Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Eru fordómar til staðar á Íslandi?

Friðrik H. Jónsson

Orðið fordómur lýsir afstöðu til manna og málefna. Þrátt fyrir mikla notkun er merking hugtaksins þó ekki alltaf ljós. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (1985) og Íslenskri samheitaorðabók (1985) merkir orðið fordómur það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. Í sömu bókum kemur einnig fram að orðið sleggjudómur merkir órökstuddur dómur og að hleypidómalaus maður sé frjálshuga, frjálslyndur, kreddulaus og umburðarlyndur.

Orðabókaskilgreiningar duga skammt ef öðlast á skilning á því hvernig fordómar verka og hvers vegna þeir eru eins útbreiddir og raun ber vitni. Til dæmis er erfitt að skilja hvers vegna illa gengur að draga úr fordómum með því að auka fræðslu um það sem fordómarnir beinast að. Meginniðurstaða úr slíkum fræðsluherferðum er að þær draga úr fordómum hjá sumum. En hjá öðrum, sérstaklega þeim sem eru mjög fordómafullir, er allt eins líklegt að aukin fræðsla verði til þess að viðhalda fordómum eða styrkja þá.

Í rannsóknum á fordómum er algengast að skilgreina þá sem neikvæða eða jákvæða afstöðu til manna eða málefna, afstöðu sem eigi rætur sínar í alhæfingu um einkenni þeirra sem tilheyra tilteknum hópi (sjá nánari lýsingu á þessu í Jones, 1997). Af þessari skilgreiningu má ráða að fordómar eru hugsun sem er af svipuðu tagi og staðalmyndir (stereotypes) og viðhorf (attitudes).

Fordómar eru sívirkir vegna þess að þeir eru hluti af venjubundinni hugsun. Á hverju augnabliki eru í umhverfi manns ýmislegt sem hægt væri að beina athygli að og sem kalla má einu orði áreiti. Þessi áreiti eru fleiri en svo að hægt sé að taka eftir þeim öllum og því eru sum valin úr. Áður en tiltekið áreiti nær meðvitund er það flokkað, því gefin merking og á það lagt mat. Koma þar við sögu staðalmyndir, fordómar og viðhorf. Þetta mat er ekki háð vilja heldur er það ómeðvitað og sjálfvirkt.

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á sjálfvirkum áhrifum fordóma. Sem dæmi má nefna rannsókn Patriciu Devine (1989) sem sýnir mjög skýrt hvernig sjálfvirkni fordóma kemur stundum upp um fólk. Í þeirri rannsókn voru borin saman viðbrögð þeirra sem sögðust hafa mikla fordóma og þeirra sem sögðust hafa litla fordóma í garð svertingja. Þegar þátttakendur í rannsókninni voru settir í aðstæður sem kröfðust skjótra viðbragða varð hegðun beggja hópa fordómafull. Svo virtist sem margir þeirra sem sögðust vera fordómalitlir héldu fordómunum í skefjum og þegar ekki var ráðrúm til umhugsunar komu fordómarnir í ljós.

Þegar rannsóknir hófust á fordómum fyrir um 70 árum beindust þær meðal annars að því hvaða fólki viðmælendur vildu ekki hleypa nálægt sér (Bogardus, 1925). Niðurstöður úr slíkum rannsóknum í Bandaríkjunum sýndu meðal annars mjög skýrt fram á þá fordóma sem voru í garð svertingja, gyðinga og annarra minnihlutahópa þar í landi.

Gerðar hafa verið kannanir á afstöðu Íslendinga til ólíkra hópa fólks sem eru í svipuðum anda og rannsókn Bogardus. Í lífsgildakönnun Félagsvísindastofnunar (1999) var meðal annars spurt um afstöðu fólks til þess að hafa sígauna, múslima, gyðinga, innflytjendur og fólk af öðrum kynþætti sem nágranna. Niðurstaðan var að 3% viðmælenda vilja ekki hafa innflytjendur eða fólk af öðrum kynþætti sem nágranna, 4% vilja ekki hafa gyðinga sem nágranna, 9% vildu ekki hafa sígauna og 12% vilja ekki hafa múslima sem nágranna. Þessa afstöðu má hafa til marks um fordóma á Íslandi.

Í sömu könnun var einnig spurt um afstöðu til þess að hafa ýmsa aðra hópa sem nágranna. Árið 1999 voru 7% Íslendinga á móti því að hafa samkynhneigt fólk sem nágranna en 20% voru á móti því í samskonar könnun árið 1990. Afstaða til geðveikra hafði hins vegar lítið breyst á sama tímabili, 31% voru á móti því að hafa þá sem nágranna árið 1999 en 33% voru á móti því árið 1990.

Félagsvísindastofnun hefur einnig athugað afstöðu Íslendinga til þess að fólk af erlendu bergi brotið flytji til landsins. Um 30% Íslendinga vilja takmarka fjölda þeirra útlendinga sem leyft er að flytja til landsins, 31% er hlutlaus og 38% voru andvígir því að takmarka fjölda þeirra sem flytja til landsins. Af þeim sem vilja takmarka fjölda útlendinga sem flytja til landsins þá eru tveir þriðju á því að takmarka aðgang allra útlendinga en einn þriðji vill einvörðungu takmarka aðgang fólks sem hefur annan litarhátt, önnur trúarbrögð eða aðra menningu en Íslendingar hafa.

Niðurstaðan kemur varla á óvart. Það finnast fordómar á Íslandi enda eru þeir sívirkur hluti mannlegrar hugsunar. Það er svo breytilegt frá einum tíma til annars hvaða hópar verða fyrir fordómum og hvað þeir fordómar eru útbreiddir.

Heimildir

Bogardus, E. S. (1925), “Measuring social distances”, Journal of Applied Sociology, 9, 299-308.

Devine, P. G. (1989) “Stereotypes and prejudice: Their automatic and controlled components”, Journal of Personality and Social Psychology, 56, 5-18.

Jones, J. M. (1997), Prejudice and racism, New York: McGraw-Hill.

Lífsgildakönnun Félagsvísindastofnunar 1990 og 1999. Óútgefin gögn.



Mynd: HB

Höfundur

dósent í sálfræðiskor

Útgáfudagur

15.5.2002

Spyrjandi

Ólafía Jensdóttir
Friðrik Arnarson,
Guðrún Stefánsdóttir

Tilvísun

Friðrik H. Jónsson. „Eru fordómar til staðar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2386.

Friðrik H. Jónsson. (2002, 15. maí). Eru fordómar til staðar á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2386

Friðrik H. Jónsson. „Eru fordómar til staðar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2386>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru fordómar til staðar á Íslandi?
Orðið fordómur lýsir afstöðu til manna og málefna. Þrátt fyrir mikla notkun er merking hugtaksins þó ekki alltaf ljós. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (1985) og Íslenskri samheitaorðabók (1985) merkir orðið fordómur það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. Í sömu bókum kemur einnig fram að orðið sleggjudómur merkir órökstuddur dómur og að hleypidómalaus maður sé frjálshuga, frjálslyndur, kreddulaus og umburðarlyndur.

Orðabókaskilgreiningar duga skammt ef öðlast á skilning á því hvernig fordómar verka og hvers vegna þeir eru eins útbreiddir og raun ber vitni. Til dæmis er erfitt að skilja hvers vegna illa gengur að draga úr fordómum með því að auka fræðslu um það sem fordómarnir beinast að. Meginniðurstaða úr slíkum fræðsluherferðum er að þær draga úr fordómum hjá sumum. En hjá öðrum, sérstaklega þeim sem eru mjög fordómafullir, er allt eins líklegt að aukin fræðsla verði til þess að viðhalda fordómum eða styrkja þá.

Í rannsóknum á fordómum er algengast að skilgreina þá sem neikvæða eða jákvæða afstöðu til manna eða málefna, afstöðu sem eigi rætur sínar í alhæfingu um einkenni þeirra sem tilheyra tilteknum hópi (sjá nánari lýsingu á þessu í Jones, 1997). Af þessari skilgreiningu má ráða að fordómar eru hugsun sem er af svipuðu tagi og staðalmyndir (stereotypes) og viðhorf (attitudes).

Fordómar eru sívirkir vegna þess að þeir eru hluti af venjubundinni hugsun. Á hverju augnabliki eru í umhverfi manns ýmislegt sem hægt væri að beina athygli að og sem kalla má einu orði áreiti. Þessi áreiti eru fleiri en svo að hægt sé að taka eftir þeim öllum og því eru sum valin úr. Áður en tiltekið áreiti nær meðvitund er það flokkað, því gefin merking og á það lagt mat. Koma þar við sögu staðalmyndir, fordómar og viðhorf. Þetta mat er ekki háð vilja heldur er það ómeðvitað og sjálfvirkt.

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á sjálfvirkum áhrifum fordóma. Sem dæmi má nefna rannsókn Patriciu Devine (1989) sem sýnir mjög skýrt hvernig sjálfvirkni fordóma kemur stundum upp um fólk. Í þeirri rannsókn voru borin saman viðbrögð þeirra sem sögðust hafa mikla fordóma og þeirra sem sögðust hafa litla fordóma í garð svertingja. Þegar þátttakendur í rannsókninni voru settir í aðstæður sem kröfðust skjótra viðbragða varð hegðun beggja hópa fordómafull. Svo virtist sem margir þeirra sem sögðust vera fordómalitlir héldu fordómunum í skefjum og þegar ekki var ráðrúm til umhugsunar komu fordómarnir í ljós.

Þegar rannsóknir hófust á fordómum fyrir um 70 árum beindust þær meðal annars að því hvaða fólki viðmælendur vildu ekki hleypa nálægt sér (Bogardus, 1925). Niðurstöður úr slíkum rannsóknum í Bandaríkjunum sýndu meðal annars mjög skýrt fram á þá fordóma sem voru í garð svertingja, gyðinga og annarra minnihlutahópa þar í landi.

Gerðar hafa verið kannanir á afstöðu Íslendinga til ólíkra hópa fólks sem eru í svipuðum anda og rannsókn Bogardus. Í lífsgildakönnun Félagsvísindastofnunar (1999) var meðal annars spurt um afstöðu fólks til þess að hafa sígauna, múslima, gyðinga, innflytjendur og fólk af öðrum kynþætti sem nágranna. Niðurstaðan var að 3% viðmælenda vilja ekki hafa innflytjendur eða fólk af öðrum kynþætti sem nágranna, 4% vilja ekki hafa gyðinga sem nágranna, 9% vildu ekki hafa sígauna og 12% vilja ekki hafa múslima sem nágranna. Þessa afstöðu má hafa til marks um fordóma á Íslandi.

Í sömu könnun var einnig spurt um afstöðu til þess að hafa ýmsa aðra hópa sem nágranna. Árið 1999 voru 7% Íslendinga á móti því að hafa samkynhneigt fólk sem nágranna en 20% voru á móti því í samskonar könnun árið 1990. Afstaða til geðveikra hafði hins vegar lítið breyst á sama tímabili, 31% voru á móti því að hafa þá sem nágranna árið 1999 en 33% voru á móti því árið 1990.

Félagsvísindastofnun hefur einnig athugað afstöðu Íslendinga til þess að fólk af erlendu bergi brotið flytji til landsins. Um 30% Íslendinga vilja takmarka fjölda þeirra útlendinga sem leyft er að flytja til landsins, 31% er hlutlaus og 38% voru andvígir því að takmarka fjölda þeirra sem flytja til landsins. Af þeim sem vilja takmarka fjölda útlendinga sem flytja til landsins þá eru tveir þriðju á því að takmarka aðgang allra útlendinga en einn þriðji vill einvörðungu takmarka aðgang fólks sem hefur annan litarhátt, önnur trúarbrögð eða aðra menningu en Íslendingar hafa.

Niðurstaðan kemur varla á óvart. Það finnast fordómar á Íslandi enda eru þeir sívirkur hluti mannlegrar hugsunar. Það er svo breytilegt frá einum tíma til annars hvaða hópar verða fyrir fordómum og hvað þeir fordómar eru útbreiddir.

Heimildir

Bogardus, E. S. (1925), “Measuring social distances”, Journal of Applied Sociology, 9, 299-308.

Devine, P. G. (1989) “Stereotypes and prejudice: Their automatic and controlled components”, Journal of Personality and Social Psychology, 56, 5-18.

Jones, J. M. (1997), Prejudice and racism, New York: McGraw-Hill.

Lífsgildakönnun Félagsvísindastofnunar 1990 og 1999. Óútgefin gögn.



Mynd: HB...