Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?

Einar Örn Þorvaldsson



Sápuóperur eru kallaðar svo vegna þess að í Bandaríkjunum voru framleiðendur sápu og þvottaefna lengi vel helstu styrktaraðilar þáttanna.

Í sápuóperum leika oft sömu leikarar árum saman og áhersla er lögð á að koma til skila samfelldri sögu. Samtöl einkenna sápuóperur frekar en spenna og hraði og einkum er einblínt á sambönd og samskipti fólks, oft á melódramatískan hátt. Þótt sagan sé yfirleitt samfelld eru sápuóperur gjarnan þannig gerðar að nýr áhorfandi getur án mikilla erfiðleika sett sig inn í atburðarásina.

Hinar svokölluðu sápuóperur komu fyrst fram á fjórða áratug síðustu aldar og voru þá 15 mínútna þættir sem útvarpað var á daginn. Sjónvarpið tók svo við snemma á sjötta áratugnum og lengdust þættirnir þá um helming. Þeir náðu nokkrum vinsældum og um miðjan sjötta áratuginn voru sápuóperur bróðurpartur útsendinga sjónvarps seint um morgun og seinnipart dags.

Fyrst um sinn fjölluðu dæmigerðar bandarískar sápuóperur um miðstéttarfólk í smábæjum. Sögusviðið var gjarnan innandyra, annaðhvort á skrifstofu eða heimili en þó blönduðust dagleg störf sjaldnast inn í þættina. Ofbeldi eða misgjörðir gagnvart öðrum komu nokkuð við sögu, en aldrei var slíkt sýnt. Samtöl voru tilfinningaþrungin en þó stundum gamansöm.

Sápurnar breyttust með tíðarandanum og um 1970 voru mál eins og fóstureyðingar, eiturlyfjanotkun, heimilisofbeldi og kynsjúkdómar rædd opinskátt í þeim. Þá voru persónur einnig farnar að verða fjölbreyttari og fólk af öllum þjóðernum og kynþáttum sást í þáttunum, ekki aðeins hvítt enskumælandi fólk. Viðfangsefni voru þó þau sömu og fyrr, en tekið var beint á hlutum eins og framhjáhaldi, ofbeldi og glæpum, ólíkt því sem áður hafði verið. Sumir þáttanna lengdust upp í klukkutíma og voru jafnvel sýndir á besta tíma.

Svarið er þýdd og endursögð grein hjá Britannicu



Mynd af Dallas: Dallas - Les nouveaux épisodes

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.6.2002

Spyrjandi

Svanhildur Valdsdóttir

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2498.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 18. júní). Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2498

Einar Örn Þorvaldsson. „Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2498>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?


Sápuóperur eru kallaðar svo vegna þess að í Bandaríkjunum voru framleiðendur sápu og þvottaefna lengi vel helstu styrktaraðilar þáttanna.

Í sápuóperum leika oft sömu leikarar árum saman og áhersla er lögð á að koma til skila samfelldri sögu. Samtöl einkenna sápuóperur frekar en spenna og hraði og einkum er einblínt á sambönd og samskipti fólks, oft á melódramatískan hátt. Þótt sagan sé yfirleitt samfelld eru sápuóperur gjarnan þannig gerðar að nýr áhorfandi getur án mikilla erfiðleika sett sig inn í atburðarásina.

Hinar svokölluðu sápuóperur komu fyrst fram á fjórða áratug síðustu aldar og voru þá 15 mínútna þættir sem útvarpað var á daginn. Sjónvarpið tók svo við snemma á sjötta áratugnum og lengdust þættirnir þá um helming. Þeir náðu nokkrum vinsældum og um miðjan sjötta áratuginn voru sápuóperur bróðurpartur útsendinga sjónvarps seint um morgun og seinnipart dags.

Fyrst um sinn fjölluðu dæmigerðar bandarískar sápuóperur um miðstéttarfólk í smábæjum. Sögusviðið var gjarnan innandyra, annaðhvort á skrifstofu eða heimili en þó blönduðust dagleg störf sjaldnast inn í þættina. Ofbeldi eða misgjörðir gagnvart öðrum komu nokkuð við sögu, en aldrei var slíkt sýnt. Samtöl voru tilfinningaþrungin en þó stundum gamansöm.

Sápurnar breyttust með tíðarandanum og um 1970 voru mál eins og fóstureyðingar, eiturlyfjanotkun, heimilisofbeldi og kynsjúkdómar rædd opinskátt í þeim. Þá voru persónur einnig farnar að verða fjölbreyttari og fólk af öllum þjóðernum og kynþáttum sást í þáttunum, ekki aðeins hvítt enskumælandi fólk. Viðfangsefni voru þó þau sömu og fyrr, en tekið var beint á hlutum eins og framhjáhaldi, ofbeldi og glæpum, ólíkt því sem áður hafði verið. Sumir þáttanna lengdust upp í klukkutíma og voru jafnvel sýndir á besta tíma.

Svarið er þýdd og endursögð grein hjá Britannicu



Mynd af Dallas: Dallas - Les nouveaux épisodes...