Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er munurinn á PHP, ASP og JSP þar sem öll eiga víst að gera sama hlutinn?

Daði Ingólfsson

PHP (PHP: Hypertext Preprocessor), ASP (Active Server Pages) og JSP (Java Server Pages) eru allt forritunarmál fyrir kvikar (e. dynamic) vefsíður. Fleiri forritunarmál, til dæmis Perl, eru einnig notuð í þessum tilgangi auk nýrrar útgáfu af ASP - ASP.net. Muninum á forritunarmálunum er hægt að líkja við muninn á bílunum sem við kjósum að keyra um á. Sumir hafa þörf fyrir stóran fjölnota bíl, annaðhvort til að sýnast eða til að geta keyrt um á hálendinu. Aðrir þurfa lipran fólksbíl sem hentar vel í innanbæjarakstri, og enn aðrir bara mótorhjól til að komast á milli staða.

Á sama hátt eru þarfir vefforritara misjafnar. Sumir hafa þörf fyrir mikið öryggi eða tengingu við marga mismunandi gagnagrunna, þjóna og kerfi en aðrir þurfa notendavænt umhverfi þar sem þeir sleppa við að forrita mikið. Enn aðrir gætu aðeins haft þörf fyrir að skrá eina breytu í gagnagrunn þegar smellt er á ákveðinn takka á vef þeirra. Forritunarmálin eru þannig jafnmisjöfn og þau eru mörg.

Java er fullbúið forritunarmál með gríðarmikla möguleika á að tengja saman vefþjóna, staðarnet, gagnagrunna, önnur forrit og hvaðeina sem flóknar vefsíður þurfa á að halda. Þegar mikil áhersla er lögð á öryggi og samhæfni er JSP ákjósanlegt þar sem það er hluti Java forritunarmálsins. Gallinn er aðallega sá að það er ekki hlaupið að því að forrita í Java. Til þess að geta byrjað á því er nánast nauðsynlegt að hafa traustan grunn í forritun, og ekki skaðar að hafa innsýn í venjur hlutbundinnar forritunar.

ASP kemur frá hugbúnaðarframleiðandanum Microsoft. ASP keyrir einnig einungis á IIS þjóni (Microsoft Internet Information Server), á vél með Windows stýrikerfi, það er að segja NT, 2000 eða XP. Forritunarmálið er þannig takmarkað við einn framleiðanda - Microsoft - þó að útkoman, vefurinn sjálfur, sjáist í öllum vöfrum. Microsoft leggur mikið upp úr stuðningi ASP við hin svokölluðu ActiveX controls, þeirra eigin tækni sem leggur forritaranum til margvísleg nytsamleg tól. Gallinn við ActiveX controls er hins vegar sá að það er afar óöruggt og virkar einungis í vöfrum frá Microsoft.

PHP er vefforritunarmál sem hefur öðlast miklar vinsældir á síðustu árum. Það er ekki jafn þungt í vöfum og Java, og ekki bundið við neinn einn framleiðenda eins og bæði Java og ASP (Java er eign Sun Microsystems). PHP er hugarsmíð The Apache Software Foundation en er opið (e. open source) þannig að hver sem er getur hlaðið því á vélina sína og átt við sjálfan grunnkóða forritunarmálsins, auk þess sem það keyrir á nánast öllum stýrikerfum. Það að PHP sé opið kerfi er stærsti kostur þess þar sem allir geta átt við kóðann og komið með hugmyndir að endurbótum á forritunarmálinu án þess að þurfa að eiga við stórfyrirtæki. Þetta er þó einnig mesti gallinn á PHP þar sem forritið verður óskipulagðara fyrir vikið. En líklega hefur PHP sannað máltækið um að margar hendur vinni létt verk, ef marka má vinsældir þess og einfaldleik í notkun.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Daði Ingólfsson

tölvunarfræðingur

Útgáfudagur

19.2.2003

Spyrjandi

Aron Leifsson, f. 1985

Tilvísun

Daði Ingólfsson. „Hver er munurinn á PHP, ASP og JSP þar sem öll eiga víst að gera sama hlutinn?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3154.

Daði Ingólfsson. (2003, 19. febrúar). Hver er munurinn á PHP, ASP og JSP þar sem öll eiga víst að gera sama hlutinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3154

Daði Ingólfsson. „Hver er munurinn á PHP, ASP og JSP þar sem öll eiga víst að gera sama hlutinn?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3154>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á PHP, ASP og JSP þar sem öll eiga víst að gera sama hlutinn?
PHP (PHP: Hypertext Preprocessor), ASP (Active Server Pages) og JSP (Java Server Pages) eru allt forritunarmál fyrir kvikar (e. dynamic) vefsíður. Fleiri forritunarmál, til dæmis Perl, eru einnig notuð í þessum tilgangi auk nýrrar útgáfu af ASP - ASP.net. Muninum á forritunarmálunum er hægt að líkja við muninn á bílunum sem við kjósum að keyra um á. Sumir hafa þörf fyrir stóran fjölnota bíl, annaðhvort til að sýnast eða til að geta keyrt um á hálendinu. Aðrir þurfa lipran fólksbíl sem hentar vel í innanbæjarakstri, og enn aðrir bara mótorhjól til að komast á milli staða.

Á sama hátt eru þarfir vefforritara misjafnar. Sumir hafa þörf fyrir mikið öryggi eða tengingu við marga mismunandi gagnagrunna, þjóna og kerfi en aðrir þurfa notendavænt umhverfi þar sem þeir sleppa við að forrita mikið. Enn aðrir gætu aðeins haft þörf fyrir að skrá eina breytu í gagnagrunn þegar smellt er á ákveðinn takka á vef þeirra. Forritunarmálin eru þannig jafnmisjöfn og þau eru mörg.

Java er fullbúið forritunarmál með gríðarmikla möguleika á að tengja saman vefþjóna, staðarnet, gagnagrunna, önnur forrit og hvaðeina sem flóknar vefsíður þurfa á að halda. Þegar mikil áhersla er lögð á öryggi og samhæfni er JSP ákjósanlegt þar sem það er hluti Java forritunarmálsins. Gallinn er aðallega sá að það er ekki hlaupið að því að forrita í Java. Til þess að geta byrjað á því er nánast nauðsynlegt að hafa traustan grunn í forritun, og ekki skaðar að hafa innsýn í venjur hlutbundinnar forritunar.

ASP kemur frá hugbúnaðarframleiðandanum Microsoft. ASP keyrir einnig einungis á IIS þjóni (Microsoft Internet Information Server), á vél með Windows stýrikerfi, það er að segja NT, 2000 eða XP. Forritunarmálið er þannig takmarkað við einn framleiðanda - Microsoft - þó að útkoman, vefurinn sjálfur, sjáist í öllum vöfrum. Microsoft leggur mikið upp úr stuðningi ASP við hin svokölluðu ActiveX controls, þeirra eigin tækni sem leggur forritaranum til margvísleg nytsamleg tól. Gallinn við ActiveX controls er hins vegar sá að það er afar óöruggt og virkar einungis í vöfrum frá Microsoft.

PHP er vefforritunarmál sem hefur öðlast miklar vinsældir á síðustu árum. Það er ekki jafn þungt í vöfum og Java, og ekki bundið við neinn einn framleiðenda eins og bæði Java og ASP (Java er eign Sun Microsystems). PHP er hugarsmíð The Apache Software Foundation en er opið (e. open source) þannig að hver sem er getur hlaðið því á vélina sína og átt við sjálfan grunnkóða forritunarmálsins, auk þess sem það keyrir á nánast öllum stýrikerfum. Það að PHP sé opið kerfi er stærsti kostur þess þar sem allir geta átt við kóðann og komið með hugmyndir að endurbótum á forritunarmálinu án þess að þurfa að eiga við stórfyrirtæki. Þetta er þó einnig mesti gallinn á PHP þar sem forritið verður óskipulagðara fyrir vikið. En líklega hefur PHP sannað máltækið um að margar hendur vinni létt verk, ef marka má vinsældir þess og einfaldleik í notkun.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:...