Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver er Kerberos og hvernig lítur hann út?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Kerberos var hundur Hadesar sem var undirheimaguð í grískum goðsögum og ríkti í Hadesarheimi. Kerberos gætti undirheima, varnaði lifandi mönnum inngöngu og hinum látnu útgöngu.

Gríska skáldið Hesíod (8. öld f. Kr.) segir að Kerberos hafi verið með 50 höfuð en gríska leikritaskáldið Sófókles (4. öld f. Kr.) lýsir honum sem þríhöfða hundi. Flest latnesk skáld sögðu hann vera þríhöfða og bættu því við að um háls hans hafi snákar vafið sig. Stundum var hann talinn hafa drekahala.



Mynd á grísku skrautkeri af Heraklesi að draga Kerberos frá Hadesarheimi.

Kerberos var afkvæmi Tífons og Echidnu. Tífoni var oftast lýst sem fárviðri en stundum eins og eldspúandi dreka og Echidna var skrímsli í grískum sögnum, hálf kona og hálfur snákur. Tífon og Echidna áttu fleiri einkennileg afkvæmi enda voru þau engir venjulegir foreldrar, þar má til dæmis nefna Kímeru, Sfinxinn og Skyllu sem segir meðal annars frá í Ódysseifskviðu Hómers.

Kerberos kemur fyrir í nokkrum grískum sögnum. Síðasta þraut Heraklesar var að draga hundinn frá undirheimum og í annari sögn segir frá því að Orfeifur hafi svæft hann með því að spila á lýru sína. Í bókunum um Harry Potter er greinilega vísað til þessarar sagnar þegar þríhöfða hundurinn Fluffy sofnar við hörpuleik.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.7.2003

Spyrjandi

Hugrún Lind Arnardóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er Kerberos og hvernig lítur hann út?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3606.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 24. júlí). Hver er Kerberos og hvernig lítur hann út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3606

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er Kerberos og hvernig lítur hann út?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3606>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er Kerberos og hvernig lítur hann út?
Kerberos var hundur Hadesar sem var undirheimaguð í grískum goðsögum og ríkti í Hadesarheimi. Kerberos gætti undirheima, varnaði lifandi mönnum inngöngu og hinum látnu útgöngu.

Gríska skáldið Hesíod (8. öld f. Kr.) segir að Kerberos hafi verið með 50 höfuð en gríska leikritaskáldið Sófókles (4. öld f. Kr.) lýsir honum sem þríhöfða hundi. Flest latnesk skáld sögðu hann vera þríhöfða og bættu því við að um háls hans hafi snákar vafið sig. Stundum var hann talinn hafa drekahala.



Mynd á grísku skrautkeri af Heraklesi að draga Kerberos frá Hadesarheimi.

Kerberos var afkvæmi Tífons og Echidnu. Tífoni var oftast lýst sem fárviðri en stundum eins og eldspúandi dreka og Echidna var skrímsli í grískum sögnum, hálf kona og hálfur snákur. Tífon og Echidna áttu fleiri einkennileg afkvæmi enda voru þau engir venjulegir foreldrar, þar má til dæmis nefna Kímeru, Sfinxinn og Skyllu sem segir meðal annars frá í Ódysseifskviðu Hómers.

Kerberos kemur fyrir í nokkrum grískum sögnum. Síðasta þraut Heraklesar var að draga hundinn frá undirheimum og í annari sögn segir frá því að Orfeifur hafi svæft hann með því að spila á lýru sína. Í bókunum um Harry Potter er greinilega vísað til þessarar sagnar þegar þríhöfða hundurinn Fluffy sofnar við hörpuleik.

Heimildir og mynd:...