Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Getur ekki verið fullt af lífverum í kringum okkur en okkur skorti skilningarvit til að skynja þær?

ÞV

Spurningin í heild var sem hér segir:
Fyrst maðurinn hefur bara fimm skilningarvit getur þá ekki verið fullt af lífverum í kringum okkur en okkur skorti skilningarvit til að skynja þær? Og gæti ekki verið að fyrstu sambönd okkar við annað vitsmunalíf verði gegnum tæki sem getur skynjað þetta "líf" en ekki að fara langt út í geiminn?
Hugkvæmni mannanna eru lítil takmörk sett og því má næstum segja að allt sé hugsanlegt. Hins vegar eru þeir hlutir harla fáir í grennd við yfirborð jarðar sem við skynjum aðeins með einu skilningarviti. Því er vandséð að það mundi breyta miklu að bæta við einu slíku.

Auk þess má segja að ýmiss konar tæki og tól sem menn hafa gert sér jafngildi nýjum skilningarvitum, enda hafa þau leitt í ljós ýmislegt í umhverfinu sem við höfðum áður enga hugmynd um. Sem dæmi um þetta má nefna bæði stjörnukíki og smásjá en auk þess tæki sem nema hljóðbylgjur sem við heyrum alls ekki og útvarpsviðtæki og önnur tæki sem nema rafsegulbylgjur og geislun sem við skynjum alls ekki með náttúrlegum skilningarvitum okkar.

Jákvætt svar við spurningunni verður ekki líklegra fyrir það að spurt er sérstaklega um lífverur. Lífverur eru nefnilega ekki venjulegir einfaldir hlutir eða fyrirbæri, samkvæmt því sem við vitum best. Því er enn ólíklegra en annað að slíkar verur gætu leynst fyrir okkur hérna í mannheimum.

Niðurstaðan er því sú að furðu margt er í sjálfu sér "hugsanlegt" en þau fyrirbæri sem spurt er um eru afar ólíkleg samkvæmt þekkingu vísindanna nú á dögum.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Ævar Már Óskarsson, f. 1983

Tilvísun

ÞV. „Getur ekki verið fullt af lífverum í kringum okkur en okkur skorti skilningarvit til að skynja þær?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=418.

ÞV. (2000, 13. maí). Getur ekki verið fullt af lífverum í kringum okkur en okkur skorti skilningarvit til að skynja þær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=418

ÞV. „Getur ekki verið fullt af lífverum í kringum okkur en okkur skorti skilningarvit til að skynja þær?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=418>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur ekki verið fullt af lífverum í kringum okkur en okkur skorti skilningarvit til að skynja þær?
Spurningin í heild var sem hér segir:

Fyrst maðurinn hefur bara fimm skilningarvit getur þá ekki verið fullt af lífverum í kringum okkur en okkur skorti skilningarvit til að skynja þær? Og gæti ekki verið að fyrstu sambönd okkar við annað vitsmunalíf verði gegnum tæki sem getur skynjað þetta "líf" en ekki að fara langt út í geiminn?
Hugkvæmni mannanna eru lítil takmörk sett og því má næstum segja að allt sé hugsanlegt. Hins vegar eru þeir hlutir harla fáir í grennd við yfirborð jarðar sem við skynjum aðeins með einu skilningarviti. Því er vandséð að það mundi breyta miklu að bæta við einu slíku.

Auk þess má segja að ýmiss konar tæki og tól sem menn hafa gert sér jafngildi nýjum skilningarvitum, enda hafa þau leitt í ljós ýmislegt í umhverfinu sem við höfðum áður enga hugmynd um. Sem dæmi um þetta má nefna bæði stjörnukíki og smásjá en auk þess tæki sem nema hljóðbylgjur sem við heyrum alls ekki og útvarpsviðtæki og önnur tæki sem nema rafsegulbylgjur og geislun sem við skynjum alls ekki með náttúrlegum skilningarvitum okkar.

Jákvætt svar við spurningunni verður ekki líklegra fyrir það að spurt er sérstaklega um lífverur. Lífverur eru nefnilega ekki venjulegir einfaldir hlutir eða fyrirbæri, samkvæmt því sem við vitum best. Því er enn ólíklegra en annað að slíkar verur gætu leynst fyrir okkur hérna í mannheimum.

Niðurstaðan er því sú að furðu margt er í sjálfu sér "hugsanlegt" en þau fyrirbæri sem spurt er um eru afar ólíkleg samkvæmt þekkingu vísindanna nú á dögum....