt að uppruna (Hidlar eða Hidlarcek) og á þýsku hefur það verið stafsett á að minnsta kosti þrjá mismunandi vegu: Hitler, Hiedler eða Hüttler.

Adolf hlaut nafn sitt eftir venjulegum leiðum. Hann var sonur tollarans Alois Hitler og konu hans Klöru Hitler, sem var fædd Pölzl. Aftur á móti er ekki ljóst hver var faðir Alois þessa og þar með hvort hann bar nafnið með réttu. Hann fæddist utan hjónabands árið 1837, og hlaut þá eftirnafn móður sinnar sem hét Maria Anna Schicklgruber. Fimm árum síðar giftist hún málaranum Johann Georg Hiedler. Á þeim tíma hefði mátt búast við því að Hiedler þessi ættleiddi Alois, en það gerði hann hins vegar ekki heldur sendu þau hjónin drenginn í fóstur til bóndans Johanns Nepomuks Hüttlers, sem var bróðir Johanns Georgs.

Settar hafa verið fram þrjár tilgátur um faðerni Alois. Mögulegir feður hans eru bræðurnir Hiedler og Hüttler og maður að nafni Frankenberger. Maria Anna var sennilega þerna á heimili hans þegar hún varð ólétt. Engin af þessum tilgátum hefur verið staðfest, og væntanlega er það ekki hægt. Það er þess vegna óljóst hver var afi Adolfs Hitler.

Hitt er víst að löngu eftir að móðir Alois, Maria Anna, fædd Schicklgruber, og eiginmaður hennar Johann Georg Hiedler voru bæði látin, fékk Johann Nepomuk Hüttler því framgengt að uppeldissonur sinn hlyti nafn þeirra. Hann gerði sér ferð ásamt þremur kunningjum sínum til Döllersheim þar sem fæðing Alois var skráð í kirkjubækurnar. Þar báru þeir allir vitni um það að Johann Georg væri faðir Alois, enda hefði hann sjálfur viðurkennt það meðan hann lifði. Presturinn á staðnum tók þetta gilt, breytti skráningunni og gerði á spássíu þá röngu athugasemd að Johann Georg Hiedler hefði í eigin persónu staðið fyrir breytingunni. Strangt til tekið var þetta ekki löglegt en það hafði sín áhrif: Frá og með janúar árið 1877 kallaði Alois Schicklgruber sig Alois Hitler.

Eftir að Adolf Hitler varð áhrifamikill var þessi saga dregin fram í dagsljósið. Á fjórða áratugnum reyndu austurrískir blaðamenn að koma á hann nafninu Adolf Schicklgruber, en mistókst. Einnig bendir ýmislegt til þess að bróðursonur hans hafi á svipuðum tíma sent honum bréf þar sem vísað var heldur óljóst til „ákveðinna atriða“ í fjölskyldusögunni. Hugsanlega var tilgangurinn sá að kúga fé af Hitler, gegn því að ekki yrði ljóstrað upp um að hann væri sonarsonur Frankenbergers, sem var gyðingur. Heimildir um þetta eru þó fremur óöruggar, og auk þess óvíst að Frankenberger hafi verið afi Hitlers.

Þess munu vera dæmi að menn spyrji hvort Hitler hefði yfirleitt getað náð völdum undir öðru nafni. Það er auðvitað afskaplega ólíklegt að eitthvað jafnsmátt og nafn hafi svona gríðarleg söguleg áhrif: Það hefði ekki breytt nokkru þótt leiðtogar nasista hefðu haft önnur nöfn en þeir gerðu. Engu að síður var Hitler sennilega heppinn að þessu leyti. Á tímum þriðja ríkisins kyrjuðu Þjóðverjar orðin: „Heil Hitler!“ eins og þeir ættu lífið að leysa (sem þeir líka áttu). Þau eru óneitanlega þjálli en orðin: „Heil Schicklgruber!“ og að því leyti hentugri sem sameiginleg kveðja heils ríkis. Eða hefðu menn kyrjað í staðinn „Salut Schickl“? Alltént er nafnið eitt af fáu sem Hitler var föður sínum þakklátur fyrir.

Heimildir:
  • Fest, Joachim C. Hitler - Eine Biographie, Probyläen og Verlag Ullstein, Frankfurt, 1974, kafli I, bls. 29-34
  • Shirer, William L. The Rise and Fall of the Third Reich - A History of Nazi Germany, Simon and Schuster, New York, 1960, kafli 1, bls. 6-10

Mynd:...