Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?

Unnar Árnason

Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859-1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þó ekki sé nema vegna þess hversu mikil áhrif þær höfðu á alla umræðu um hlátur.

Fyrst skal tekið fram að það að hlæja að óförum annarra er yfirleitt ekki skilið þannig að við hlæjum að öllum þeim sem gengur illa, heldur á það við þegar við hlæjum að þeim sem hefur gengið vel en ferst svo eitthvað illa úr hendi. Annað sem þarf að hafa í huga er það að yfirleitt verður atvik ekki fyndið nema búið sé að fara höndum um það, eða „gera góðlátlegt grín“, eins og sagt er. Sviðsetja þarf ófarirnar til að þær verði fyndnar.

Grunnkenning Bergsons um hláturinn og hið fyndna, er sú að það sem veki hlátur sé þegar eitthvað vélrænt er lagt yfir það sem er lifandi. Skilgreining Bergsons er afar þröng og nær ekki yfir allar þær fjölbreyttu aðstæður sem skapa hlátur. Engu að síður er kenning hans gagnleg þegar tekið er á viðbrögðum okkar við „óförum annarra“. Hér mætti minna á samspil Charlie Chaplins og hins vélræna í kvikmyndinni Nútíminn (Modern Times), þar sem maðurinn verður hluti af vélinni og þjónustar hana en ekki öfugt.

Bergson telur hláturinn vera leiðréttingarafl samfélagsins. Með hlátri er verið að refsa hinum vélræna einstaklingi og þannig koma í veg fyrir ósveigjanleika hans innan samfélagsins. Hin andstæðu öfl vélar og lífs sem Bergson telur að takist á í hlátrinum samsvara í ritgerð hans tvenns konar andstæðri hegðun einstaklingsins í samfélaginu, það er andstæðum ósveigjanleika og sveigjanleika.

Það sem okkur finnst fyndið við persónu eða persónutengt atvik, er sú hlið þeirra sem afhjúpar vissa líkingu við vél, eða hreyfingu án lífs. Þessi hlið tjáir eitthvað samfélagslega ófullkomið í einstaklingi eða hópi. Sú ófullkomnun kallar á tafarlausa refsingu, og viðeigandi refsing er hlátur, félagsleg tjáning sem kveður niður það í mönnum og atvikum sem ekki á heima í samfélaginu.

Bergson leggur út af skilgreiningu Aristótelesar um að maðurinn sé „dýrið sem hlær“, og bætir ennfremur við að maðurinn sé dýrið sem hlegið er að. Samfélagið er því náttúrulegt umhverfi hláturs, en hlátur tilheyrir ekki samfélaginu í heild heldur ýmsum hópum innan þess. Greint er milli þeirra sem hlæja og þeirra sem hlæja ekki (eða hlegið er að). (Á þennan hátt mætti til að mynda skoða viðbrögðin við okkar árlega áramótaskaupi, þá er gjarnan rætt um hverjir hlógu og hverjir hlógu ekki, og einnig hverjum hlegið var að).

Við hlæjum sem sagt oftast að „öðrum“ og gerum þá um leið annarlega. Hverjum samfélagshópi fylgir einkennandi tungutak og hegðun (nærtækast er að hugsa sér ákveðnar stéttir, til dæmis lækna, lögfræðinga og svo framvegis) sem hægt er að gera hlægilega með því að tengja einhverju annarlegu, það er vél Bergsons. Einkenni hóps eru þá yfirfærð á vélrænt svið. Hið annarlega þarf hinsvegar ekki að vera vél/vélrænt, það gæti eins verið orðræða sem tilheyrir öðrum samfélagshópi.

Samkvæmt kenningu Bergsons hlæjum við þess vegna að óförum annarra í því skyni að refsa þeim og kveða á þann hátt niður það sem ekki á heima í samfélaginu. Við hlæjum að óförum annarra vegna þess að ófarirnar eru merki um ósveigjanleika einstaklingsins.



Mynd af Henri Bergson: Nobel e-Museum

Mynd af Charlie Chaplin: AllPosters.com

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

26.3.2002

Spyrjandi

Elmar Unnsteinsson, f. 1984

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2240.

Unnar Árnason. (2002, 26. mars). Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2240

Unnar Árnason. „Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2240>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?
Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859-1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þó ekki sé nema vegna þess hversu mikil áhrif þær höfðu á alla umræðu um hlátur.

Fyrst skal tekið fram að það að hlæja að óförum annarra er yfirleitt ekki skilið þannig að við hlæjum að öllum þeim sem gengur illa, heldur á það við þegar við hlæjum að þeim sem hefur gengið vel en ferst svo eitthvað illa úr hendi. Annað sem þarf að hafa í huga er það að yfirleitt verður atvik ekki fyndið nema búið sé að fara höndum um það, eða „gera góðlátlegt grín“, eins og sagt er. Sviðsetja þarf ófarirnar til að þær verði fyndnar.

Grunnkenning Bergsons um hláturinn og hið fyndna, er sú að það sem veki hlátur sé þegar eitthvað vélrænt er lagt yfir það sem er lifandi. Skilgreining Bergsons er afar þröng og nær ekki yfir allar þær fjölbreyttu aðstæður sem skapa hlátur. Engu að síður er kenning hans gagnleg þegar tekið er á viðbrögðum okkar við „óförum annarra“. Hér mætti minna á samspil Charlie Chaplins og hins vélræna í kvikmyndinni Nútíminn (Modern Times), þar sem maðurinn verður hluti af vélinni og þjónustar hana en ekki öfugt.

Bergson telur hláturinn vera leiðréttingarafl samfélagsins. Með hlátri er verið að refsa hinum vélræna einstaklingi og þannig koma í veg fyrir ósveigjanleika hans innan samfélagsins. Hin andstæðu öfl vélar og lífs sem Bergson telur að takist á í hlátrinum samsvara í ritgerð hans tvenns konar andstæðri hegðun einstaklingsins í samfélaginu, það er andstæðum ósveigjanleika og sveigjanleika.

Það sem okkur finnst fyndið við persónu eða persónutengt atvik, er sú hlið þeirra sem afhjúpar vissa líkingu við vél, eða hreyfingu án lífs. Þessi hlið tjáir eitthvað samfélagslega ófullkomið í einstaklingi eða hópi. Sú ófullkomnun kallar á tafarlausa refsingu, og viðeigandi refsing er hlátur, félagsleg tjáning sem kveður niður það í mönnum og atvikum sem ekki á heima í samfélaginu.

Bergson leggur út af skilgreiningu Aristótelesar um að maðurinn sé „dýrið sem hlær“, og bætir ennfremur við að maðurinn sé dýrið sem hlegið er að. Samfélagið er því náttúrulegt umhverfi hláturs, en hlátur tilheyrir ekki samfélaginu í heild heldur ýmsum hópum innan þess. Greint er milli þeirra sem hlæja og þeirra sem hlæja ekki (eða hlegið er að). (Á þennan hátt mætti til að mynda skoða viðbrögðin við okkar árlega áramótaskaupi, þá er gjarnan rætt um hverjir hlógu og hverjir hlógu ekki, og einnig hverjum hlegið var að).

Við hlæjum sem sagt oftast að „öðrum“ og gerum þá um leið annarlega. Hverjum samfélagshópi fylgir einkennandi tungutak og hegðun (nærtækast er að hugsa sér ákveðnar stéttir, til dæmis lækna, lögfræðinga og svo framvegis) sem hægt er að gera hlægilega með því að tengja einhverju annarlegu, það er vél Bergsons. Einkenni hóps eru þá yfirfærð á vélrænt svið. Hið annarlega þarf hinsvegar ekki að vera vél/vélrænt, það gæti eins verið orðræða sem tilheyrir öðrum samfélagshópi.

Samkvæmt kenningu Bergsons hlæjum við þess vegna að óförum annarra í því skyni að refsa þeim og kveða á þann hátt niður það sem ekki á heima í samfélaginu. Við hlæjum að óförum annarra vegna þess að ófarirnar eru merki um ósveigjanleika einstaklingsins.



Mynd af Henri Bergson: Nobel e-Museum

Mynd af Charlie Chaplin: AllPosters.com...