Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju verður maður pirraður? Hvað er pirri?

Jakob Smári

Ef litið er í íslenska orðabók má lesa að sögnin að „pirra“ merki að espa eða æsa og orðið „pirraður“ er skýrt sem taugaspenntur eða viðkvæmur á taugum. Í Orðabók Máls og menningar er sett spurningamerki við orðin 'pirra' og 'pirrur' sem merkir að þau þykja óæskileg í málinu. Orðið pirraður er ekki mikið notað í ritmáli en mun frekar í talmáli.

Að vera pirraður merkir í daglegu tali líklega það sama og að eitthvað fari í taugarnar á manni eða jafnvel að margt fari í taugarnar á manni. Menn eru önugir eða gramir þegar þeir eru pirraðir. Ekki er samt fyllilega ljóst hvað átt er við með því að vera pirraður og því óhægt um vik að vitna til rannsókna af nokkru tagi sem snúast um þetta. Verður spurningunni því helst svarað með almennum bollaleggingum.

Ef til vill má líta á það sem geðshræringar að vera pirraður, önugur eða gramur. Þær geðshræringar manna sem helst er sátt um að komi fyrir hvarvetna á byggðu bóli og fylgt hafi tegund okkar frá örófi alda eru gleði, reiði, ótti, hryggð og viðbjóður. Sumir bæta undrun þar við en ekki er full sátt um að líta beri á undrun sem geðshræringu á borð við þær sem fyrr voru nefndar. Geðshræringar eru það sem kallað er íbyggnar, það er að segja þær snúast um eitthvað. Ótti snýst um að okkur finnst ógn steðja að, en hryggð snýst um missi. Önnur afbrigði af því þegar geð hrærist eru gjarnan heimfærð upp á þessi meginafbrigði geðshræringa.

Til þess að átta sig á því hvers konar geðshræring það er að vera pirraður eða hvort það sé yfirleitt geðshræring, þarf maður að skilja hvað hugtakið snýst um. Að vera pirraður getur líka merkt einhvers konar skap eða jafnvel skapferli. Fólk er í góðu skapi, illu skapi eða pirrað jafnvel dögum saman. Það sem greinir þetta frá hinni dæmigerðu geðshræringu er að skapið spannar oft lengri tíma, en líka hitt að ekki er eins ljóst um hvað skapið snýst. Maður er til dæmis í þannig skapi að manni finnst flest leiðinlegt eða móðgandi. Skapið er þannig eins konar röð geðshræringa af svipuðu tagi eða tilhneiging til að finna til geðshræringa af sama tagi. Á sama hátt getur lunderni manna verið slíkt að þeir hafa vanda til þess að vera í góðu eða slæmu skapi nánast frá vöggu til grafar.

Að vera pirraður, önugur eða gramur má samt ef til vill líta á sem áþekk en mismunandi afbrigði af geðshræringunni reiði. Önnur afbrigði af henni eru til dæmis hneykslun, fyrirlitning og hatur. Spurningin er af hverju svo er og hvernig það að vera pirraður og gramur greinist frá hinni dæmigerðu reiði. Það sem hér er samnefnari er að í hinni dæmigerðu reiði, sem og í gremju, finnst okkur á hlut okkar gert (eða þeirra sem við finnum til samkenndar með); einhver hindrun kemur í veg fyrir að við (eða þeir) náum markmiði okkar. Við verðum reið ef yfirvöld taka ákvörðun um að leggja niður starf okkar, en pirruð eða gröm ef annar ökumaður nær að leggja í bílastæðið sem við ætluðum okkur. Þannig verðum við fremur reið í tengslum við hindranir sem koma í veg fyrir að við náum mikilvægum markmiðum (eins og að sjá sér og sínum farborða) en pirruð út af hindrunum sem koma í veg fyrir að við náum léttvægari markmiðum (eins og að leggja bíl í stæði).

Að vera pirraður eða gramur er ef til vill eins konar forstig reiðinnar þar sem manni finnst sem á hlut manns sé gert án þess að maður hafi, eða geti, gert upp við sig hvort einhver sé ábyrgur fyrir því eða hafi gert það af ásettu ráði. Bandaríski sálfræðingurinn Averill gerði rannsókn þar sem hann bað fólk um að skrá í dagbók aðstæður og tilefni þess að það reiddist eða því varð gramt í geði (sem Averill nefndi á enskunni „annoyance“). Nokkur þeirra atriða sem greindu hér á milli voru samkvæmt Averill: Fólki finnst erfiðara að hafa hemil á reiðinni en gremju og gremja er tíðari en reiði. Reiði er oftar gefin til kynna með árásum í orðum eða með svipbrigðum en gremja og reiðinni fylgir oftar löngun til þess að hefna fyrir misgerðir. Reiðin leiðir einnig frekar til þess að aðstæður breytast en gremja.

En af hverju virðist svo sem við verðum stundum venju fremur pirruð, gröm eða önug og látum alls konar smámuni pirra okkur, fara í taugarnar á okkur eða gera okkur gramt í geði? Þegar svo stendur á höfum við allt á hornum okkar. Þetta gerist ekki síst ef okkur líður illa á einhvern hátt, erum illa sofin eða erum að flýta okkur. Þessu er ef til vill þannig farið vegna þess að vanlíðanin hefur í för með sér að túlkun okkar á því sem fram fer í kringum okkar skekkist á þann veg að við sjáum hindranir og mótlæti þar sem við sjáum venjulega aðeins verkefni sem við ráðum við að leysa. Þetta gerist bæði vegna þess að við höfum ef til vill minni getu til að takast á við vandann, skerta getu til að átta okkur á honum og vegna hins að vanlíðan (til dæmis vegna þrengsla, áhyggna, sársauka af ýmsu tagi) getur vakið upp neikvæðar minningar og hugmyndir um okkur sjálf, náungann og heiminn í kringum okkur sem aftur leiðir til túlkunar flestra atburða sem hindrana sem lagðar eru í leið okkar.

Heimildir

  • Averill, J.R. (1982). "Studies on anger and aggression: Implications for theories of emotion." American Psychologist, 38, 1145-1160.
  • Frijda, N. (1993). "Moods, emotion episodes and emotions." Í M. Lewis og J.M. Haviland (ritstj.), Handbook of emotions (bls. 381-403). Guilford Press, London.
  • Power, M., og Dalgleish, T. (1997). Cognition and emotion. Psychology Press.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna reiðist fólk?



Mynd: HB

Höfundur

fyrrverandi prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.5.2002

Spyrjandi

Dagur Snær Sævarsson, f. 1986

Tilvísun

Jakob Smári. „Af hverju verður maður pirraður? Hvað er pirri?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2368.

Jakob Smári. (2002, 8. maí). Af hverju verður maður pirraður? Hvað er pirri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2368

Jakob Smári. „Af hverju verður maður pirraður? Hvað er pirri?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2368>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju verður maður pirraður? Hvað er pirri?
Ef litið er í íslenska orðabók má lesa að sögnin að „pirra“ merki að espa eða æsa og orðið „pirraður“ er skýrt sem taugaspenntur eða viðkvæmur á taugum. Í Orðabók Máls og menningar er sett spurningamerki við orðin 'pirra' og 'pirrur' sem merkir að þau þykja óæskileg í málinu. Orðið pirraður er ekki mikið notað í ritmáli en mun frekar í talmáli.

Að vera pirraður merkir í daglegu tali líklega það sama og að eitthvað fari í taugarnar á manni eða jafnvel að margt fari í taugarnar á manni. Menn eru önugir eða gramir þegar þeir eru pirraðir. Ekki er samt fyllilega ljóst hvað átt er við með því að vera pirraður og því óhægt um vik að vitna til rannsókna af nokkru tagi sem snúast um þetta. Verður spurningunni því helst svarað með almennum bollaleggingum.

Ef til vill má líta á það sem geðshræringar að vera pirraður, önugur eða gramur. Þær geðshræringar manna sem helst er sátt um að komi fyrir hvarvetna á byggðu bóli og fylgt hafi tegund okkar frá örófi alda eru gleði, reiði, ótti, hryggð og viðbjóður. Sumir bæta undrun þar við en ekki er full sátt um að líta beri á undrun sem geðshræringu á borð við þær sem fyrr voru nefndar. Geðshræringar eru það sem kallað er íbyggnar, það er að segja þær snúast um eitthvað. Ótti snýst um að okkur finnst ógn steðja að, en hryggð snýst um missi. Önnur afbrigði af því þegar geð hrærist eru gjarnan heimfærð upp á þessi meginafbrigði geðshræringa.

Til þess að átta sig á því hvers konar geðshræring það er að vera pirraður eða hvort það sé yfirleitt geðshræring, þarf maður að skilja hvað hugtakið snýst um. Að vera pirraður getur líka merkt einhvers konar skap eða jafnvel skapferli. Fólk er í góðu skapi, illu skapi eða pirrað jafnvel dögum saman. Það sem greinir þetta frá hinni dæmigerðu geðshræringu er að skapið spannar oft lengri tíma, en líka hitt að ekki er eins ljóst um hvað skapið snýst. Maður er til dæmis í þannig skapi að manni finnst flest leiðinlegt eða móðgandi. Skapið er þannig eins konar röð geðshræringa af svipuðu tagi eða tilhneiging til að finna til geðshræringa af sama tagi. Á sama hátt getur lunderni manna verið slíkt að þeir hafa vanda til þess að vera í góðu eða slæmu skapi nánast frá vöggu til grafar.

Að vera pirraður, önugur eða gramur má samt ef til vill líta á sem áþekk en mismunandi afbrigði af geðshræringunni reiði. Önnur afbrigði af henni eru til dæmis hneykslun, fyrirlitning og hatur. Spurningin er af hverju svo er og hvernig það að vera pirraður og gramur greinist frá hinni dæmigerðu reiði. Það sem hér er samnefnari er að í hinni dæmigerðu reiði, sem og í gremju, finnst okkur á hlut okkar gert (eða þeirra sem við finnum til samkenndar með); einhver hindrun kemur í veg fyrir að við (eða þeir) náum markmiði okkar. Við verðum reið ef yfirvöld taka ákvörðun um að leggja niður starf okkar, en pirruð eða gröm ef annar ökumaður nær að leggja í bílastæðið sem við ætluðum okkur. Þannig verðum við fremur reið í tengslum við hindranir sem koma í veg fyrir að við náum mikilvægum markmiðum (eins og að sjá sér og sínum farborða) en pirruð út af hindrunum sem koma í veg fyrir að við náum léttvægari markmiðum (eins og að leggja bíl í stæði).

Að vera pirraður eða gramur er ef til vill eins konar forstig reiðinnar þar sem manni finnst sem á hlut manns sé gert án þess að maður hafi, eða geti, gert upp við sig hvort einhver sé ábyrgur fyrir því eða hafi gert það af ásettu ráði. Bandaríski sálfræðingurinn Averill gerði rannsókn þar sem hann bað fólk um að skrá í dagbók aðstæður og tilefni þess að það reiddist eða því varð gramt í geði (sem Averill nefndi á enskunni „annoyance“). Nokkur þeirra atriða sem greindu hér á milli voru samkvæmt Averill: Fólki finnst erfiðara að hafa hemil á reiðinni en gremju og gremja er tíðari en reiði. Reiði er oftar gefin til kynna með árásum í orðum eða með svipbrigðum en gremja og reiðinni fylgir oftar löngun til þess að hefna fyrir misgerðir. Reiðin leiðir einnig frekar til þess að aðstæður breytast en gremja.

En af hverju virðist svo sem við verðum stundum venju fremur pirruð, gröm eða önug og látum alls konar smámuni pirra okkur, fara í taugarnar á okkur eða gera okkur gramt í geði? Þegar svo stendur á höfum við allt á hornum okkar. Þetta gerist ekki síst ef okkur líður illa á einhvern hátt, erum illa sofin eða erum að flýta okkur. Þessu er ef til vill þannig farið vegna þess að vanlíðanin hefur í för með sér að túlkun okkar á því sem fram fer í kringum okkar skekkist á þann veg að við sjáum hindranir og mótlæti þar sem við sjáum venjulega aðeins verkefni sem við ráðum við að leysa. Þetta gerist bæði vegna þess að við höfum ef til vill minni getu til að takast á við vandann, skerta getu til að átta okkur á honum og vegna hins að vanlíðan (til dæmis vegna þrengsla, áhyggna, sársauka af ýmsu tagi) getur vakið upp neikvæðar minningar og hugmyndir um okkur sjálf, náungann og heiminn í kringum okkur sem aftur leiðir til túlkunar flestra atburða sem hindrana sem lagðar eru í leið okkar.

Heimildir

  • Averill, J.R. (1982). "Studies on anger and aggression: Implications for theories of emotion." American Psychologist, 38, 1145-1160.
  • Frijda, N. (1993). "Moods, emotion episodes and emotions." Í M. Lewis og J.M. Haviland (ritstj.), Handbook of emotions (bls. 381-403). Guilford Press, London.
  • Power, M., og Dalgleish, T. (1997). Cognition and emotion. Psychology Press.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna reiðist fólk?



Mynd: HB...