Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er til svokallað álfamál?

Ármann Jakobsson

Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál.

Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjaldgæft þegar atburðir Hringadróttinssögu eiga sér stað en þess sér stað bæði í mannanöfnum (til dæmis nöfnum konunga Arnor, Gondor og Númenor) og örnefnum. Dæmi um tungumálið er í Hringadróttinssögu I, 388:
Ai! laurië lantar lassi súrinen,

Yéni únótimë ve rámar aldaron!

Yéni ve lintë yldar avánier

mi oromardi lisse-miruvóreva

Andúnë pella. Vardo tellumar

nu luini yassen tintilar i eleni

ómaryo airetári-lírinen.
Sindarin er yngra en Quenya, notað meira og tekur hraðari breytingum. Það er stundum kallað gráálfamál og er einkum talað af skógarálfunum en raunar einnig talsvert af the Rekkunum (nafn þeirra, Dúnedain, er dæmi um Sindarin). Nafn Aragorns er fengið úr Sindarin en nafn hans á Quenya er Elessar. Langflest "álfanöfn" sem notuð eru í sögunni eru úr Sindarin (til dæmis öll sem byrja á Sele-). Dæmi um tungumálið er í Hringadróttinssögu I, 250:
A Elbereth Gilthoniel,

silivren penna míriel

o menel aglar elenath!

Na-chaered palan-díriel

o galadhremmin ennorath,

Fanuilos, le linnathon

nef aear, sí nef aearon!
Álfarnir í Miðgarði skiptust í tvennt, háálfa (Eldar) og gráálfa eða skógarálfa. Þeir fyrrnefndu tala Quenya en hinir tala Sindarin. Sumir skógarálfanna, til dæmis Galadriel drottning í Lorienskógi og Thranduil konungur í Myrkviði (faðir Legolasar), eru þó háálfar, en flestir þegnar þeirra skógarálfar.

Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Á myndinni sést hringurinn eini úr Hringadróttinssögu þríleiknum.

J.R.R. Tolkien var sérstakur unnandi margra tungumála, þar á meðal finnsku og velsku. Ljóst er að hljóðfræði Sindarin sækir margt til velsku en flókin nafnorðabeyging Quenya byggir á finnsku. Tolkien sjálfur lét einmitt svo um mælt að Silmerillinn væri sprottinn úr finnsku en sjálfur var hann meðal annars unnandi finnska söguljóðsins Kalevala.

Mynd:

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

5.2.2003

Spyrjandi

Ragnar Sigurðarson, f. 1988

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Er til svokallað álfamál?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3102.

Ármann Jakobsson. (2003, 5. febrúar). Er til svokallað álfamál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3102

Ármann Jakobsson. „Er til svokallað álfamál?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3102>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til svokallað álfamál?
Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál.

Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjaldgæft þegar atburðir Hringadróttinssögu eiga sér stað en þess sér stað bæði í mannanöfnum (til dæmis nöfnum konunga Arnor, Gondor og Númenor) og örnefnum. Dæmi um tungumálið er í Hringadróttinssögu I, 388:
Ai! laurië lantar lassi súrinen,

Yéni únótimë ve rámar aldaron!

Yéni ve lintë yldar avánier

mi oromardi lisse-miruvóreva

Andúnë pella. Vardo tellumar

nu luini yassen tintilar i eleni

ómaryo airetári-lírinen.
Sindarin er yngra en Quenya, notað meira og tekur hraðari breytingum. Það er stundum kallað gráálfamál og er einkum talað af skógarálfunum en raunar einnig talsvert af the Rekkunum (nafn þeirra, Dúnedain, er dæmi um Sindarin). Nafn Aragorns er fengið úr Sindarin en nafn hans á Quenya er Elessar. Langflest "álfanöfn" sem notuð eru í sögunni eru úr Sindarin (til dæmis öll sem byrja á Sele-). Dæmi um tungumálið er í Hringadróttinssögu I, 250:
A Elbereth Gilthoniel,

silivren penna míriel

o menel aglar elenath!

Na-chaered palan-díriel

o galadhremmin ennorath,

Fanuilos, le linnathon

nef aear, sí nef aearon!
Álfarnir í Miðgarði skiptust í tvennt, háálfa (Eldar) og gráálfa eða skógarálfa. Þeir fyrrnefndu tala Quenya en hinir tala Sindarin. Sumir skógarálfanna, til dæmis Galadriel drottning í Lorienskógi og Thranduil konungur í Myrkviði (faðir Legolasar), eru þó háálfar, en flestir þegnar þeirra skógarálfar.

Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Á myndinni sést hringurinn eini úr Hringadróttinssögu þríleiknum.

J.R.R. Tolkien var sérstakur unnandi margra tungumála, þar á meðal finnsku og velsku. Ljóst er að hljóðfræði Sindarin sækir margt til velsku en flókin nafnorðabeyging Quenya byggir á finnsku. Tolkien sjálfur lét einmitt svo um mælt að Silmerillinn væri sprottinn úr finnsku en sjálfur var hann meðal annars unnandi finnska söguljóðsins Kalevala.

Mynd:...