Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er greifingi?

Jón Már Halldórsson

Greifingjar tilheyra ættinni Mustelidae og ættbálki rándýra (Carnivora). Þeir flokkast í átta tegundir sem greinast í sex ættkvíslir. Svonefndur hungangsgreifingi raðast í sérstaka undirætt sem er nefnd hunangsgreifingjaætt (Mellivoinae) en aðrir greifingjar tilheyra undirættinni Melinae. Tegundirnar eru ólíkar hvað varðar stærð, feld og búsvæði.

Ameríski greifinginn (Taxidea taxus, e. American badger) er eina tegundin sem lifir í Ameríku. Hann er kröftugur, flatvaxinn og getur grafið holur á undraskömmum tíma. Ef hann er króaður af snýst hann stundum til varnar með mikilli heift.



Amerískur greifingi í holu sinni.

Ameríski greifinginn lifir á opnum, þurrum svæðum í vestanverðri Norður-Ameríku. Hann leggst í dvala neðanjarðar yfir vetrartímann. Skrokkurinn er frá 45-75 cm á lengd með 15 cm rófu og hann vegur frá 3,5-11,5 kg.

Æxlunarháttur ameríska greifingjans er allsérstakur. Æxlun á sér stað snemma á haustin en fljótlega stöðvast þroski fóstursins. Á nýju ári heldur fóstrið áfram að þroskast og ungarnir koma í heiminn snemma að vori þegar fæðuframboð er nægilegt. Kvendýrið er ungafullt í sjö mánuði en í reynd er þroskunartími fóstranna aðeins sex vikur! Ástæðan fyrir þessu er sú að yfir vetrartímann leggjast dýrin í dvala.

Evrasíski greifinginn (Meles meles, e. Eurasian badger eða true badger) er hópdýr ólíkt þeim ameríska. Hann étur rætur og plöntur og gæðir sér stundum á ýmsu úr dýraríkinu, allt frá rottum niður í ánamaðka og auk þess fúlsar hann ekki við hræjum. Í hópnum eru iðulega sex fullorðin dýr auk unga. Um daginn halda dýrin sig í göngum sem þau grafa. Þau geta verið löng og krókótt með með nokkrum inngöngum og undankomuleiðum. Á næturnar halda dýrin í fæðuleit.



Evrasískur greifingi fær sér að drekka.

Hóparnir helga sér óðul sem eru oftast um 50-150 hektarar að stærð en stærðin fer mjög eftir fæðuframboði. Dýrin í hópnum fara um landamærin og merkja þau með þvagi og skít.

Rannsóknir í Bretlandi sýna að greifingjarnir liggja í eins konar dvala frá seinni hluta október og til áramóta en vakna reyndar stöku sinnum til að leita sér ætis. Seinkun á fósturþroska þekkist einnig meðal evrasískra greifingja.

Frettugreifingjar (Melogale spp., e. ferret badgers) eru stundum nefndir trjágreifingjar eða ‘pahmi’ en í raun eru þetta þrjár tegundir sem lifa í Kína, í Burma, á Jövu og víðar í Suðaustur-Asíu. Þeir finnast í graslendi og skógum og eru að meðaltali frá 33-43 cm á lengd auk 12-23 cm rófu.

Svínagreifingi (Arctonyx collaris, e. hog badger) eða sandgreifingi lifir í fjalllendi Suður-Asíu. Þeir eru 55-70 cm langir auk 12-20 cm skotts og vega frá 7-14 kg.



Svínagreifingi dregur nafn sitt af svínslegu trýni.

Malasíski óþefsgreifinginn (Mydaus javanensis, e. Malayan stink badger) er minnstur allra greifingja. Hann vegur frá 1-3 kg og er um 38-51 langur fyrir utan um 8 cm langt skott.

Palawanski óþefsgreifinginn (Suillotaxus marchei, e. Palawan stink badger) lifir á Palawaneyju og öðrum eyjum nálægt Filippseyjum. Í sjálfsvörn leggur af honum mikinn óþef. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á þessari tegund og því er margt í vistfræði hans mjög á huldu.

Hunangsgreifinginn (Mellivora capensis, e. honey badger) finnst um nær alla Afríku og einnig í vesturhluta Asíu. Hann er mikill einfari eins og flestar aðrar tegundir greifingja. Dýrin helga sér óðul sem geta verið afar víðfeðm. Kjörsvæði þeirra eru trjálitlar gresjur og eyðimerkursvæði. Rannsóknir á fæðuvali þeirra bendir til þess að þeir éti lítið úr jurtaríkinu en kjósi helst að gæða sér á snákum, nagdýrum og skordýrum. Nafn þessarar tegundar er dregið af því hversu sólgin hún er í hunang. Á Indlandi hafa vísindamenn oft séð hunangsgreifa rífa niður býflugnabú til þess að komast í hunangið.

Greifingjar hafa verið veiddir frá aldaöðli vegna feldsins en heldur hefur dregið úr þessum veiðum á síðari tímum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.8.2003

Spyrjandi

Arnþór Elíasson, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er greifingi?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3661.

Jón Már Halldórsson. (2003, 18. ágúst). Hvað er greifingi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3661

Jón Már Halldórsson. „Hvað er greifingi?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3661>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er greifingi?
Greifingjar tilheyra ættinni Mustelidae og ættbálki rándýra (Carnivora). Þeir flokkast í átta tegundir sem greinast í sex ættkvíslir. Svonefndur hungangsgreifingi raðast í sérstaka undirætt sem er nefnd hunangsgreifingjaætt (Mellivoinae) en aðrir greifingjar tilheyra undirættinni Melinae. Tegundirnar eru ólíkar hvað varðar stærð, feld og búsvæði.

Ameríski greifinginn (Taxidea taxus, e. American badger) er eina tegundin sem lifir í Ameríku. Hann er kröftugur, flatvaxinn og getur grafið holur á undraskömmum tíma. Ef hann er króaður af snýst hann stundum til varnar með mikilli heift.



Amerískur greifingi í holu sinni.

Ameríski greifinginn lifir á opnum, þurrum svæðum í vestanverðri Norður-Ameríku. Hann leggst í dvala neðanjarðar yfir vetrartímann. Skrokkurinn er frá 45-75 cm á lengd með 15 cm rófu og hann vegur frá 3,5-11,5 kg.

Æxlunarháttur ameríska greifingjans er allsérstakur. Æxlun á sér stað snemma á haustin en fljótlega stöðvast þroski fóstursins. Á nýju ári heldur fóstrið áfram að þroskast og ungarnir koma í heiminn snemma að vori þegar fæðuframboð er nægilegt. Kvendýrið er ungafullt í sjö mánuði en í reynd er þroskunartími fóstranna aðeins sex vikur! Ástæðan fyrir þessu er sú að yfir vetrartímann leggjast dýrin í dvala.

Evrasíski greifinginn (Meles meles, e. Eurasian badger eða true badger) er hópdýr ólíkt þeim ameríska. Hann étur rætur og plöntur og gæðir sér stundum á ýmsu úr dýraríkinu, allt frá rottum niður í ánamaðka og auk þess fúlsar hann ekki við hræjum. Í hópnum eru iðulega sex fullorðin dýr auk unga. Um daginn halda dýrin sig í göngum sem þau grafa. Þau geta verið löng og krókótt með með nokkrum inngöngum og undankomuleiðum. Á næturnar halda dýrin í fæðuleit.



Evrasískur greifingi fær sér að drekka.

Hóparnir helga sér óðul sem eru oftast um 50-150 hektarar að stærð en stærðin fer mjög eftir fæðuframboði. Dýrin í hópnum fara um landamærin og merkja þau með þvagi og skít.

Rannsóknir í Bretlandi sýna að greifingjarnir liggja í eins konar dvala frá seinni hluta október og til áramóta en vakna reyndar stöku sinnum til að leita sér ætis. Seinkun á fósturþroska þekkist einnig meðal evrasískra greifingja.

Frettugreifingjar (Melogale spp., e. ferret badgers) eru stundum nefndir trjágreifingjar eða ‘pahmi’ en í raun eru þetta þrjár tegundir sem lifa í Kína, í Burma, á Jövu og víðar í Suðaustur-Asíu. Þeir finnast í graslendi og skógum og eru að meðaltali frá 33-43 cm á lengd auk 12-23 cm rófu.

Svínagreifingi (Arctonyx collaris, e. hog badger) eða sandgreifingi lifir í fjalllendi Suður-Asíu. Þeir eru 55-70 cm langir auk 12-20 cm skotts og vega frá 7-14 kg.



Svínagreifingi dregur nafn sitt af svínslegu trýni.

Malasíski óþefsgreifinginn (Mydaus javanensis, e. Malayan stink badger) er minnstur allra greifingja. Hann vegur frá 1-3 kg og er um 38-51 langur fyrir utan um 8 cm langt skott.

Palawanski óþefsgreifinginn (Suillotaxus marchei, e. Palawan stink badger) lifir á Palawaneyju og öðrum eyjum nálægt Filippseyjum. Í sjálfsvörn leggur af honum mikinn óþef. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á þessari tegund og því er margt í vistfræði hans mjög á huldu.

Hunangsgreifinginn (Mellivora capensis, e. honey badger) finnst um nær alla Afríku og einnig í vesturhluta Asíu. Hann er mikill einfari eins og flestar aðrar tegundir greifingja. Dýrin helga sér óðul sem geta verið afar víðfeðm. Kjörsvæði þeirra eru trjálitlar gresjur og eyðimerkursvæði. Rannsóknir á fæðuvali þeirra bendir til þess að þeir éti lítið úr jurtaríkinu en kjósi helst að gæða sér á snákum, nagdýrum og skordýrum. Nafn þessarar tegundar er dregið af því hversu sólgin hún er í hunang. Á Indlandi hafa vísindamenn oft séð hunangsgreifa rífa niður býflugnabú til þess að komast í hunangið.

Greifingjar hafa verið veiddir frá aldaöðli vegna feldsins en heldur hefur dregið úr þessum veiðum á síðari tímum.

Heimildir og myndir:

...