Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?

ÞV

Breytileikinn er eitt af því sem einkennir lífið á jörðinni. Einstaklingar af sömu tegund eru mismunandi og það er mikilvæg forsenda fyrir því að lífið þróist. Þannig getur náttúruvalið farið að verka með því að þeir einstaklingar veljast úr sem hafa hagstæða eiginleika í því samhengi sem við á hverju sinni. Breytileiki í stofni stuðlar líka að hæfni hans sem heildar til að laga sig að breyttum aðstæðum.

Hjá villtum grasætum getur styggð verið bæði kostur og galli. Hún stuðlar allajafna að því að rándýrin nái dýrinu síður. En kannski hleypur stygga dýrið óþarflega oft af stað eða það hleypur óþarflega hratt og líka lengra en þörf er á. Þar með brennir það orku til ónýtis og getur kannski ekki hlaupið eins hratt næst þegar rándýr nálgast. Svo getur það líka meitt sig á hlaupunum. En fyrir dýrastofninn í heild er hagstætt að í honum séu bæði stygg og gæf dýr, meðal annars vegna náttúruvalsins og aðlögunarinnar eins og áður var sagt.

Húsdýr eins og sauðkindin eiga rætur að rekja til villtra dýra og hafa breytileikann þaðan. Bóndinn getur hins vegar haft margs konar áhrif á eiginleika sauðfjárins, meðal annars eftir aðstæðum á hverjum tíma. Í eina tíð þótti Íslendingum best að kindakjöt væri sem feitast. Eftir að menn lærðu á kynbætur hafa bændur þá reynt að rækta hjá sér feitt kyn og þær kindur hafa þá líklega ekki heldur verið mjög styggar eða fráar á fæti. Nú er öldin önnur og við viljum ekki feitt kjöt. Margir sauðfjárbændur taka tillit til þess þegar þeir velja fé til undaneldis.

Bændur geta líka valið að rækta upp einsleita stofna sem kallað er, það er að segja stofna með litlum breytileika. Þetta hefur verið gert víða erlendis og birtist til dæmis glöggt í lit dýranna. Þannig eru kýr á sumum svæðum erlendis nær eingöngu rauðar, annars staðar svartar og svo framvegis. Breytileikinn í lit búfjár á Íslandi er til marks um að ræktun af þessu tagi hefur ekki verið beitt, og raunar er miklu styttra síðan kynbætur hófust hér en víða í nágrannalöndum.

Önnur svör sem tengjast þessu má kalla fram með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Kristján Ingi Arnarsson

Tilvísun

ÞV. „Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=421.

ÞV. (2000, 13. maí). Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=421

ÞV. „Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=421>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?
Breytileikinn er eitt af því sem einkennir lífið á jörðinni. Einstaklingar af sömu tegund eru mismunandi og það er mikilvæg forsenda fyrir því að lífið þróist. Þannig getur náttúruvalið farið að verka með því að þeir einstaklingar veljast úr sem hafa hagstæða eiginleika í því samhengi sem við á hverju sinni. Breytileiki í stofni stuðlar líka að hæfni hans sem heildar til að laga sig að breyttum aðstæðum.

Hjá villtum grasætum getur styggð verið bæði kostur og galli. Hún stuðlar allajafna að því að rándýrin nái dýrinu síður. En kannski hleypur stygga dýrið óþarflega oft af stað eða það hleypur óþarflega hratt og líka lengra en þörf er á. Þar með brennir það orku til ónýtis og getur kannski ekki hlaupið eins hratt næst þegar rándýr nálgast. Svo getur það líka meitt sig á hlaupunum. En fyrir dýrastofninn í heild er hagstætt að í honum séu bæði stygg og gæf dýr, meðal annars vegna náttúruvalsins og aðlögunarinnar eins og áður var sagt.

Húsdýr eins og sauðkindin eiga rætur að rekja til villtra dýra og hafa breytileikann þaðan. Bóndinn getur hins vegar haft margs konar áhrif á eiginleika sauðfjárins, meðal annars eftir aðstæðum á hverjum tíma. Í eina tíð þótti Íslendingum best að kindakjöt væri sem feitast. Eftir að menn lærðu á kynbætur hafa bændur þá reynt að rækta hjá sér feitt kyn og þær kindur hafa þá líklega ekki heldur verið mjög styggar eða fráar á fæti. Nú er öldin önnur og við viljum ekki feitt kjöt. Margir sauðfjárbændur taka tillit til þess þegar þeir velja fé til undaneldis.

Bændur geta líka valið að rækta upp einsleita stofna sem kallað er, það er að segja stofna með litlum breytileika. Þetta hefur verið gert víða erlendis og birtist til dæmis glöggt í lit dýranna. Þannig eru kýr á sumum svæðum erlendis nær eingöngu rauðar, annars staðar svartar og svo framvegis. Breytileikinn í lit búfjár á Íslandi er til marks um að ræktun af þessu tagi hefur ekki verið beitt, og raunar er miklu styttra síðan kynbætur hófust hér en víða í nágrannalöndum.

Önnur svör sem tengjast þessu má kalla fram með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu....