Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson

Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til alls er mjög auðvelt að hrekja rök samsæristrúarmanna, þar á meðal þessi.

Á einum fæti tunglferjunnar var myndavél sem beint var að stiganum þar sem geimfararnir gengu út og tóku fyrstu skrefin á tunglinu. Menn hjá NASA vissu að sú stund yrði ein sú merkasta í sögu mannkynsins og eitthvað sem allir vildu sjá. Þeir afréðu því að festa myndavél við fót geimferjunnar og ná þannig að mynda fyrstu skrefin á tunglinu.



Neil Armstrong við það að stíga á tunglið í fyrsta skipti.

Örlítið var þó fiktað við myndirnar áður en þær voru sýndar í sjónvarpinu um allan heim. Myndavélin var fest þannig á tunglferjuna að fyrstu myndirnar sem komu til jarðar sneru í raun öfugt og því varð að snúa þeim við fyrir útsendingu. Þegar Neil Armstrong var búinn að stíga fyrstu skrefin, gekk hann að myndavélinni, tók hana af fætinum og setti upp á yfirborði tunglsins. Hún myndaði síðan allt það sem gerðist síðar í dvölinni á tunglinu.

Margir hafa einnig velt því fyrir sér hver tók myndirnar af því þegar geimferjunni var skotið burt frá tunglinu. Í aðalatriðum gildir það sama hér og þegar geimfararnir stigu á tunglið. Myndavél var einfaldlega komið fyrir á ákveðnum stað á tunglinu og beint að tunglferjunni svo að jarðarbúar gætu séð flugtakið. Í fyrstu tunglferðunum sást aðeins þegar geimferjan skaust á loft en í síðustu tunglferðinni, Apollo 17, var myndavélinni fjarstýrt frá jörðu og fylgdi þannig flugtakinu eftir þar til geimferjan sást ekki lengur.

Geimrannsóknastofnun Bandaríkjanna og aðrir vísindamenn bera fram skýra mynd af geimferðum manna, meðal annars til tunglsins. Sumir vilja hins vegar halda því fram í gamni eða alvöru að þessar ferðir hafi ekki verið farnar í raun, heldur verið sviðsettar með hjálp færustu manna á því sviði, svo sem frægra kvikmyndaleikstjóra. Jafnframt hafi stórir hópar áhrifamanna lagst á eitt í einhvers konar samsæri um að leyna sannleikanum fyrir almenningi.

Fyrirbærið sviðsetning er þess eðlis að oftast er harla erfitt að sanna að eitthvað hafi ekki verið sviðsett, til dæmis með svo ströngum hætti að það dygði til að sakfella mann fyrir dómi. Við stöndum því frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að trúa því sem vísindamenn segja um atburðarásina og hins vegar að hallast að hinu sem efasemdarmenn halda fram, að atburðarásin hafi verið sviðsett í yfirgripsmiklu samsæri.

Vandi af þessum toga kemur oft upp í tengslum við vísindi. Eitt af því sem vísindamenn grípa þá til er regla sem stundum er kölluð rakhnífur Ockhams. Hún felst í stuttu máli í því að velja alltaf einföldustu skýringu þegar nokkrar hugsanlegar skýringar eru í boði og gera fyrirbærunum jafngóð skil. Um þessa merku reglu má lesa nánar á vefsíðunni sem vísað er til hér á undan. Með því að smella á efnisorðin hér að neðan er hægt að finna fleiri spurningar um svipað efni.


Hér var einnig svarað spurningu Fjólu Sigurðardóttur: "Er vísindalega sannað að Neil Armstrong hafi verið fyrsti maðurinn til að ganga á tunglinu?"

Upphaflega spurningin var á þessa leið:
Hver tók myndina af Armstrong þegar hann tók "fyrstu" skrefin á tunglinu? Var þá ekki einhver annar búin að labba á tunglinu til að mynda hann?

Höfundar

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.2.2003

Spyrjandi

Ólöf Jakobsdóttir, f. 1991
Fjóla Sigurðardóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3096.

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 4. febrúar). Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3096

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3096>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?
Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til alls er mjög auðvelt að hrekja rök samsæristrúarmanna, þar á meðal þessi.

Á einum fæti tunglferjunnar var myndavél sem beint var að stiganum þar sem geimfararnir gengu út og tóku fyrstu skrefin á tunglinu. Menn hjá NASA vissu að sú stund yrði ein sú merkasta í sögu mannkynsins og eitthvað sem allir vildu sjá. Þeir afréðu því að festa myndavél við fót geimferjunnar og ná þannig að mynda fyrstu skrefin á tunglinu.



Neil Armstrong við það að stíga á tunglið í fyrsta skipti.

Örlítið var þó fiktað við myndirnar áður en þær voru sýndar í sjónvarpinu um allan heim. Myndavélin var fest þannig á tunglferjuna að fyrstu myndirnar sem komu til jarðar sneru í raun öfugt og því varð að snúa þeim við fyrir útsendingu. Þegar Neil Armstrong var búinn að stíga fyrstu skrefin, gekk hann að myndavélinni, tók hana af fætinum og setti upp á yfirborði tunglsins. Hún myndaði síðan allt það sem gerðist síðar í dvölinni á tunglinu.

Margir hafa einnig velt því fyrir sér hver tók myndirnar af því þegar geimferjunni var skotið burt frá tunglinu. Í aðalatriðum gildir það sama hér og þegar geimfararnir stigu á tunglið. Myndavél var einfaldlega komið fyrir á ákveðnum stað á tunglinu og beint að tunglferjunni svo að jarðarbúar gætu séð flugtakið. Í fyrstu tunglferðunum sást aðeins þegar geimferjan skaust á loft en í síðustu tunglferðinni, Apollo 17, var myndavélinni fjarstýrt frá jörðu og fylgdi þannig flugtakinu eftir þar til geimferjan sást ekki lengur.

Geimrannsóknastofnun Bandaríkjanna og aðrir vísindamenn bera fram skýra mynd af geimferðum manna, meðal annars til tunglsins. Sumir vilja hins vegar halda því fram í gamni eða alvöru að þessar ferðir hafi ekki verið farnar í raun, heldur verið sviðsettar með hjálp færustu manna á því sviði, svo sem frægra kvikmyndaleikstjóra. Jafnframt hafi stórir hópar áhrifamanna lagst á eitt í einhvers konar samsæri um að leyna sannleikanum fyrir almenningi.

Fyrirbærið sviðsetning er þess eðlis að oftast er harla erfitt að sanna að eitthvað hafi ekki verið sviðsett, til dæmis með svo ströngum hætti að það dygði til að sakfella mann fyrir dómi. Við stöndum því frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að trúa því sem vísindamenn segja um atburðarásina og hins vegar að hallast að hinu sem efasemdarmenn halda fram, að atburðarásin hafi verið sviðsett í yfirgripsmiklu samsæri.

Vandi af þessum toga kemur oft upp í tengslum við vísindi. Eitt af því sem vísindamenn grípa þá til er regla sem stundum er kölluð rakhnífur Ockhams. Hún felst í stuttu máli í því að velja alltaf einföldustu skýringu þegar nokkrar hugsanlegar skýringar eru í boði og gera fyrirbærunum jafngóð skil. Um þessa merku reglu má lesa nánar á vefsíðunni sem vísað er til hér á undan. Með því að smella á efnisorðin hér að neðan er hægt að finna fleiri spurningar um svipað efni.


Hér var einnig svarað spurningu Fjólu Sigurðardóttur: "Er vísindalega sannað að Neil Armstrong hafi verið fyrsti maðurinn til að ganga á tunglinu?"

Upphaflega spurningin var á þessa leið:
Hver tók myndina af Armstrong þegar hann tók "fyrstu" skrefin á tunglinu? Var þá ekki einhver annar búin að labba á tunglinu til að mynda hann?

...