Sá hraði verður aldrei meiri en hraði hægasta hlekksins í kerfinu og er misjafnt hver sá hlekkur er. Oftast er það tenging notendatölvu við þjónustuaðila, það er, sá hraði sem mótald venjulegra tölvunotenda vinnur á. Nú um stundir er algengt að heyra auglýsingar þar sem 256 kb/s eða 512 kb/s tengingar eru boðnar [Í dag(16.07.2010) er boðið upp á tengingar með um 12 til 50Mb/s]. Notandi með tengingu upp á 256 kb/s getur því sagt að hámarkshraði upplýsinga af Internetinu til hans séu 256 kílóbitar (kb) á sekúndu, eða 32 kílóbæti (kB) á sekúndu. Þegar notendur eru komnir með háhraðatengingar af þessu tagi er ekki víst að tenging þeirra sé hægasti hlekkurinn; vel getur verið að netþjónar sem þeir tengjast nái ekki að metta tenginguna.
Tengingar fyrirtækja við netið eru gjarnan hraðari og eru jafnvel farnar að nálgast þann hraða að innanhúsnetkerfið verður takmarkandi þáttur. Slík netkerfi eru oftast 10 eða 100 megabitar en líklega er stutt að bíða þess að gígabita netkerfi verði komin í almenna notkun.
Í stuttu máli: ekki er hægt að tala um vinnsluhraða Internetsins nema tiltaka nákvæmlega hvaða einingar þess átt er við.
Frekara lesefni af Vîsindavefnum:- Getur geislun frá þráðlausu Interneti á heimilum verið hættuleg heilsu fólks? eftir Emil Harðarson
- Hver var upprunalegur tilgangur netsins? eftir Daða Ingólfsson
- Hvenær tengdist Ísland við Internetið? eftir Maríus Ólafsson
- Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana? eftir Hauk Hannesson
- Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað? eftir Guðrúnu Kvaran