Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Nei, massi tiltekins hlutar er stærð sem breytist ekki hvað sem við gerum við hlutinn, nema þá að við bætum einhverju efni við hann eða skiljum efni frá honum. Massinn er til dæmis hinn sami hvort sem hluturinn er staddur hér á Íslandi, uppi á Everest-fjalli, á tunglinu eða við yfirborð reikistjörnunnar Júpíters.

Þyngd hlutar er hins vegar krafturinn sem verkar á hann frá öðrum hlutum í grenndinni. Hún er bæði háð því hverjir þessir hlutir eru og hversu langt hluturinn er frá miðju þeirra. - Þegar við förum með hlut frá sjávarmáli upp á Everest-fjall fjarlægist hann miðju jarðar um rúmlega 1 af þúsundi og þyngd hans minnkar um 2-3 af þúsundi, sem er vel hægt að lesa af þokkalega nákvæmri vog. - Þegar hlutur er staddur við yfirborð tunglsins ræður tunglið mestu um þyngd hans. Þar sem það er bæði miklu minna en jörðin og léttara í sér eru hlutir 9 sinnum léttari við yfirborð tunglsins en við sjávarmál hér á jörðinni. - Júpíter er á hinn bóginn miklu stærri og efnismeiri en jörðin og hlutir hafa þar 2,5 sinnum meiri þyngd en hér á jörðinni. Við gætum ekki staðið upprétt þar eða gengið, að minnsta kosti ekki lengi!

En það er ekki sama hvers konar vog við höfum með okkur upp á Everest eða til tunglsins ef við ætlum að mæla þyngd okkar. Vogir eru í aðalatriðum tvenns konar. Sumar, þar á meðal ýmsar eldhúsvogir, mæla í rauninni massa hlutanna. Með þessum vogum er massinn borinn saman við einhvers konar lóð eða viðmiðunarmassa. Vogin mælir því í rauninni massa hlutarins í kílógrömmum, eins og hún segist gera. Aðrar vogir mæla hins vegar í rauninni þyngd hlutarins þó að þær gefi annað til kynna. Þær mæla þá til dæmis togkraftinn í einhvers konar gormum. Myndin hér á eftir sýnir slíka vog, þ.e. gormavog sem sýnir togkraft lóðsins sem í henni hangir en ekki massa þess.

Það er alveg sama hvert við förum með vogir af fyrri gerðinni, upp á fjöll eða út í geiminn; þær munu alltaf sýna sama massann. "Massinn" sem við lesum af vogum af síðari gerðinni verður hins vegar síbreytilegur því að hann er í rauninni í hlutfalli við þyngdina og hún breytist eftir því hvaða himinhnettir eru í grennd við okkur á hverjum tíma, og hversu langt miðja þeirra er frá okkur. Einnig koma fram lítils háttar breytingar eftir því hvar við erum á jörðinni. Ef mikið af þungu og þéttu efni er til að mynda rétt fyrir neðan okkur í jörðinni, togar hún í okkur með meiri krafti en ella, og þyngd hluta á þessum stað verður meiri en annars staðar á jörðinni.

Þegar fólk lætur sér annt um "líkamsþyngd" sína er í rauninni átt við massann. Hann minnkar ekki við það eitt að við fjarlægjumst miðju jarðar, þó að sumar vogir gefi þá til kynna breytingu á þyngd!

Höfundar

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

31.1.2000

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=40.

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 31. janúar). Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=40

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=40>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?
Nei, massi tiltekins hlutar er stærð sem breytist ekki hvað sem við gerum við hlutinn, nema þá að við bætum einhverju efni við hann eða skiljum efni frá honum. Massinn er til dæmis hinn sami hvort sem hluturinn er staddur hér á Íslandi, uppi á Everest-fjalli, á tunglinu eða við yfirborð reikistjörnunnar Júpíters.

Þyngd hlutar er hins vegar krafturinn sem verkar á hann frá öðrum hlutum í grenndinni. Hún er bæði háð því hverjir þessir hlutir eru og hversu langt hluturinn er frá miðju þeirra. - Þegar við förum með hlut frá sjávarmáli upp á Everest-fjall fjarlægist hann miðju jarðar um rúmlega 1 af þúsundi og þyngd hans minnkar um 2-3 af þúsundi, sem er vel hægt að lesa af þokkalega nákvæmri vog. - Þegar hlutur er staddur við yfirborð tunglsins ræður tunglið mestu um þyngd hans. Þar sem það er bæði miklu minna en jörðin og léttara í sér eru hlutir 9 sinnum léttari við yfirborð tunglsins en við sjávarmál hér á jörðinni. - Júpíter er á hinn bóginn miklu stærri og efnismeiri en jörðin og hlutir hafa þar 2,5 sinnum meiri þyngd en hér á jörðinni. Við gætum ekki staðið upprétt þar eða gengið, að minnsta kosti ekki lengi!

En það er ekki sama hvers konar vog við höfum með okkur upp á Everest eða til tunglsins ef við ætlum að mæla þyngd okkar. Vogir eru í aðalatriðum tvenns konar. Sumar, þar á meðal ýmsar eldhúsvogir, mæla í rauninni massa hlutanna. Með þessum vogum er massinn borinn saman við einhvers konar lóð eða viðmiðunarmassa. Vogin mælir því í rauninni massa hlutarins í kílógrömmum, eins og hún segist gera. Aðrar vogir mæla hins vegar í rauninni þyngd hlutarins þó að þær gefi annað til kynna. Þær mæla þá til dæmis togkraftinn í einhvers konar gormum. Myndin hér á eftir sýnir slíka vog, þ.e. gormavog sem sýnir togkraft lóðsins sem í henni hangir en ekki massa þess.

Það er alveg sama hvert við förum með vogir af fyrri gerðinni, upp á fjöll eða út í geiminn; þær munu alltaf sýna sama massann. "Massinn" sem við lesum af vogum af síðari gerðinni verður hins vegar síbreytilegur því að hann er í rauninni í hlutfalli við þyngdina og hún breytist eftir því hvaða himinhnettir eru í grennd við okkur á hverjum tíma, og hversu langt miðja þeirra er frá okkur. Einnig koma fram lítils háttar breytingar eftir því hvar við erum á jörðinni. Ef mikið af þungu og þéttu efni er til að mynda rétt fyrir neðan okkur í jörðinni, togar hún í okkur með meiri krafti en ella, og þyngd hluta á þessum stað verður meiri en annars staðar á jörðinni.

Þegar fólk lætur sér annt um "líkamsþyngd" sína er í rauninni átt við massann. Hann minnkar ekki við það eitt að við fjarlægjumst miðju jarðar, þó að sumar vogir gefi þá til kynna breytingu á þyngd!

...