Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Úr hverju er vatn?

JGÞ

Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind.

Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O.

Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham er það fljótandi og þegar við sjóðum vatn breytist það í gas.

Þegar vatn er á fljótandi formi eru vatnssameindir á stöðugri hreyfingu. Tengsl vetnisfrumeindanna við súrefnisfrumeindina eru sífellt að rofna og myndast aftur.

Þegar vatnið kólnar minnkar orka sameindanna og þær hreyfast hægar. Að lokum festast þær nær allar hver við aðra og þá er frostmarki náð.

Hægt er að lesa meira um vatn í svörum við spurningunum:Mynd: PhysicalGeography.net

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.3.2004

Spyrjandi

Arnar Sveinn, f. 1994

Tilvísun

JGÞ. „Úr hverju er vatn?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4070.

JGÞ. (2004, 17. mars). Úr hverju er vatn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4070

JGÞ. „Úr hverju er vatn?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4070>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er vatn?
Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind.

Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O.

Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham er það fljótandi og þegar við sjóðum vatn breytist það í gas.

Þegar vatn er á fljótandi formi eru vatnssameindir á stöðugri hreyfingu. Tengsl vetnisfrumeindanna við súrefnisfrumeindina eru sífellt að rofna og myndast aftur.

Þegar vatnið kólnar minnkar orka sameindanna og þær hreyfast hægar. Að lokum festast þær nær allar hver við aðra og þá er frostmarki náð.

Hægt er að lesa meira um vatn í svörum við spurningunum:Mynd: PhysicalGeography.net

...