Kona Adolfs Hitlers hét Eva Braun. Hún fæddist árið 1912 og hitti Hitler fyrst árið 1929 á ljósmyndastofu þar sem hún vann. Síðar varð hún ástkona hans.
Ástarsamband Hitlers og Evu Braun fór afar leynt. Helstu aðstoðarmenn Hitlers þekktu hana lítið og gerðu sér litla grein fyrir því hvers eðlis samband þeirra væri. Þegar mikilvægir gestir heimsóttu Hitler var hún send í burtu og þau sáust afar sjaldan saman opinberlega.
Á lokadögum seinni heimsstyrjaldarinnar fyrirfór Hitler sér ásamt Evu Braun. Þau giftu sig 29. apríl 1945 og frömdu sjálfsmorð daginn eftir. Eva Braun drakk eitur og dó tveimur mínútum á undan manni sínum.
Heimildir og mynd
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.