Minnstu tígrisdýrin (Panthera tigris) tilheyra deilitegundum sem lifa á eyjum Indónesíu. Af þessum deilitegundum er Súmötru-tígurinn sú eina sem er enn við lýði. Um 1970 dó Jövu-tígrisdýrið (Panthera tigris sondaica) út og Balí-tígrisdýrið (Panthera tigris balica) varð útdautt árið 1937.
Súmötru-tígrisdýrið vegur um 90-150 kg og er stærðarmunur kynjanna töluverður, líkt og meðal annarra kattardýra. Hinar indónesísku deilitegundirnar voru svipaðar að stærð, jafnvel aðeins minni. Þessi tígrisdýr eru talsvert minni en afrísku ljónin (Panthera leo spp.) sem vega frá 130 kg upp í rúm 200 kg. Karlljónin eru rúmlega 120 cm á herðakamb en indónesísku tígrisdýrin eru vel undir 80-90 cm.

Á Indlandi er deilitegund ljóna sem nefnist á fræðimáli Panthera leo persica. Hún hefur verið í mikilli útrýmingarhættu í rúma öld og lifir á afmörkuðu svæði í vestanverðu Indlandi, nánar tiltekið í Girskógi. Strangt til getið er ekki um smágerða tegund að ræða, en ljónin í Girskógi eru eitthvað minni en frændur þeirra í Afríku.
Myndirnar eru fengnar af vefsetrunum