Með bragðskyninu greinum við eingöngu súrt, salt, sætt og beiskt. Það bragð (flavour) sem við finnum af mat eða drykk er hins vegar samspil bragðskyns, það er að segja þess sem við skynjum með tungunni (taste), og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð, bragðast matur þess vegna öðruvísi, vegna þess að lyktina vantar. Það er þó ekkert að sjálfu bragðskyninu í slíkum tilfellum, það greinir áfram súrt, sætt, salt eða beiskt, en okkur finnst „bragðið“ annað en áður. Þeir sem tapa lyktarskyninu geta því haft eðlilegt bragðskyn en upplifa bragð á annan hátt en þeir sem einnig finna lykt.
Sjá einnig svar Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna hverfur lyktarskynið?
Frekari fróðleikur:
Mynd: Taste and Smell Clinic - Center for Molecular Nutrition and Sensory Disorders