Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað eru bönd í handritum?

Guðvarður Már Gunnlaugsson

Band getur verið strik yfir bókstaf eða í gegnum legg á staf, fast merki ofan orðs eða ofan og aftan við síðasta staf í orði, depill eða smækkaður bókstafur sem er skrifaður ofan orðs.

Böndin standa oftast fyrir sérhljóð + samhljóð (eða öfugt), en geta þó staðið fyrir heilu orðhlutana. Fyrsti málfræðingurinn (á 12. öld) sagði að hlutverk banda væri að gera „rit minna og skjótara og bókfell drjúgara“.

Eitt einkenni íslenskrar skriftar fyrr á öldum er mikil notkun banda og annarra styttinga, en notkun þeirra er komin frá Engilsöxum; íslensk skrift var þó meira bundin en skrift nágrannaþjóðanna, til dæmis Norðmanna. Bönd voru notuð allt fram á 19. öld, en notkun þeirra minnkaði mikið á 17. og 18. öld, þau voru til dæmis ekki mikið notuð í fljótaskrift.

Höfundur

Guðvarður Már Gunnlaugsson

rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar

Útgáfudagur

24.9.2002

Spyrjandi

Arnar Dór Hlynsson
Rut Rúnarsdóttir

Tilvísun

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Hvað eru bönd í handritum?“ Vísindavefurinn, 24. september 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2739.

Guðvarður Már Gunnlaugsson. (2002, 24. september). Hvað eru bönd í handritum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2739

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Hvað eru bönd í handritum?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2739>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru bönd í handritum?
Band getur verið strik yfir bókstaf eða í gegnum legg á staf, fast merki ofan orðs eða ofan og aftan við síðasta staf í orði, depill eða smækkaður bókstafur sem er skrifaður ofan orðs.

Böndin standa oftast fyrir sérhljóð + samhljóð (eða öfugt), en geta þó staðið fyrir heilu orðhlutana. Fyrsti málfræðingurinn (á 12. öld) sagði að hlutverk banda væri að gera „rit minna og skjótara og bókfell drjúgara“.

Eitt einkenni íslenskrar skriftar fyrr á öldum er mikil notkun banda og annarra styttinga, en notkun þeirra er komin frá Engilsöxum; íslensk skrift var þó meira bundin en skrift nágrannaþjóðanna, til dæmis Norðmanna. Bönd voru notuð allt fram á 19. öld, en notkun þeirra minnkaði mikið á 17. og 18. öld, þau voru til dæmis ekki mikið notuð í fljótaskrift....