Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku?

Ólafur Páll Jónsson

Á árunum milli stríða varð til öflug stefna í heimspeki sem kölluð hefur verið rökfræðileg raunhyggja. Stefna þessi átti rætur að rekja til nokkurra heimspekinga og vísindamanna sem bjuggu í Vínarborg og höfðu með sér félagsskap sem þeir kölluðu Vínarhringinn. Forystumaður Vínarhringsins var eðlisfræðingurinn Moritz Schlick, en auk hans má nefna Otto Neurath, Rudolf Carnap, Kurt Gödel og Alfred Ayer.

Ein meginhugmynd rökfræðilegrar raunhyggju var að leggja skyldi vísindalega mælikvarða á tilgátur heimspekinnar, og þar gegndi hugmyndin um sannreynslu lykilatriði. Af þessari hugmynd leiddu meðal annars róttækar efasemdir um hefðbundna frumspeki en lýsandi dæmi um þær er að finna í bók Alfreds Ayer, Mál, sannleikur og rökfræði (Language, Truth, and Logic).

Útgangspunktur Ayers eru aldagömul frumspekileg ágreiningsefni. En hann blandar sér ekki í þennan ágreining með því að taka afstöðu með einni stefnu og gegn annarri, til dæmis með eðlishyggju gegn efnishyggju, heldur leggur hann til atlögu við sjálfan ágreininginn. Hann spyr sjálfan sig: Hvernig má það vera að þessi ágreiningur hefur lifað af 2000 ár af heimspekilegum rökræðum? Hugboðið, sem hann hefur meðal annars frá Ludwig Wittgenstein, er að ágreiningurinn sé reistur á röngum forsendum.

Bók Wittgensteins Rökfræðileg ritgerð um heimspeki hafði gífurleg áhrif á félaga Vínarhringsins en þar gerði Wittgenstein þá hugmynd að staðhæfingar væru myndir af veruleikanum, að heimspekilegri kenningu. Hugmynd Wittgensteins var í senn einföld og eftir að hafa lesið Rökfræðilega ritgerð um heimspeki virtist mörgum þessi kenning næsta sjálfsögð. Tökum sem dæmi setninguna “Það er rigning”. Við getum sagt að þessi setning gefi okkur mynd af veðrinu; við vitum hvað hún segir og við vitum hvernig heimurinn þarf að vera til þess að setningin sé sönn eða ósönn.

Innblásinn af hugmyndum Wittgensteins taldi Ayer, eins og fleiri félagar Vínarhringsins, að staðhæfingar hefðbundinnar frumspeki væru ekki myndir af veruleikanum þar sem engar athuganir gætu leitt í ljós að þær væru annað hvort sannar eða ósannar. Niðurstaðan varð því sú að frumspekin væri merkingarlaus. Frumspekilegar setningar virðast láta í ljósi staðhæfingar, en þegar betur er að gáð láta þær ekki í ljósi neinar staðhæfingar. Á yfirborðinu líta þær út eins og myndir af veruleikanum því þær eru málfræðilega réttar og það er veruleikinn, og kannski öllu heldur innsta eðli hans, sem þær eiga að fjalla um, en þar sem engin leið er að ganga úr skugga um sanngildi þeirra eru þær í raun ekki myndir af veruleikanum. Þær eru ekki einusinni myndir af þykjustuveruleika eins og setningar í skáldsögu.

Gagnrýni Ayers á hefðbundna frumspeki byggist á tveimur atriðum. Í fyrra lagi skilgreinir hann próf fyrir það hvenær setningar tungumálsins eru merkingarbærar, það er hvenær þær geta talist gefa mynd af veruleika, og í seinna lagi færir hann rök fyrir því að setningar hefðbundinnar frumspeki falli á þessu prófi. Prófið fyrir það hvenær setningar eru merkingarbærar er grundvallaratriði í allri gagnrýni Ayers. Þetta próf er það sem Ayer kallaði sannreynslulögmálið (e. principle of verification) en í upphaflegri útgáfu er það svona:
Setning hefur staðreyndabundna merkingu fyrir tiltekinn mann ef og aðeins ef hann veit hvernig má sannreyna staðhæfinguna sem setningin reynir að láta í ljósi, þ.e. ef hann veit hvaða athugun myndi, við tilteknar kringumstæður, leiða hann til að fallast á staðhæfinguna sem sanna eða hafna henni sem ósannri.
Þær setningar sem hafa ekki staðreyndabundna merkingu segja okkur ekkert um heiminn – þær eru ekki myndir af neinu – og ef þær eru ekki rökfræðilegar klifanir eins og setningin “það er rigning eða það er ekki rigning” þá eru þær merkingarlausar.

Sannreynslulögmál Ayers átti að þjóna þeim tilgangi að skera úr um hvenær setningar væru merkingarbærar og hvenær ekki. Þessu lögmáli svipar nokkuð til hrekjanleikalögmáls Karls Popper sem segir að kenning teljist þá aðeins vísindaleg að það sé að minnsta kosti mögulegt að hrekja hana. Í greininni “Ágiskanir og afsannanir” orðar Popper þetta þannig að
... það sem ákvarðar vísindalegt gildi kenningar sé hversu opin hún er fyrir ógildingu, þ.e. hrekjanleiki hennar eða prófanleiki.
Markmið Poppers var nokkuð annað en Ayers. Popper hugsaði hrekjanleika lögmál sitt ekki sem tæki til að skilja á milli merkingarbærra og merkingarlausra setninga, heldur sem tæki til að skilja á milli alvöru vísinda og gervivísinda og þar sem tilgáta getur vel verið merkingarbær þótt hún sé óvísindaleg er viðmið Poppers ekki eins afdrifaríkt og viðmið Ayers.

Í dag myndu fáir verja kenningar rökfræðilegrar raunhyggju í þeirri mynd sem þær voru settar fram á millistríðsárunum. Að því leyti hefur stefnan runnið sitt skeið á enda. Hins vegar hafði stefnan gífurleg áhrif bæði í Bretlandi og í Norður Ameríku, og raunhyggjuheimpseki samtímans, eins og hún birtist til dæmis í verkum bandaríska heimspekingsins W.V. Quines, er rökrétt framhald af kenningum rökfræðilegrar raunhyggju.

Heimildir

Alfred J. Ayer, Language, Truth, and Logic, önnur útgáfa, Dover 1946.

Ludwig Wittgenstein, Bláa bókin, Þorbergur Þórsson þýddi með inngangi eftir Þorstein Gylfason, Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998.

Gunnar Skirbekk og Nils Gilje Heimspekisaga, Stefán Hörleifsson þýddi, Háskólaútgáfan 1999.

Á Heimspekivefnum má nálgast greinar um og eftir Wittgenstein, Popper og Quine.

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

24.6.2002

Spyrjandi

Sigurður Gunnarsson

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2002. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2519.

Ólafur Páll Jónsson. (2002, 24. júní). Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2519

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2002. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2519>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku?
Á árunum milli stríða varð til öflug stefna í heimspeki sem kölluð hefur verið rökfræðileg raunhyggja. Stefna þessi átti rætur að rekja til nokkurra heimspekinga og vísindamanna sem bjuggu í Vínarborg og höfðu með sér félagsskap sem þeir kölluðu Vínarhringinn. Forystumaður Vínarhringsins var eðlisfræðingurinn Moritz Schlick, en auk hans má nefna Otto Neurath, Rudolf Carnap, Kurt Gödel og Alfred Ayer.

Ein meginhugmynd rökfræðilegrar raunhyggju var að leggja skyldi vísindalega mælikvarða á tilgátur heimspekinnar, og þar gegndi hugmyndin um sannreynslu lykilatriði. Af þessari hugmynd leiddu meðal annars róttækar efasemdir um hefðbundna frumspeki en lýsandi dæmi um þær er að finna í bók Alfreds Ayer, Mál, sannleikur og rökfræði (Language, Truth, and Logic).

Útgangspunktur Ayers eru aldagömul frumspekileg ágreiningsefni. En hann blandar sér ekki í þennan ágreining með því að taka afstöðu með einni stefnu og gegn annarri, til dæmis með eðlishyggju gegn efnishyggju, heldur leggur hann til atlögu við sjálfan ágreininginn. Hann spyr sjálfan sig: Hvernig má það vera að þessi ágreiningur hefur lifað af 2000 ár af heimspekilegum rökræðum? Hugboðið, sem hann hefur meðal annars frá Ludwig Wittgenstein, er að ágreiningurinn sé reistur á röngum forsendum.

Bók Wittgensteins Rökfræðileg ritgerð um heimspeki hafði gífurleg áhrif á félaga Vínarhringsins en þar gerði Wittgenstein þá hugmynd að staðhæfingar væru myndir af veruleikanum, að heimspekilegri kenningu. Hugmynd Wittgensteins var í senn einföld og eftir að hafa lesið Rökfræðilega ritgerð um heimspeki virtist mörgum þessi kenning næsta sjálfsögð. Tökum sem dæmi setninguna “Það er rigning”. Við getum sagt að þessi setning gefi okkur mynd af veðrinu; við vitum hvað hún segir og við vitum hvernig heimurinn þarf að vera til þess að setningin sé sönn eða ósönn.

Innblásinn af hugmyndum Wittgensteins taldi Ayer, eins og fleiri félagar Vínarhringsins, að staðhæfingar hefðbundinnar frumspeki væru ekki myndir af veruleikanum þar sem engar athuganir gætu leitt í ljós að þær væru annað hvort sannar eða ósannar. Niðurstaðan varð því sú að frumspekin væri merkingarlaus. Frumspekilegar setningar virðast láta í ljósi staðhæfingar, en þegar betur er að gáð láta þær ekki í ljósi neinar staðhæfingar. Á yfirborðinu líta þær út eins og myndir af veruleikanum því þær eru málfræðilega réttar og það er veruleikinn, og kannski öllu heldur innsta eðli hans, sem þær eiga að fjalla um, en þar sem engin leið er að ganga úr skugga um sanngildi þeirra eru þær í raun ekki myndir af veruleikanum. Þær eru ekki einusinni myndir af þykjustuveruleika eins og setningar í skáldsögu.

Gagnrýni Ayers á hefðbundna frumspeki byggist á tveimur atriðum. Í fyrra lagi skilgreinir hann próf fyrir það hvenær setningar tungumálsins eru merkingarbærar, það er hvenær þær geta talist gefa mynd af veruleika, og í seinna lagi færir hann rök fyrir því að setningar hefðbundinnar frumspeki falli á þessu prófi. Prófið fyrir það hvenær setningar eru merkingarbærar er grundvallaratriði í allri gagnrýni Ayers. Þetta próf er það sem Ayer kallaði sannreynslulögmálið (e. principle of verification) en í upphaflegri útgáfu er það svona:
Setning hefur staðreyndabundna merkingu fyrir tiltekinn mann ef og aðeins ef hann veit hvernig má sannreyna staðhæfinguna sem setningin reynir að láta í ljósi, þ.e. ef hann veit hvaða athugun myndi, við tilteknar kringumstæður, leiða hann til að fallast á staðhæfinguna sem sanna eða hafna henni sem ósannri.
Þær setningar sem hafa ekki staðreyndabundna merkingu segja okkur ekkert um heiminn – þær eru ekki myndir af neinu – og ef þær eru ekki rökfræðilegar klifanir eins og setningin “það er rigning eða það er ekki rigning” þá eru þær merkingarlausar.

Sannreynslulögmál Ayers átti að þjóna þeim tilgangi að skera úr um hvenær setningar væru merkingarbærar og hvenær ekki. Þessu lögmáli svipar nokkuð til hrekjanleikalögmáls Karls Popper sem segir að kenning teljist þá aðeins vísindaleg að það sé að minnsta kosti mögulegt að hrekja hana. Í greininni “Ágiskanir og afsannanir” orðar Popper þetta þannig að
... það sem ákvarðar vísindalegt gildi kenningar sé hversu opin hún er fyrir ógildingu, þ.e. hrekjanleiki hennar eða prófanleiki.
Markmið Poppers var nokkuð annað en Ayers. Popper hugsaði hrekjanleika lögmál sitt ekki sem tæki til að skilja á milli merkingarbærra og merkingarlausra setninga, heldur sem tæki til að skilja á milli alvöru vísinda og gervivísinda og þar sem tilgáta getur vel verið merkingarbær þótt hún sé óvísindaleg er viðmið Poppers ekki eins afdrifaríkt og viðmið Ayers.

Í dag myndu fáir verja kenningar rökfræðilegrar raunhyggju í þeirri mynd sem þær voru settar fram á millistríðsárunum. Að því leyti hefur stefnan runnið sitt skeið á enda. Hins vegar hafði stefnan gífurleg áhrif bæði í Bretlandi og í Norður Ameríku, og raunhyggjuheimpseki samtímans, eins og hún birtist til dæmis í verkum bandaríska heimspekingsins W.V. Quines, er rökrétt framhald af kenningum rökfræðilegrar raunhyggju.

Heimildir

Alfred J. Ayer, Language, Truth, and Logic, önnur útgáfa, Dover 1946.

Ludwig Wittgenstein, Bláa bókin, Þorbergur Þórsson þýddi með inngangi eftir Þorstein Gylfason, Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998.

Gunnar Skirbekk og Nils Gilje Heimspekisaga, Stefán Hörleifsson þýddi, Háskólaútgáfan 1999.

Á Heimspekivefnum má nálgast greinar um og eftir Wittgenstein, Popper og Quine.

...