Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum?

Ulrika Andersson

District of Columbia er í dag í raun það sama og bandaríska höfuðborgin Washington DC. En stafirnir DC eru einmitt skammstöfun fyrir District of Columbia. Utan Bandaríkjanna er borgin yfirleitt kölluð Washington, en fólkið sem býr þar kallar hana yfirleitt “The District”.

Sögu höfuðborgar Bandaríkjanna má rekja til þess að ákveðið var árið 1790 að búa til alríki í landinu. Höfuðborg þess átti að vera í miðju alríkinu eins og það var þá. Þar skyldi vera aðsetur ríkisstjórnar og aðrar stofnanir sem tilheyra höfuðborgum. Fyrsti forseti Bandaríkjanna, George Washington, valdi borginni stað nálægt ánum Potomac og Anacostia og heitir borgin í höfuðið á honum. Kringum hana var svokallað umdæmi (district) sem fékk nafn landkönnuðarins Kristófers Kólumbusar.

Franski arkitektinn Pierre Charles L’Enfant hannaði skipulag borgarinnar. Hún óx hratt meðan bandaríska borgarastríðið geisaði á árunum 1861-65 en einnig eftir að því lauk. Vegna þessa var ákveðið árið 1871 að sameina Wasington og the District of Columbia í eina stjórneiningu. Gamla höfuðborgin Washington er í raun það sem í dag kallast miðbær Washington DC.

Í Bandaríkjunum eru núna 50 ríki (states) sem eru líka stundum kölluð fylki á íslensku. Þau hafa verulega sjálfstjórn í eigin málum og í hverju þeirra er ríkisstjóri, ríkisstjórn, þing og höfuðborg. Auk þeirra er eitt alríkisumdæmi (Federal District) í Bandaríkjunum, District of Columbia. Fyrir hvert ríki er ein stjarna í bandaríska fánanum en ekki fyrir Umdæmið District of Columbia. Umdæmið á heldur ekki fulltrúa á alríkisþingi Bandaríkjanna (Congress). Upphaflega hugsunin bak við þá skipan mála mun hafa verið sú að Umdæmið hefði þegar svo mikil völd.

Heimildir

Encarta

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

25.6.2002

Spyrjandi

Þorbergur Gíslason, fæddur 1985

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum? “ Vísindavefurinn, 25. júní 2002. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2528.

Ulrika Andersson. (2002, 25. júní). Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2528

Ulrika Andersson. „Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum? “ Vísindavefurinn. 25. jún. 2002. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2528>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum?
District of Columbia er í dag í raun það sama og bandaríska höfuðborgin Washington DC. En stafirnir DC eru einmitt skammstöfun fyrir District of Columbia. Utan Bandaríkjanna er borgin yfirleitt kölluð Washington, en fólkið sem býr þar kallar hana yfirleitt “The District”.

Sögu höfuðborgar Bandaríkjanna má rekja til þess að ákveðið var árið 1790 að búa til alríki í landinu. Höfuðborg þess átti að vera í miðju alríkinu eins og það var þá. Þar skyldi vera aðsetur ríkisstjórnar og aðrar stofnanir sem tilheyra höfuðborgum. Fyrsti forseti Bandaríkjanna, George Washington, valdi borginni stað nálægt ánum Potomac og Anacostia og heitir borgin í höfuðið á honum. Kringum hana var svokallað umdæmi (district) sem fékk nafn landkönnuðarins Kristófers Kólumbusar.

Franski arkitektinn Pierre Charles L’Enfant hannaði skipulag borgarinnar. Hún óx hratt meðan bandaríska borgarastríðið geisaði á árunum 1861-65 en einnig eftir að því lauk. Vegna þessa var ákveðið árið 1871 að sameina Wasington og the District of Columbia í eina stjórneiningu. Gamla höfuðborgin Washington er í raun það sem í dag kallast miðbær Washington DC.

Í Bandaríkjunum eru núna 50 ríki (states) sem eru líka stundum kölluð fylki á íslensku. Þau hafa verulega sjálfstjórn í eigin málum og í hverju þeirra er ríkisstjóri, ríkisstjórn, þing og höfuðborg. Auk þeirra er eitt alríkisumdæmi (Federal District) í Bandaríkjunum, District of Columbia. Fyrir hvert ríki er ein stjarna í bandaríska fánanum en ekki fyrir Umdæmið District of Columbia. Umdæmið á heldur ekki fulltrúa á alríkisþingi Bandaríkjanna (Congress). Upphaflega hugsunin bak við þá skipan mála mun hafa verið sú að Umdæmið hefði þegar svo mikil völd.

Heimildir

Encarta...