Hreysikötturinn (Mustela erminea) er rándýr af marðardýraætt. Hann lifir á norðlægum slóðum allt í kringum norðurpólinn í Evrasíu og Norður-Ameríku. Útbreiðslusvæði hans nær vel suður fyrir barrskógabeltið á sumum svæðum, til dæmis suður á sléttur Mið-Asíu, það er að segja til Úsbekistan og Tadsjikistan sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum.
Hreysikettir eru 17-33 cm á lengd og eru karldýrin oftast um helmingi lengri en kvendýrin. Hreysikettir hafa dæmigerða líkamsgerð víslu, þeir eru langir og grannvaxnir með stutta fótleggi. Höfuðlagið minnir mjög á minka. Þeir eru með stutt og kringlótt eyru, stór svört augu og löng veiðihár. Á veturna er feldurinn hvítur, rófuendinn helst þó svartur. Á sumrin fella hreysikettir hár og fá ljósbrúnan feld sem klárlega er aðlögun að barrskóga- og túndruumhverfinu sem þeir lifa í.

Lesefni um hreysiketti, heimildir og myndir: