Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Af hverju eru sumir rauðhærðir?
  • Hvers vegna er hárið mitt ljóst?

Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þann hluta hárs sem skagar upp úr húðþekjunni.

Tvö afbrigði eru til af melaníni - faeómelanín (gult-rautt) og eumelanín (dökkbrúnt-svart). Dökkt hár inniheldur mestmegnis eumelanín á meðan ljóst og rautt hár inniheldur mismikið af faeómelaníni sem í er járn og meira af brennisteini en í eumelaníni.

Hvað hver einstaklingur myndar fer eftir erfðum, það er að segja hvaða gen eru í frumum hans. Vitað er að fleiri en eitt gen hafa áhrif á bæði húð- og hárlit. Hér er því dæmi um fjölgena erfðir og einnig ófullkomið ríki þar sem genin geta spilað saman á mismunandi hátt, allt eftir því hvaða gen lenda saman í hverjum einstaklingi. Þess vegna er hárlitur (og húðlitur) svo margbreytilegur sem raun ber vitni.

Áður fyrr var talið að dökkt hár væri ríkjandi yfir bæði ljósu og rauðu hári, en málið er sem sagt ekki svo einfalt. Einnig er nú vitað að rauðhært fólk er með viðtaka á yfirborði frumna sinna (melanokortín-1 viðtaka) sem bindur rauða litarefnið.

Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:

Mynd: The Wunderland Long Hair Index

Höfundur

Útgáfudagur

8.9.2003

Spyrjandi

Klemens Ágústsson, f. 1992
Steinunn Friðriksdóttir, f. 1990
Selma Hrönn Jónasdóttir, f. 1993
Guðrún Lilja, f. 1992

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?“ Vísindavefurinn, 8. september 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3714.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 8. september). Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3714

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3714>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Af hverju eru sumir rauðhærðir?
  • Hvers vegna er hárið mitt ljóst?

Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þann hluta hárs sem skagar upp úr húðþekjunni.

Tvö afbrigði eru til af melaníni - faeómelanín (gult-rautt) og eumelanín (dökkbrúnt-svart). Dökkt hár inniheldur mestmegnis eumelanín á meðan ljóst og rautt hár inniheldur mismikið af faeómelaníni sem í er járn og meira af brennisteini en í eumelaníni.

Hvað hver einstaklingur myndar fer eftir erfðum, það er að segja hvaða gen eru í frumum hans. Vitað er að fleiri en eitt gen hafa áhrif á bæði húð- og hárlit. Hér er því dæmi um fjölgena erfðir og einnig ófullkomið ríki þar sem genin geta spilað saman á mismunandi hátt, allt eftir því hvaða gen lenda saman í hverjum einstaklingi. Þess vegna er hárlitur (og húðlitur) svo margbreytilegur sem raun ber vitni.

Áður fyrr var talið að dökkt hár væri ríkjandi yfir bæði ljósu og rauðu hári, en málið er sem sagt ekki svo einfalt. Einnig er nú vitað að rauðhært fólk er með viðtaka á yfirborði frumna sinna (melanokortín-1 viðtaka) sem bindur rauða litarefnið.

Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:

Mynd: The Wunderland Long Hair Index...