Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim?

Jón Már Halldórsson

Spyrjandinn vill líklega vita hvar frjóvguð egg eru geymd því ófrjóvguð egg eru í eggjastokkum kvenfugla líkt og er raunin á meðal annara kvendýra.

En til þess að geta svarað spurningunni er nauðsynlegt að fjalla fyrst um æxlunarfæri kvenfuglsins. Langflestar fuglategundir eru aðeins með einn eggjaleiðara og eggrás en kvenspendýr eru yfirleitt með tvo. Ein af fáum undantekningum á meðal fugla eru ránfuglar sem hafa tvo eggjastokka og eggjaleiðara.

Úr eggjastokki liggur eggjaleiðari niður í gotraufina sem er sameiginlegur þvag, æxlunar- og þarfagangur fugla. Hjá flestum spendýrum er þetta aðskilið en sameiginlegir gangar þekkjast einnig á meðal fiska.

Karlfuglar hafa ekki getnaðarlim heldur kynop. Kvenfuglarnir hafa einnig kynop. Við samfarir leggja fuglarnir þessi op upp að hvort öðru og sæði karlfuglsins flyst yfir í kvenfuglinn. Samfarirnar taka oftast mjög stuttan tíma, eða einungis fáeinar sekúndur.

Atburðarásin sem fer af stað eftir að eggið hefur frjóvgast hefur verið nokkuð vel rannsökuð hjá hænsnfuglum. Þegar egg hefur verið frjóvgað berst það niður eggjaleiðarann á um sólahring. Á leiðinni tekur eggið út þann þroska sem þarf til þess að geta haldið áfram að þroskast utan líkama móðurinnar. Til dæmis hjúpast eggið eggjahvítu (e.albumen) um þremur klukkustundum eftir frjóvgun á svæði í eggjaleiðaranum sem nefnist magnum sem liggur næst eggjastokknum. Því næst berst eggið niður á svæði sem kallast á fræðimáli isthmus. Þar myndast himnur og skurn um eggið. Þetta gerist á nokkuð stuttum tíma eða á einni klukkustund. Síðasti áfanginn er í legi kvenfuglsins en þaðan berst eggið niður í gotraufina. Í leginu bætast litarefni á eggið sem gefur þeim tegundabundið mynstur. Eggið er í leginu í um 20 klukkustundir eða þar til það fer niður í gotraufarholið þaðan sem því er svo verpt.

Nú má ljóst vera að ekki hægt að segja að eggin séu "geymd" í kvenfuglinum áður en þeim er verpt því frjóvgað egg fer í gegnum ákveðið ferli sem lýkur með varpi. Ferlið tekur um sólarhring hjá hænsfuglum.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.6.2002

Spyrjandi

Ólafur Ólafsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? “ Vísindavefurinn, 11. júní 2002. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2480.

Jón Már Halldórsson. (2002, 11. júní). Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2480

Jón Már Halldórsson. „Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? “ Vísindavefurinn. 11. jún. 2002. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2480>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim?
Spyrjandinn vill líklega vita hvar frjóvguð egg eru geymd því ófrjóvguð egg eru í eggjastokkum kvenfugla líkt og er raunin á meðal annara kvendýra.

En til þess að geta svarað spurningunni er nauðsynlegt að fjalla fyrst um æxlunarfæri kvenfuglsins. Langflestar fuglategundir eru aðeins með einn eggjaleiðara og eggrás en kvenspendýr eru yfirleitt með tvo. Ein af fáum undantekningum á meðal fugla eru ránfuglar sem hafa tvo eggjastokka og eggjaleiðara.

Úr eggjastokki liggur eggjaleiðari niður í gotraufina sem er sameiginlegur þvag, æxlunar- og þarfagangur fugla. Hjá flestum spendýrum er þetta aðskilið en sameiginlegir gangar þekkjast einnig á meðal fiska.

Karlfuglar hafa ekki getnaðarlim heldur kynop. Kvenfuglarnir hafa einnig kynop. Við samfarir leggja fuglarnir þessi op upp að hvort öðru og sæði karlfuglsins flyst yfir í kvenfuglinn. Samfarirnar taka oftast mjög stuttan tíma, eða einungis fáeinar sekúndur.

Atburðarásin sem fer af stað eftir að eggið hefur frjóvgast hefur verið nokkuð vel rannsökuð hjá hænsnfuglum. Þegar egg hefur verið frjóvgað berst það niður eggjaleiðarann á um sólahring. Á leiðinni tekur eggið út þann þroska sem þarf til þess að geta haldið áfram að þroskast utan líkama móðurinnar. Til dæmis hjúpast eggið eggjahvítu (e.albumen) um þremur klukkustundum eftir frjóvgun á svæði í eggjaleiðaranum sem nefnist magnum sem liggur næst eggjastokknum. Því næst berst eggið niður á svæði sem kallast á fræðimáli isthmus. Þar myndast himnur og skurn um eggið. Þetta gerist á nokkuð stuttum tíma eða á einni klukkustund. Síðasti áfanginn er í legi kvenfuglsins en þaðan berst eggið niður í gotraufina. Í leginu bætast litarefni á eggið sem gefur þeim tegundabundið mynstur. Eggið er í leginu í um 20 klukkustundir eða þar til það fer niður í gotraufarholið þaðan sem því er svo verpt.

Nú má ljóst vera að ekki hægt að segja að eggin séu "geymd" í kvenfuglinum áður en þeim er verpt því frjóvgað egg fer í gegnum ákveðið ferli sem lýkur með varpi. Ferlið tekur um sólarhring hjá hænsfuglum.

...