Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er stærsta köngulóin í heiminum? En á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Stærsta könguló í heimi er að öllum líkindum tegund sem kallast fuglaætuköngulóin (Theraphosa leblondi). Hún finnst í norðanverðri Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Surinam, Frönsku-Guyana, NA-Venezuela og Norður-Brasilíu. Þessi dýr lifa í regnskógunum við kjörhitastigið 27-30°C. Köngulærnar lifa á skógarbotni skóganna, þar sem þær gera sér holur í jörðina og bíða eftir bráð. Fuglaætuköngulóin er mikill tækifærissinni í fæðuvali, étur allt það sem hún ræður við og er nægilega stórt til að þess að hún verði södd. Á matseðli hennar má meðal annnars finna stór skordýr, mýs og lítil skriðdýr.

Fuglaætuköngulóin er um 25 sentímetra löng ef lappirnar eru taldar með en sést hefur til köngulóa sem voru allt að um 30 sentímetrar. Heildarlengd skrokksins, getur verið allt að 10 sentímetrar. Þessar köngulær hafa hin síðustu ár orðið mjög vinsæl gæludýr enda geta þær lifað nánast jafnlengi og venjulegir heimiliskettir eða í 15 til 18 ár.

Stærsta köngulóin sem lifir á Íslandi er tegund sem heitir Tegenaria saeva á latínu. Köngulóin sú getur orðið um 2 sentímetrar á lengd. Hún er innflutt tegund sem berst hingað með vöruflutningagámum. Svo virðist sem henni hafi tekist að nema hér land með góðum árangri. Hún hefur þó einungis fundist innanhús eins og í birgðageymslum því að hún getur ekki lifað af utandyra. Henni hefur verið gefið nafnið fraktkönguló á íslensku.



Stærsta köngulóartegund í heiminum, fuglaætuköngulóin.

Myndin er fengin af vefsetrinu hem.passagen.se

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.4.2002

Spyrjandi

Svava Baldursdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er stærsta köngulóin í heiminum? En á Íslandi? “ Vísindavefurinn, 17. apríl 2002. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2311.

Jón Már Halldórsson. (2002, 17. apríl). Hver er stærsta köngulóin í heiminum? En á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2311

Jón Már Halldórsson. „Hver er stærsta köngulóin í heiminum? En á Íslandi? “ Vísindavefurinn. 17. apr. 2002. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2311>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsta köngulóin í heiminum? En á Íslandi?
Stærsta könguló í heimi er að öllum líkindum tegund sem kallast fuglaætuköngulóin (Theraphosa leblondi). Hún finnst í norðanverðri Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Surinam, Frönsku-Guyana, NA-Venezuela og Norður-Brasilíu. Þessi dýr lifa í regnskógunum við kjörhitastigið 27-30°C. Köngulærnar lifa á skógarbotni skóganna, þar sem þær gera sér holur í jörðina og bíða eftir bráð. Fuglaætuköngulóin er mikill tækifærissinni í fæðuvali, étur allt það sem hún ræður við og er nægilega stórt til að þess að hún verði södd. Á matseðli hennar má meðal annnars finna stór skordýr, mýs og lítil skriðdýr.

Fuglaætuköngulóin er um 25 sentímetra löng ef lappirnar eru taldar með en sést hefur til köngulóa sem voru allt að um 30 sentímetrar. Heildarlengd skrokksins, getur verið allt að 10 sentímetrar. Þessar köngulær hafa hin síðustu ár orðið mjög vinsæl gæludýr enda geta þær lifað nánast jafnlengi og venjulegir heimiliskettir eða í 15 til 18 ár.

Stærsta köngulóin sem lifir á Íslandi er tegund sem heitir Tegenaria saeva á latínu. Köngulóin sú getur orðið um 2 sentímetrar á lengd. Hún er innflutt tegund sem berst hingað með vöruflutningagámum. Svo virðist sem henni hafi tekist að nema hér land með góðum árangri. Hún hefur þó einungis fundist innanhús eins og í birgðageymslum því að hún getur ekki lifað af utandyra. Henni hefur verið gefið nafnið fraktkönguló á íslensku.



Stærsta köngulóartegund í heiminum, fuglaætuköngulóin.

Myndin er fengin af vefsetrinu hem.passagen.se...