Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu?

Þórarinn Sveinsson

Fátt bendir til þess að mjólkursýra hafi með beinum hætti neikvæð áhrif á uppbyggingu vöðva þó ekki sé hægt að útiloka það alveg. Þegar mjólkursýrumyndun er hins vegar orðin mjög mikil í vöðvum, breytast oftast ýmsir aðrir þættir á sama tíma í líkamanum eins og til dæmis blóðstyrkur ýmissa hormóna. Þessar breytingar eru ekki í beinum tengslum við mjólkursýrumyndunina eftir því sem best er vitað, með nokkrum undantekningum þó. Til dæmis getur adrenalín örvað myndun á mjólkursýru og mjólkursýra dregur úr fitubrennslu. Hvorugt virðist þó hafa áhrif á hámarksafköst.

Mjólkursýrumyndun í vöðvum við áreynslu hefur löngum verið ranglega talin aðal sökudólgur alls ills varðandi vöðva. Þrátt fyrr að rannsóknir hafi sýnt fram á hið gagnstæða, kemur enn fyrir að mjólkursýru sé kennt um harðsperrur í vöðvum. Þá hefur löngum verið talið að mjólkursýra sé ein aðalorsök fyrir þreytutilfinningu og máttleysi í vöðvum við áreynslu af miðlungs og mikilli ákefð. Rannsóknir á undanförnum árum hafa bent til þess að svo sé ekki heldur séu það aðrir þættir í vöðvunum sem valda slíkum áhrifum Má þar meðal annars nefna uppsöfnun fosfata (PO4-2) og breytingar í kalíumjafnvægi yfir frumuhimnuna. Rannsókn sem birtist á síðasta ári (2001) bendir hins vegar til þess að mjólkursýra geti verið verndandi gagnvart þreytu sem stafar af breytingum á kalíumjafnvægi yfir frumuhimnuna.

Mjólkursýra klofnar í mjólkursýrujón (La–) og prótónu (H+) hvort sem mjólkursýran er áfram í innanfrumuvökva þeirrar frumu sem myndar hana eða hún flyst yfir í utanfrumuvökva. Við uppsöfnun á mjólkursýru í líkamanum geta bæði mjólkursýrujónin og prótónan haft áhrif á líkamsstarfsemina óháð hvor annarri, en þó eru áhrifin oftast rakin til prótónunnar og þeirra breytinga á sýrustigi sem hún getur valdið. Það gerist hins vegar aðeins við talsvert mikla uppsöfnun mjólkursýru. Á meðan uppsöfnunin er ekki því meiri, binda svokölluð bufferkerfi prótónuna og engin breyting verður á sýrustiginu. Þegar uppsöfnunin verður meiri en svo að bufferkerfi geti bundið prótónuna er hætta á að sýrustigið raskist.

Nýleg rannsókn sýndi að tveggja daga viðvarandi súrnun í utanfrumvökva hafði neikvæð áhrif á prótein magn í vöðvum. Slík súrnun getur fylgt ýmsum sjúkdómum eins og til dæmis sumum nýrnasjúkdómum. Súrnunin var framkölluð með inntöku á ammóníum klóríði hjá heilbrigðum einstaklingum. Mjög vafasamt er þó að yfirfæra þessa niðurstöðu yfir á þá skammtíma súrnun sem á sér stað í áreynslu af mikilli ákefð. Ástæða er þó til að kanna þátt súrnunar í vöðvum í mikilli áreynslu betur í rannsóknum til þess að sjá hvaða áhrif hún hefur á uppbyggingu vöðva og endurheimt.

Áreynsla af mikilli ákefð veldur vöðvaskemmdum, sérstaklega þegar um er að ræða hreyfingar sem viðkomandi er ekki vanur að framkvæma, alveg óháð því hvort mjólkursýra myndast eða ekki. Slíkt er augljóslega ekki uppbyggjandi fyrir vöðva. Hins vegar hefur það sýnt sig að þetta veldur því að vöðvarnir verða sterkari og stundum stærri eftir að gert er við slíkar skemmdir, ef aðrir þættir eins og næring og hvíld eru í lagi. Vitað er að vöðvateygjur og létt áreynsla hafa jákvæð áhrif á enduruppbyggingu vöðva en óljóst er hvaða þættir það eru sem miðla slíkum áhrifum. Ekkert bendir þó til þess að mjólkursýra skipti þar einhverju máli.

Vitað er að hormón hafa áhrif á uppbyggingu vöðva. Testósterón örvar uppbyggingu vöðva en vaxtarhormón og insúlín eru einnig mjög mikilvæg hormón fyrir vöðvauppbyggingu. Hormónið kortisól hvetur hins vegar til niðurbrots á vöðvum, það er niðurbrots á próteinum í vöðvafrumum. Auk þess hafa mörg önnur hormón áhrif á vöðvauppbyggingu en áhrif þeirra eru ekki talin eins mikilvæg. Talið er að hlutafallið á milli testósteróns og kortisóls sé einn mikilvægasti þátturinn í uppbyggingu og niðurbroti vöðva en margir aðrir þættir, eins og til dæmis næring, skipta líka máli. Fátt bendir þó til þess að mjólkursýra eða sýrustig komi þar mikið við sögu með beinum hætti.

Skoðið einnig:

Höfundur

Þórarinn Sveinsson

prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ

Útgáfudagur

27.6.2002

Spyrjandi

Ólafur Pálsson

Tilvísun

Þórarinn Sveinsson. „Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2539.

Þórarinn Sveinsson. (2002, 27. júní). Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2539

Þórarinn Sveinsson. „Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2539>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu?
Fátt bendir til þess að mjólkursýra hafi með beinum hætti neikvæð áhrif á uppbyggingu vöðva þó ekki sé hægt að útiloka það alveg. Þegar mjólkursýrumyndun er hins vegar orðin mjög mikil í vöðvum, breytast oftast ýmsir aðrir þættir á sama tíma í líkamanum eins og til dæmis blóðstyrkur ýmissa hormóna. Þessar breytingar eru ekki í beinum tengslum við mjólkursýrumyndunina eftir því sem best er vitað, með nokkrum undantekningum þó. Til dæmis getur adrenalín örvað myndun á mjólkursýru og mjólkursýra dregur úr fitubrennslu. Hvorugt virðist þó hafa áhrif á hámarksafköst.

Mjólkursýrumyndun í vöðvum við áreynslu hefur löngum verið ranglega talin aðal sökudólgur alls ills varðandi vöðva. Þrátt fyrr að rannsóknir hafi sýnt fram á hið gagnstæða, kemur enn fyrir að mjólkursýru sé kennt um harðsperrur í vöðvum. Þá hefur löngum verið talið að mjólkursýra sé ein aðalorsök fyrir þreytutilfinningu og máttleysi í vöðvum við áreynslu af miðlungs og mikilli ákefð. Rannsóknir á undanförnum árum hafa bent til þess að svo sé ekki heldur séu það aðrir þættir í vöðvunum sem valda slíkum áhrifum Má þar meðal annars nefna uppsöfnun fosfata (PO4-2) og breytingar í kalíumjafnvægi yfir frumuhimnuna. Rannsókn sem birtist á síðasta ári (2001) bendir hins vegar til þess að mjólkursýra geti verið verndandi gagnvart þreytu sem stafar af breytingum á kalíumjafnvægi yfir frumuhimnuna.

Mjólkursýra klofnar í mjólkursýrujón (La–) og prótónu (H+) hvort sem mjólkursýran er áfram í innanfrumuvökva þeirrar frumu sem myndar hana eða hún flyst yfir í utanfrumuvökva. Við uppsöfnun á mjólkursýru í líkamanum geta bæði mjólkursýrujónin og prótónan haft áhrif á líkamsstarfsemina óháð hvor annarri, en þó eru áhrifin oftast rakin til prótónunnar og þeirra breytinga á sýrustigi sem hún getur valdið. Það gerist hins vegar aðeins við talsvert mikla uppsöfnun mjólkursýru. Á meðan uppsöfnunin er ekki því meiri, binda svokölluð bufferkerfi prótónuna og engin breyting verður á sýrustiginu. Þegar uppsöfnunin verður meiri en svo að bufferkerfi geti bundið prótónuna er hætta á að sýrustigið raskist.

Nýleg rannsókn sýndi að tveggja daga viðvarandi súrnun í utanfrumvökva hafði neikvæð áhrif á prótein magn í vöðvum. Slík súrnun getur fylgt ýmsum sjúkdómum eins og til dæmis sumum nýrnasjúkdómum. Súrnunin var framkölluð með inntöku á ammóníum klóríði hjá heilbrigðum einstaklingum. Mjög vafasamt er þó að yfirfæra þessa niðurstöðu yfir á þá skammtíma súrnun sem á sér stað í áreynslu af mikilli ákefð. Ástæða er þó til að kanna þátt súrnunar í vöðvum í mikilli áreynslu betur í rannsóknum til þess að sjá hvaða áhrif hún hefur á uppbyggingu vöðva og endurheimt.

Áreynsla af mikilli ákefð veldur vöðvaskemmdum, sérstaklega þegar um er að ræða hreyfingar sem viðkomandi er ekki vanur að framkvæma, alveg óháð því hvort mjólkursýra myndast eða ekki. Slíkt er augljóslega ekki uppbyggjandi fyrir vöðva. Hins vegar hefur það sýnt sig að þetta veldur því að vöðvarnir verða sterkari og stundum stærri eftir að gert er við slíkar skemmdir, ef aðrir þættir eins og næring og hvíld eru í lagi. Vitað er að vöðvateygjur og létt áreynsla hafa jákvæð áhrif á enduruppbyggingu vöðva en óljóst er hvaða þættir það eru sem miðla slíkum áhrifum. Ekkert bendir þó til þess að mjólkursýra skipti þar einhverju máli.

Vitað er að hormón hafa áhrif á uppbyggingu vöðva. Testósterón örvar uppbyggingu vöðva en vaxtarhormón og insúlín eru einnig mjög mikilvæg hormón fyrir vöðvauppbyggingu. Hormónið kortisól hvetur hins vegar til niðurbrots á vöðvum, það er niðurbrots á próteinum í vöðvafrumum. Auk þess hafa mörg önnur hormón áhrif á vöðvauppbyggingu en áhrif þeirra eru ekki talin eins mikilvæg. Talið er að hlutafallið á milli testósteróns og kortisóls sé einn mikilvægasti þátturinn í uppbyggingu og niðurbroti vöðva en margir aðrir þættir, eins og til dæmis næring, skipta líka máli. Fátt bendir þó til þess að mjólkursýra eða sýrustig komi þar mikið við sögu með beinum hætti.

Skoðið einnig:...