Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hversu marga lítra af olíu þarf til að framleiða einn lítra af bensíni?

EÖÞ

Það fer eftir ýmsu hversu mikið af bensíni er hægt að vinna úr einni tunnu af hráolíu, til dæmis gerð hráolíunnar, vinnsluaðferð og aðstæðum. Hlutfallið getur verið frá 20% og upp í 75%. Eins og fram kemur í svari Ulriku Andersen og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni 'Hvað er olíutunnan margir lítrar?' er hver tunna af hráolíu 42 bandarísk gallon eða 159 lítrar. Með dæmigerðri vinnsluaðferð á einni tunnu af hráolíu fengjust 19 gallon eða 72 lítrar af bensíni. Til að svara spurningunni má segja að rúmlega tvo lítra af hráolíu þurfi til að búa til einn lítra af bensíni.


Rúmlega tvo lítra af hráolíu þarf til að búa til einn lítra af bensíni.

Magn annarra efna sem unnin eru úr hráolíu er háð sömu þáttum og magn bensíns. Úr hráolíu er auk bensíns meðal annars unnið metan og própan, leysar af ýmsum gerðum, dísilolía og olía til húshitunar, smurolíur, vax og asfalt til malbikunar. Þannig er öll hráolían nýtt og ekkert fer til spillis.

Mynd:


Þýtt og endursagt af vefsetrinu Discover.com sem tengt er Discovery sjónvarpsstöðinni.

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.9.2002

Spyrjandi

Árni Arent

Tilvísun

EÖÞ. „Hversu marga lítra af olíu þarf til að framleiða einn lítra af bensíni?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2545.

EÖÞ. (2002, 5. september). Hversu marga lítra af olíu þarf til að framleiða einn lítra af bensíni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2545

EÖÞ. „Hversu marga lítra af olíu þarf til að framleiða einn lítra af bensíni?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2545>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu marga lítra af olíu þarf til að framleiða einn lítra af bensíni?
Það fer eftir ýmsu hversu mikið af bensíni er hægt að vinna úr einni tunnu af hráolíu, til dæmis gerð hráolíunnar, vinnsluaðferð og aðstæðum. Hlutfallið getur verið frá 20% og upp í 75%. Eins og fram kemur í svari Ulriku Andersen og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni 'Hvað er olíutunnan margir lítrar?' er hver tunna af hráolíu 42 bandarísk gallon eða 159 lítrar. Með dæmigerðri vinnsluaðferð á einni tunnu af hráolíu fengjust 19 gallon eða 72 lítrar af bensíni. Til að svara spurningunni má segja að rúmlega tvo lítra af hráolíu þurfi til að búa til einn lítra af bensíni.


Rúmlega tvo lítra af hráolíu þarf til að búa til einn lítra af bensíni.

Magn annarra efna sem unnin eru úr hráolíu er háð sömu þáttum og magn bensíns. Úr hráolíu er auk bensíns meðal annars unnið metan og própan, leysar af ýmsum gerðum, dísilolía og olía til húshitunar, smurolíur, vax og asfalt til malbikunar. Þannig er öll hráolían nýtt og ekkert fer til spillis.

Mynd:


Þýtt og endursagt af vefsetrinu Discover.com sem tengt er Discovery sjónvarpsstöðinni....