Afródíta var gyðja ástar og fegurðar hjá Grikkjum til forna en Rómverjar nefndu hana Venus. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en stóð í ástarsambandi við stríðsguðinn Ares sem Rómverjar kölluðu Mars. Með honum átti hún barn sem var enginn annar en Eros eða Amor, ástarguðinn sjálfur.
Sagnaritarinn Hesíódos sem var uppi um 700. f. Krist sagði að hún væri fædd úr sjávarlöðri og kallaðist hún þá stundum Anadýómene sem merkir sú sem reis úr löðrinu. Samkvæmt ýmsum sögnum varð Afródíta til þegar Krónos vanaði föður sinn Úranos og sæði hans féll í hafið.
Afródíta var líka gyðja alls þess góða og kyrra í hafinu en andstæða þess var Póseidon var guð ókyrrðar og hins illa í hafinu. Hann ofsótti til að mynda Ódysseif á heimferð hans úr Trójustríðinu.
Heimildir og mynd:- Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
- Andrade
- Grein um Afródítu hjá Britannicu
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.