Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Var Betlehemstjarnan raunverulega til?

Sævar Helgi Bragason

Betlehemstjarnan er dularfullt tákn og hún hefur valdið stjörnufræðingum, sagnfræðingum og guðfræðingum miklum heilabrotum í tæp tvö árþúsund.

Í þessu svari ætlum við skoða fjóra möguleika:
  1. Stjarnan var einstakt tilvik, hún hafði aldrei sést áður og hefur ekki sést síðan. Guð lét hana birtast til að opinbera fæðingu sonar síns.
  2. Frásögnin af stjörnunni var bætt við í söguna um fæðingu Jesú.
  3. Stjarnan var raunverulegt fyrirbæri.
  4. Stjarnan var ekki til og allt Nýja testamentið er falsað.
Ef við trúum fyrstu kenningunni þá hafa stjörnufræðingar ekkert um málið að segja. Stjarnan var yfirnáttúrlegt kraftaverk og á sér þess vegna engar röklegar skýringar.

Önnur kenningin þykir nokkuð líkleg. Um það leyti sem Jesú átti að hafa fæðst vissu fáir um mikilvægi hans. Aðeins er minnst á stjörnuna í Matteusarguðspjalli (1.18-2.12) en ekki í Lúkasarguðspjalli þar sem einnig segir frá fæðingu Jesú (2.1-20). Í hinum tveimur guðspjöllunum er ekki minnst á fæðinguna. Matteus skrifaði guðspjallið nokkru eftir að Jesú var krossfestur og hann gæti hafa bætt stjörnunni við söguna, enda tengdust stjörnur fæðingum allra mikilla konunga á þessum tíma.

Mjög fáar vísbendingar styðja fjórðu kenninguna og taka sagnfræðingar og guðfræðingar því lítið mark á henni. Við skulum þess vegna ekki eyða tíma í hana.

Í Matteusarguðspjalli segir þetta um Betlehemstjörnuna:
Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: “Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu.” (2:1-2 )
Í Lúkasarguðspjalli er að finna mun nákvæmari frásögn af fæðingunni en þar er hvergi minnst á stjörnuna né vitringana. Lúkas minnist heldur ekki á Heródes sem lét myrða öll sveinbörn í Betlehem yngri en tveggja ára. Og hann segir ekki frá flótta fjölskyldunnar til Egiftalands í kjölfarið.

Á hinn bóginn minnist Matteus ekkert á ferð til heimilis forfeðra Jósefs, Betlehems, eða tilskipun Ágústusar keisara. Hann segir ekkert um mannmarga gististaði, jötuna eða englana sem birtust fjárhirðunum.

Fræðimenn eru helst á þeirri skoðun að Matteusarguðspjall sé til orðið í þeirri mynd sem við þekkjum það einhvern tíma á árabilinu 50-70 og Lúkasarguðspjall á árunum 58-70. Í báðum kemur fram að Jesús hafði fæðst í Betlehem á síðustu stjórnunarárum Heródesar, að um fæðinguna tilkynnti himneskur sendiboði og að raunverulegt heimili Jesús hafi verið í Nazaret.

Betlehemstjarnan er eins og halastjarna á þessu málverki eftir Giotto di Bondone (1267-1337).

Flestir fræðimenn telja að Kristur hafi fæðst einhvern tímann á bilinu 7 f. Kr. og 1 e. Kr. (‘árið’ 0 er ekki til). Nokkrir stjarnfræðilegir viðburðir urðu á þessum tíma.

Í einni misvísandi þýðingu Matteusarguðspjalls er gefið til kynna að stjarnan rísi í austri, en í flestum þýðingum er hún sögð “renna upp”. Ef við þekkjum göngu stjarnanna á himninum vitum við að stjörnur rísa í austri og setjast í vestri sem þýðir að engin stjarna gæti hafa sést í austri alla nóttina. Í besta falli hefðu vitringarnir fylgt henni eftir í nokkrar klukkustundir en síðan fylgt henni í allt aðra átt. Eina stjarnan sem virðist alltaf vera á sama svæði himinsins er Pólstjarnan. Hún er hins vegar tiltölulega dauf og ekki líklegt að hún hafi verið Betlehemstjarnan.

Sú útskýring hefur verið sett fram að stjarnan hafi risið stuttu fyrir sólarupprás og þannig hafi hún aðeins sést í austri. Af því leiðir að stjarnan sást ekki mestan hluta næturinnar og mundi auðvitað ekki sjást að degi til. Þetta þykir þó frekar ólíkleg útskýring. Gætu vitringarnir hafa fylgt stjörnu sem þeir sáu aðeins í nokkrar mínútur á hverjum degi? Og ætti stjarnan sem táknaði fæðingu frelsarans ekki að vera mun augljósari?

Margir hafa nefnt til sögunnar svokallað nýstirni. Nýstirni verður til þegar hvít dvergstjarna, sem hefur safnað að sér miklu efni frá stjörnu sem hún er á braut um, kastar efninu burt frá sér í röð mikilla kjarnasprenginga. Rétt er að taka fram að nýstirni (nóva) er ekki það sama og sprengistjarna (súpernóva). Þegar þetta gerist eykst birta hvítu dvergstjörnunnar allt að milljónfalt á mjög skömmum tíma. Fornir kínverskir stjörnufræðingar skrásettu upplýsingar um slíka stjörnu í Steingeitarmerkinu í mars og apríl árið 5 f. Kr., en sú stjarna sást í meira en 70 daga. Nýja stjarnan sem kínversku stjörnufræðingarnir sáu hefði birst í austri nokkrum klukkustundum fyrir sólarupprás. Í Matteusarguðspjalli 2:9 segir hins vegar að stjarnan hafi síðar verið sýnileg í suðri þegar vitringarnir stefndu í suðurátt til Betlehem eftir að hafa heimsótt Heródes konung. Nýstirni hefði aldrei geta færst svo mikið á svo stuttum tíma.

Sumir halda því fram að stjarnan gæti hafa verið halastjarna, en áður fyrr voru þær, líkt og nýstirni, taldar vera boðberar mikilli tíðinda. Halastjörnur voru þó oftast fyrirboðar illra atburða. Vitringarnir sáu Betlehemstjörnuna upphaflega í austri og þegar þeir héldu til Betlehem, eftir að hafa heimsótt Heródes konung í Júdeu, gætu þeir hafa séð hana beint fyrir framan á leið sinni í suðurátt. Halastjarna hefði færst frá austri til suðurs á meðan 2 til 4 mánaða ferð vitringana stóð. Kínversku stjörnufræðingarnir skrásettu hins vegar ekki hjá sér neina færslu hjá fyrirbærinu. Halastjarna Halleys birtist um þessar myndir, en birting hennar árið 12. f. Kr. er fulllangt frá líklegum tímaramma fæðingar Jesú Krists.

Árið 7 f. Kr. var þrefalt samspil Júpíters og Satúrnusar. Öll áttu þau sér stað í Fiskamerkinu, sem löngum hefur verið tengt hebresku þjóðinni. Þessi atburður er sjaldgæfur, hann á sér einungis stað á um 900 ára fresti. Fyrsta samspilið var seint í maí, annað í september og hið þriðja snemma í desember. Pláneturnar komu aldrei mjög nærri hvor annarri en fjarlægðin milli þeirra á himninum var jafngild sýndarþvermáli tveggja tungla og því lítill möguleiki á að sjá þær líta út sem eina stjörnu. Þessi atburður hefur hins vegar haft mikla þýðingu fyrir stjörnufræðinga á þeim tíma. Júpíter var pláneta konunga og Satúrnus var “verndari gyðinga”. Það væri auðvelt að telja þetta tákn um að Messías gyðinga hefði verið eða væri um það bil að fæðast.

Í febrúar árið 6 f. Kr. dönsuðu þrjár plánetur saman, aftur í Fiskamerkinu, þegar Júpíter, Mars og Satúrnus voru í innan við 8 gráðu fjarlægð hver frá annarri. Þessi atburður gerist aðeins á um 800 ára fresti og hefur líklega þótt sæta tíðindum hjá stjörnufræðingum til forna. Líklegt er þeir hafi getað spáð fyrir um báða þessa atburði.

Sumir halda því fram að Betlehemstjarnan hafi aðeins verið Júpíter að færast á himninum. Þegar pláneta er í bakhreyfingu, virðist hún mynda lykkju á ferð sinni bakvið stjörnum prýtt himinhvelið. Plánetan virðist með berum augum staðbundin á hvorum enda lykkjunnar í um það bil viku. Slíkt átti sér til dæmis stað þann 25. desember árið 2 f. Kr. Hreyfing plánetunnar á þeim tíma í vestur hefði leitt vitringana til Jerúsalem en vegna bakhreyfingar Júpíters virtist plánetan “stöðvast” á himninum, frá Jerúsalem séð, beint í suðri, yfir Betlehem. Og ekki nóg með það, heldur “stöðvaðist” plánetan í Meyjarmerkinu og var þannig stöðug í næstum sex daga. Auk þess virtist sem sólin “stæði kyrr” vegna þess að stutt var liðið frá vetrarsólstöðum.

Þetta virðist einföld lausn en stemmir kannski ekki alveg við þá tilgátu sem margir fræðimenn aðhyllast, það er að Jesú hafi fæðst snemma eða um miðjan september árið 3 f. Kr. Það passar illa við bakhreyfingu Júpíters ári síðar!

Kenningar um samstöðu plánetna eða staðbundna stöðu Júpíters eru líklega mun nær sannleikanum um jólastjörnuna heldur en nýstirni eða halastjörnur. Kenningarnar um pláneturnar hafa nefnilega minnstu mótrökin í útskýringunum á þessu stjarnfræðilega fyrirbæri sem á að hafa sést á svipuðum tíma og Jesús fæddist. Jólastjarnan gæti líka vissulega hafa verið uppspuni eins og við höfum fært rök fyrir fyrr í svarinu. Miklir himneskir viðburðir voru oft tengdir fæðingum merkra konunga. Höfundur Matteusarguðspjalls var fyrst og fremst að rita fyrir gyðinga og hann vildi sannfæra þá um að Jesús væri holdgervingur gyðinglegra spádóma.

Það að halda því fram að jólastjarnan hafi ekki verið raunverulegur atburður dregur ekki úr boðskapnum. Í versta falli þýðir það að öll jólakortin með sögusviði fæðingar Jesús Krists eru ekki sagnfræðilega rétt, en flestir sem lesið hafa Matteusar- og Lúkasarguðspjöllin vita það nú þegar.

Þegar allt kemur til alls virðist sem stjarnan sé annað hvort tákn og því ekki raunveruleg, eða eitthvert yfirnáttúrulegt kraftaverk Guðs og þar af leiðandi ekki viðfangsefni vísindanna.

Sá möguleiki er fyllilega fyrir hendi að leyndardómurinn um jólastjörnuna verði aldrei leystur fullkomlega.

Höfundur þakkar Einari Sigurbjörnssyni prófessor í guðfræði kærlega fyrir góðar ábendingar um það sem betur mátti fara í þessu svari.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

19.12.2003

Spyrjandi

Helgi Arason, f. 1986

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Var Betlehemstjarnan raunverulega til?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2003. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3925.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 19. desember). Var Betlehemstjarnan raunverulega til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3925

Sævar Helgi Bragason. „Var Betlehemstjarnan raunverulega til?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2003. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3925>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var Betlehemstjarnan raunverulega til?
Betlehemstjarnan er dularfullt tákn og hún hefur valdið stjörnufræðingum, sagnfræðingum og guðfræðingum miklum heilabrotum í tæp tvö árþúsund.

Í þessu svari ætlum við skoða fjóra möguleika:
  1. Stjarnan var einstakt tilvik, hún hafði aldrei sést áður og hefur ekki sést síðan. Guð lét hana birtast til að opinbera fæðingu sonar síns.
  2. Frásögnin af stjörnunni var bætt við í söguna um fæðingu Jesú.
  3. Stjarnan var raunverulegt fyrirbæri.
  4. Stjarnan var ekki til og allt Nýja testamentið er falsað.
Ef við trúum fyrstu kenningunni þá hafa stjörnufræðingar ekkert um málið að segja. Stjarnan var yfirnáttúrlegt kraftaverk og á sér þess vegna engar röklegar skýringar.

Önnur kenningin þykir nokkuð líkleg. Um það leyti sem Jesú átti að hafa fæðst vissu fáir um mikilvægi hans. Aðeins er minnst á stjörnuna í Matteusarguðspjalli (1.18-2.12) en ekki í Lúkasarguðspjalli þar sem einnig segir frá fæðingu Jesú (2.1-20). Í hinum tveimur guðspjöllunum er ekki minnst á fæðinguna. Matteus skrifaði guðspjallið nokkru eftir að Jesú var krossfestur og hann gæti hafa bætt stjörnunni við söguna, enda tengdust stjörnur fæðingum allra mikilla konunga á þessum tíma.

Mjög fáar vísbendingar styðja fjórðu kenninguna og taka sagnfræðingar og guðfræðingar því lítið mark á henni. Við skulum þess vegna ekki eyða tíma í hana.

Í Matteusarguðspjalli segir þetta um Betlehemstjörnuna:
Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: “Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu.” (2:1-2 )
Í Lúkasarguðspjalli er að finna mun nákvæmari frásögn af fæðingunni en þar er hvergi minnst á stjörnuna né vitringana. Lúkas minnist heldur ekki á Heródes sem lét myrða öll sveinbörn í Betlehem yngri en tveggja ára. Og hann segir ekki frá flótta fjölskyldunnar til Egiftalands í kjölfarið.

Á hinn bóginn minnist Matteus ekkert á ferð til heimilis forfeðra Jósefs, Betlehems, eða tilskipun Ágústusar keisara. Hann segir ekkert um mannmarga gististaði, jötuna eða englana sem birtust fjárhirðunum.

Fræðimenn eru helst á þeirri skoðun að Matteusarguðspjall sé til orðið í þeirri mynd sem við þekkjum það einhvern tíma á árabilinu 50-70 og Lúkasarguðspjall á árunum 58-70. Í báðum kemur fram að Jesús hafði fæðst í Betlehem á síðustu stjórnunarárum Heródesar, að um fæðinguna tilkynnti himneskur sendiboði og að raunverulegt heimili Jesús hafi verið í Nazaret.

Betlehemstjarnan er eins og halastjarna á þessu málverki eftir Giotto di Bondone (1267-1337).

Flestir fræðimenn telja að Kristur hafi fæðst einhvern tímann á bilinu 7 f. Kr. og 1 e. Kr. (‘árið’ 0 er ekki til). Nokkrir stjarnfræðilegir viðburðir urðu á þessum tíma.

Í einni misvísandi þýðingu Matteusarguðspjalls er gefið til kynna að stjarnan rísi í austri, en í flestum þýðingum er hún sögð “renna upp”. Ef við þekkjum göngu stjarnanna á himninum vitum við að stjörnur rísa í austri og setjast í vestri sem þýðir að engin stjarna gæti hafa sést í austri alla nóttina. Í besta falli hefðu vitringarnir fylgt henni eftir í nokkrar klukkustundir en síðan fylgt henni í allt aðra átt. Eina stjarnan sem virðist alltaf vera á sama svæði himinsins er Pólstjarnan. Hún er hins vegar tiltölulega dauf og ekki líklegt að hún hafi verið Betlehemstjarnan.

Sú útskýring hefur verið sett fram að stjarnan hafi risið stuttu fyrir sólarupprás og þannig hafi hún aðeins sést í austri. Af því leiðir að stjarnan sást ekki mestan hluta næturinnar og mundi auðvitað ekki sjást að degi til. Þetta þykir þó frekar ólíkleg útskýring. Gætu vitringarnir hafa fylgt stjörnu sem þeir sáu aðeins í nokkrar mínútur á hverjum degi? Og ætti stjarnan sem táknaði fæðingu frelsarans ekki að vera mun augljósari?

Margir hafa nefnt til sögunnar svokallað nýstirni. Nýstirni verður til þegar hvít dvergstjarna, sem hefur safnað að sér miklu efni frá stjörnu sem hún er á braut um, kastar efninu burt frá sér í röð mikilla kjarnasprenginga. Rétt er að taka fram að nýstirni (nóva) er ekki það sama og sprengistjarna (súpernóva). Þegar þetta gerist eykst birta hvítu dvergstjörnunnar allt að milljónfalt á mjög skömmum tíma. Fornir kínverskir stjörnufræðingar skrásettu upplýsingar um slíka stjörnu í Steingeitarmerkinu í mars og apríl árið 5 f. Kr., en sú stjarna sást í meira en 70 daga. Nýja stjarnan sem kínversku stjörnufræðingarnir sáu hefði birst í austri nokkrum klukkustundum fyrir sólarupprás. Í Matteusarguðspjalli 2:9 segir hins vegar að stjarnan hafi síðar verið sýnileg í suðri þegar vitringarnir stefndu í suðurátt til Betlehem eftir að hafa heimsótt Heródes konung. Nýstirni hefði aldrei geta færst svo mikið á svo stuttum tíma.

Sumir halda því fram að stjarnan gæti hafa verið halastjarna, en áður fyrr voru þær, líkt og nýstirni, taldar vera boðberar mikilli tíðinda. Halastjörnur voru þó oftast fyrirboðar illra atburða. Vitringarnir sáu Betlehemstjörnuna upphaflega í austri og þegar þeir héldu til Betlehem, eftir að hafa heimsótt Heródes konung í Júdeu, gætu þeir hafa séð hana beint fyrir framan á leið sinni í suðurátt. Halastjarna hefði færst frá austri til suðurs á meðan 2 til 4 mánaða ferð vitringana stóð. Kínversku stjörnufræðingarnir skrásettu hins vegar ekki hjá sér neina færslu hjá fyrirbærinu. Halastjarna Halleys birtist um þessar myndir, en birting hennar árið 12. f. Kr. er fulllangt frá líklegum tímaramma fæðingar Jesú Krists.

Árið 7 f. Kr. var þrefalt samspil Júpíters og Satúrnusar. Öll áttu þau sér stað í Fiskamerkinu, sem löngum hefur verið tengt hebresku þjóðinni. Þessi atburður er sjaldgæfur, hann á sér einungis stað á um 900 ára fresti. Fyrsta samspilið var seint í maí, annað í september og hið þriðja snemma í desember. Pláneturnar komu aldrei mjög nærri hvor annarri en fjarlægðin milli þeirra á himninum var jafngild sýndarþvermáli tveggja tungla og því lítill möguleiki á að sjá þær líta út sem eina stjörnu. Þessi atburður hefur hins vegar haft mikla þýðingu fyrir stjörnufræðinga á þeim tíma. Júpíter var pláneta konunga og Satúrnus var “verndari gyðinga”. Það væri auðvelt að telja þetta tákn um að Messías gyðinga hefði verið eða væri um það bil að fæðast.

Í febrúar árið 6 f. Kr. dönsuðu þrjár plánetur saman, aftur í Fiskamerkinu, þegar Júpíter, Mars og Satúrnus voru í innan við 8 gráðu fjarlægð hver frá annarri. Þessi atburður gerist aðeins á um 800 ára fresti og hefur líklega þótt sæta tíðindum hjá stjörnufræðingum til forna. Líklegt er þeir hafi getað spáð fyrir um báða þessa atburði.

Sumir halda því fram að Betlehemstjarnan hafi aðeins verið Júpíter að færast á himninum. Þegar pláneta er í bakhreyfingu, virðist hún mynda lykkju á ferð sinni bakvið stjörnum prýtt himinhvelið. Plánetan virðist með berum augum staðbundin á hvorum enda lykkjunnar í um það bil viku. Slíkt átti sér til dæmis stað þann 25. desember árið 2 f. Kr. Hreyfing plánetunnar á þeim tíma í vestur hefði leitt vitringana til Jerúsalem en vegna bakhreyfingar Júpíters virtist plánetan “stöðvast” á himninum, frá Jerúsalem séð, beint í suðri, yfir Betlehem. Og ekki nóg með það, heldur “stöðvaðist” plánetan í Meyjarmerkinu og var þannig stöðug í næstum sex daga. Auk þess virtist sem sólin “stæði kyrr” vegna þess að stutt var liðið frá vetrarsólstöðum.

Þetta virðist einföld lausn en stemmir kannski ekki alveg við þá tilgátu sem margir fræðimenn aðhyllast, það er að Jesú hafi fæðst snemma eða um miðjan september árið 3 f. Kr. Það passar illa við bakhreyfingu Júpíters ári síðar!

Kenningar um samstöðu plánetna eða staðbundna stöðu Júpíters eru líklega mun nær sannleikanum um jólastjörnuna heldur en nýstirni eða halastjörnur. Kenningarnar um pláneturnar hafa nefnilega minnstu mótrökin í útskýringunum á þessu stjarnfræðilega fyrirbæri sem á að hafa sést á svipuðum tíma og Jesús fæddist. Jólastjarnan gæti líka vissulega hafa verið uppspuni eins og við höfum fært rök fyrir fyrr í svarinu. Miklir himneskir viðburðir voru oft tengdir fæðingum merkra konunga. Höfundur Matteusarguðspjalls var fyrst og fremst að rita fyrir gyðinga og hann vildi sannfæra þá um að Jesús væri holdgervingur gyðinglegra spádóma.

Það að halda því fram að jólastjarnan hafi ekki verið raunverulegur atburður dregur ekki úr boðskapnum. Í versta falli þýðir það að öll jólakortin með sögusviði fæðingar Jesús Krists eru ekki sagnfræðilega rétt, en flestir sem lesið hafa Matteusar- og Lúkasarguðspjöllin vita það nú þegar.

Þegar allt kemur til alls virðist sem stjarnan sé annað hvort tákn og því ekki raunveruleg, eða eitthvert yfirnáttúrulegt kraftaverk Guðs og þar af leiðandi ekki viðfangsefni vísindanna.

Sá möguleiki er fyllilega fyrir hendi að leyndardómurinn um jólastjörnuna verði aldrei leystur fullkomlega.

Höfundur þakkar Einari Sigurbjörnssyni prófessor í guðfræði kærlega fyrir góðar ábendingar um það sem betur mátti fara í þessu svari.

Heimildir og mynd:

...