Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er langt á milli jarðar og sólar?

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga. Jörðin gengur eftir sporbaug, ofurlítið ílöngum ferli sem líkist hring. Vegna þessa er fjarlægðin til sólu ekki alltaf sú sama, þótt ekki muni miklu.

Mesta fjarlægð jarðar frá sólu eru 152,1 milljón kílómetrar sem er um þremur hundraðshlutum meira en minnsta fjarlægðin, 147,1 milljón kílómetrar. Þessi munur er það lítill að hann hefur ekki teljandi áhrif á veðurfar á jörðu.

Það er kallað sólfirrð (aphelion) þegar jörðin er fjærst sólu en sólnánd (perihelion) þegar hún er næst sól. Jörðin er í sólnánd um miðjan janúar. Þá er hraði hennar mestur eftir brautinni og er það í samræmi við annað lögmál Keplers. Sólin virðist þá hreyfast örlítið hraðar eftir himninum en ella og munurinn á sólarhringnum í sólnánd og sólfirrð er um 16 sekúndur.

Yfirleitt þegar talað er um fjarlægð jarðar frá sólu er notuð meðalfjarlægðin 149,6 milljón kílómetrar. Þessi vegalengd er kölluð stjarnfræðieining (e. astronomical unit, skammstafað AU) og er talsvert notuð þegar lýsa á fjarlægðum innan sólkerfisins. Það getur til dæmis verið hentugra og meira lýsandi að segja að fjarlægð Plútó frá sólu sé 39,5 AU heldur en að fjarlægðin sé 5.916.000.000 kílómetrar.

Eins og gildir um flestar vegalengdir í geimnum getur verið erfitt að átta sig á því hve mikil þessi fjarlægð er í raun. Því má nefna til samanburðar að þetta er rúmlega 3700 sinnum meira en ummál jarðar, sem þýðir til dæmis að þota sem flýgur á 1000 km hraða á klukkustund, og væri því innan við tvo sólarhringa að fljúga umhverfis jörðina, væri 17 ár að fljúga til sólar ef hún gæti flogið í geimnum með sama hraða.

Höfundar

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

17.3.2000

Spyrjandi

Guðfinnur Sveinsson, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er langt á milli jarðar og sólar?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=245.

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 17. mars). Hvað er langt á milli jarðar og sólar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=245

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er langt á milli jarðar og sólar?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=245>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er langt á milli jarðar og sólar?
Braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga. Jörðin gengur eftir sporbaug, ofurlítið ílöngum ferli sem líkist hring. Vegna þessa er fjarlægðin til sólu ekki alltaf sú sama, þótt ekki muni miklu.

Mesta fjarlægð jarðar frá sólu eru 152,1 milljón kílómetrar sem er um þremur hundraðshlutum meira en minnsta fjarlægðin, 147,1 milljón kílómetrar. Þessi munur er það lítill að hann hefur ekki teljandi áhrif á veðurfar á jörðu.

Það er kallað sólfirrð (aphelion) þegar jörðin er fjærst sólu en sólnánd (perihelion) þegar hún er næst sól. Jörðin er í sólnánd um miðjan janúar. Þá er hraði hennar mestur eftir brautinni og er það í samræmi við annað lögmál Keplers. Sólin virðist þá hreyfast örlítið hraðar eftir himninum en ella og munurinn á sólarhringnum í sólnánd og sólfirrð er um 16 sekúndur.

Yfirleitt þegar talað er um fjarlægð jarðar frá sólu er notuð meðalfjarlægðin 149,6 milljón kílómetrar. Þessi vegalengd er kölluð stjarnfræðieining (e. astronomical unit, skammstafað AU) og er talsvert notuð þegar lýsa á fjarlægðum innan sólkerfisins. Það getur til dæmis verið hentugra og meira lýsandi að segja að fjarlægð Plútó frá sólu sé 39,5 AU heldur en að fjarlægðin sé 5.916.000.000 kílómetrar.

Eins og gildir um flestar vegalengdir í geimnum getur verið erfitt að átta sig á því hve mikil þessi fjarlægð er í raun. Því má nefna til samanburðar að þetta er rúmlega 3700 sinnum meira en ummál jarðar, sem þýðir til dæmis að þota sem flýgur á 1000 km hraða á klukkustund, og væri því innan við tvo sólarhringa að fljúga umhverfis jörðina, væri 17 ár að fljúga til sólar ef hún gæti flogið í geimnum með sama hraða....