Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst?

SIV

Svíinn Alfred Nobel, sem fann meðal annars upp dýnamitið, stofnaði til Nóbelsverðlaunanna í erfðaskrá sinni. Þau voru fyrst afhent árið 1901 í fjórum greinum, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Sænska akademían úthlutar þeim. Einnig hafa frá upphafi verið veitt friðarverðlaun samkvæmt ákvörðun norska Stórþingsins. Frá 1969 hafa einnig verið veitt Nóbelsverðlaun í hagfræði.

Árið 1901 fengu þessir verðlaunin:

Eðlisfræði: Wilhelm Conrad Röntgen, Þýskalandi, fyrir uppgötvun röntgengeislunar.

Efnafræði: Jacobus Henricus van't Hoff, Hollandi, fyrir rannsóknir á flæðiþrýstingi og eiginleikum lausna.

Læknisfræði: Emil von Behring, Þýskalandi, frumkvöðull í ónæmisfræði.

Bókmenntir: Sully-Prudhomme, Frakklandi, fyrir ljóð sín.

Friðarverðlaun: Henri Dunant, Sviss, stofnandi Rauða krossins og Frederic Passy, Frakklandi, fyrir störf að friðarmálum.

Fyrstu hagfræðiverðlaunin árið 1969 fengu Ragnar Frisch, Noregi, og Jan Tinbergen, Hollandi, fyrir þróun hagfræðilíkana.

Á vefsetri Nóbelssjóðsins eru ýmsar upplýsingar um Nóbelsverðlaunin og verðlaunahafa eftir greinum og árum.

Höfundur

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Útgáfudagur

4.5.2000

Spyrjandi

Óskar Ingi Magnússon, f. 1986

Tilvísun

SIV. „Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst? “ Vísindavefurinn, 4. maí 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=398.

SIV. (2000, 4. maí). Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=398

SIV. „Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst? “ Vísindavefurinn. 4. maí. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=398>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst?
Svíinn Alfred Nobel, sem fann meðal annars upp dýnamitið, stofnaði til Nóbelsverðlaunanna í erfðaskrá sinni. Þau voru fyrst afhent árið 1901 í fjórum greinum, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Sænska akademían úthlutar þeim. Einnig hafa frá upphafi verið veitt friðarverðlaun samkvæmt ákvörðun norska Stórþingsins. Frá 1969 hafa einnig verið veitt Nóbelsverðlaun í hagfræði.

Árið 1901 fengu þessir verðlaunin:

Eðlisfræði: Wilhelm Conrad Röntgen, Þýskalandi, fyrir uppgötvun röntgengeislunar.

Efnafræði: Jacobus Henricus van't Hoff, Hollandi, fyrir rannsóknir á flæðiþrýstingi og eiginleikum lausna.

Læknisfræði: Emil von Behring, Þýskalandi, frumkvöðull í ónæmisfræði.

Bókmenntir: Sully-Prudhomme, Frakklandi, fyrir ljóð sín.

Friðarverðlaun: Henri Dunant, Sviss, stofnandi Rauða krossins og Frederic Passy, Frakklandi, fyrir störf að friðarmálum.

Fyrstu hagfræðiverðlaunin árið 1969 fengu Ragnar Frisch, Noregi, og Jan Tinbergen, Hollandi, fyrir þróun hagfræðilíkana.

Á vefsetri Nóbelssjóðsins eru ýmsar upplýsingar um Nóbelsverðlaunin og verðlaunahafa eftir greinum og árum....