Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað getur þú sagt mér um krákur?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver er munurinn á krákum og hröfnum? Segðu mér allt um krákur.

Krákur og hrafnar tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae) sem er af ættbálki spörfugla. Um 115 tegundir teljast til ættar hröfnunga, þar af tilheyra um eða yfir 40 tegundir ættkvíslinni Corvus en í þeirri ættkvísl eru krákur og hrafnar.

Helsti munurinn á krákum og hröfnum er sá að hrafnar eru talsvert stærri og sterkbyggðari en krákur. Mikill meirihluti þeirra tegunda sem teljast til ættkvíslarinnar Corvus er kallaður krákur en nokkrar tegundanna eru hrafnar.

Meðal hrafna eru til dæmis hinn eiginlegi hrafn (Corvus corax, e. common raven) sem við þekkjum hér á landi en hann finnst víða í Evrasíu og Norður-Ameríku. Aðrar tegundir eru meðal annars bláhrafn (Corvus frugilegu, e. rooks), Corvus rhipidurus sem á ensku nefnist fan-tailed raven, skógarhrafninn (Corvus tasmanicus, e. forest raven) sem lifir á eyjunni Tasmaníu og dverghrafninn (Corvus mellori, e. lille raven).

Krákur finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu og í Suður-Ameríku. Meðal tegunda er svartkrákan (Corvus corone, e. carrion crow) sem er mjög áberandi í Evrópu og hefur meðal annars slæðst hingað til lands. Þessi tegund finnst einnig víða í Asíu en þó ekki á Indlandi. Þar skipar bæjakrákan (Corvus splendens, e. house crow) sama vistfræðilega sess og svartkrákan í Evrópu. Hún deilir Indlandsskaganum með skógarkrákunni (Corvus macrorhynchus, e. jungle crow) sem finnst aðallega við jaðra indverskra frumskóga en þó nærri mannabyggðum.

Í Afríku lifa tvær tegundir kráka, annars vegar brellikrákan (Corvus capensis, e. Cape crow) og hins vegar skjótta krákan (Corvus albus, e. pied crow). Í Ástralíu eru fimm tegundir af ættkvíslinni Corvus, þar af eru þrjár tegundir hrafna og tvær tegundir kráka. Önnur þeirra er litla krákan (Corvus bennetti, e. little crow) sem finnst aðeins í New South Wales. Hin er ástralska krákan (Corvus orru, e. Torresian crow) sem hefur mun meiri útbreiðslu en deilir þó ekki svæði með litlu krákunni. Um 10 tegundir kráka lifa í Indónesíu og aðliggjandi eyríkjum. Flestar eru þær keimlíkar og greinast niður í tugi eða hundruð deilitegunda.

Í Norður-Ameríku hefur stuttnefskrákan (Corvus brachyrynchos, e. American crow) mesta útbreiðslu. Fuglafræðingar hafa greint hana frekar niður í fjórar deilitegundir. Aðrar krákutegundir í álfunni eru meðal annars veiðikrákan (Corvus ossifragus, e. fish crow) sem finnst aðeins við austurströnd Bandaríkjanna og norræna krákan (Corvus caurinus, e. northwestern crow) sem lifir aðallega í Kanada. Nokkur fjöldi kráka lifir í Mið-Ameríku en hér verður látið staðar numið á upptalningu á krákum heimsins.

Krákur eru alætur og meðal helstu fæðutegunda þeirra eru korn, ber, pöddur, hræ og egg ýmissa fugla. Vegna þess hversu sólgnar þær eru í korn hafa þær skapað sér miklar óvinsældir meðal bænda víða um heim sem reyna að verjast þeim með ýmsum hætti svo sem með fuglahræðum (sem á ensku eru nefndar scarecrows) og byssuskotum. Krákur eru þó ekki alslæmar þar sem þær éta einnig skaðleg skordýr sem geta herjað á kornræk. Krákur éta yfirleitt á jörðinni og halda sig reyndar mikið á jörðinni þar sem þær virðast vera óvenju öruggar með sig.

Eitt af einkennum kráka er það að utan varptíma koma þær saman og nátta sig og getur fjöldinn verið gríðarlegur, jafnvel tugir þúsunda. Í Baltimore í Bandaríkjunum er einn stærsti náttstaður kráka en þar koma saman um 230 þúsund krákur á hverri nóttu. Hrafnar á Íslandi eiga sér þekkta náttstaði svo sem í hlíðum Ingólfsfjalls og Esju.

Krákur verða ekki kynþroska fyrr en á þriðja aldursári. Bæði kynin taka virkan þátt í hreiðurgerðinni og fer hún oftast fram uppi í trjám. Eggin eru yfirleitt 5-6 og situr kvenfuglinn í langflestum tilvikum á meðan karlinn ber fæðuna í hana. Útungunin tekur um 17-20 daga. Villtar krákur geta orðið allt að 13 ára gamlar en mun eldri séu þær haldi manna.

Krákur og hrafnar hafa meiri hæfileika til lærdóms en aðrir fuglar. Meðal annars hefur tekist að kenna krákum að telja upp á 3 eða 4, þeim hefur verið kennt að „tala“ og finna mat í kössum sem merktir eru með ákveðnum táknum. Algengt er meðal kráka að þær grafi fæðu niður og éti síðar þegar hart er í ári.

Rannsóknir á Nýju-Kaledóníukrákum (Corvus moneduloides, e. New Caledonian crow) hafa sýnt að þær nota ýmis áhöld og verkfæri til að auðvelda sér veiðar á skordýrum. Áhaldanotkun hjá þessum krákum er svo mikil að því hefur jafnvel verið haldið fram að þær slái simpansa alveg út á því sviði.

Heimildir og myndir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.6.2004

Spyrjandi

Baldur Blöndal, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um krákur?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2004. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4354.

Jón Már Halldórsson. (2004, 16. júní). Hvað getur þú sagt mér um krákur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4354

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um krákur?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2004. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4354>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um krákur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hver er munurinn á krákum og hröfnum? Segðu mér allt um krákur.

Krákur og hrafnar tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae) sem er af ættbálki spörfugla. Um 115 tegundir teljast til ættar hröfnunga, þar af tilheyra um eða yfir 40 tegundir ættkvíslinni Corvus en í þeirri ættkvísl eru krákur og hrafnar.

Helsti munurinn á krákum og hröfnum er sá að hrafnar eru talsvert stærri og sterkbyggðari en krákur. Mikill meirihluti þeirra tegunda sem teljast til ættkvíslarinnar Corvus er kallaður krákur en nokkrar tegundanna eru hrafnar.

Meðal hrafna eru til dæmis hinn eiginlegi hrafn (Corvus corax, e. common raven) sem við þekkjum hér á landi en hann finnst víða í Evrasíu og Norður-Ameríku. Aðrar tegundir eru meðal annars bláhrafn (Corvus frugilegu, e. rooks), Corvus rhipidurus sem á ensku nefnist fan-tailed raven, skógarhrafninn (Corvus tasmanicus, e. forest raven) sem lifir á eyjunni Tasmaníu og dverghrafninn (Corvus mellori, e. lille raven).

Krákur finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu og í Suður-Ameríku. Meðal tegunda er svartkrákan (Corvus corone, e. carrion crow) sem er mjög áberandi í Evrópu og hefur meðal annars slæðst hingað til lands. Þessi tegund finnst einnig víða í Asíu en þó ekki á Indlandi. Þar skipar bæjakrákan (Corvus splendens, e. house crow) sama vistfræðilega sess og svartkrákan í Evrópu. Hún deilir Indlandsskaganum með skógarkrákunni (Corvus macrorhynchus, e. jungle crow) sem finnst aðallega við jaðra indverskra frumskóga en þó nærri mannabyggðum.

Í Afríku lifa tvær tegundir kráka, annars vegar brellikrákan (Corvus capensis, e. Cape crow) og hins vegar skjótta krákan (Corvus albus, e. pied crow). Í Ástralíu eru fimm tegundir af ættkvíslinni Corvus, þar af eru þrjár tegundir hrafna og tvær tegundir kráka. Önnur þeirra er litla krákan (Corvus bennetti, e. little crow) sem finnst aðeins í New South Wales. Hin er ástralska krákan (Corvus orru, e. Torresian crow) sem hefur mun meiri útbreiðslu en deilir þó ekki svæði með litlu krákunni. Um 10 tegundir kráka lifa í Indónesíu og aðliggjandi eyríkjum. Flestar eru þær keimlíkar og greinast niður í tugi eða hundruð deilitegunda.

Í Norður-Ameríku hefur stuttnefskrákan (Corvus brachyrynchos, e. American crow) mesta útbreiðslu. Fuglafræðingar hafa greint hana frekar niður í fjórar deilitegundir. Aðrar krákutegundir í álfunni eru meðal annars veiðikrákan (Corvus ossifragus, e. fish crow) sem finnst aðeins við austurströnd Bandaríkjanna og norræna krákan (Corvus caurinus, e. northwestern crow) sem lifir aðallega í Kanada. Nokkur fjöldi kráka lifir í Mið-Ameríku en hér verður látið staðar numið á upptalningu á krákum heimsins.

Krákur eru alætur og meðal helstu fæðutegunda þeirra eru korn, ber, pöddur, hræ og egg ýmissa fugla. Vegna þess hversu sólgnar þær eru í korn hafa þær skapað sér miklar óvinsældir meðal bænda víða um heim sem reyna að verjast þeim með ýmsum hætti svo sem með fuglahræðum (sem á ensku eru nefndar scarecrows) og byssuskotum. Krákur eru þó ekki alslæmar þar sem þær éta einnig skaðleg skordýr sem geta herjað á kornræk. Krákur éta yfirleitt á jörðinni og halda sig reyndar mikið á jörðinni þar sem þær virðast vera óvenju öruggar með sig.

Eitt af einkennum kráka er það að utan varptíma koma þær saman og nátta sig og getur fjöldinn verið gríðarlegur, jafnvel tugir þúsunda. Í Baltimore í Bandaríkjunum er einn stærsti náttstaður kráka en þar koma saman um 230 þúsund krákur á hverri nóttu. Hrafnar á Íslandi eiga sér þekkta náttstaði svo sem í hlíðum Ingólfsfjalls og Esju.

Krákur verða ekki kynþroska fyrr en á þriðja aldursári. Bæði kynin taka virkan þátt í hreiðurgerðinni og fer hún oftast fram uppi í trjám. Eggin eru yfirleitt 5-6 og situr kvenfuglinn í langflestum tilvikum á meðan karlinn ber fæðuna í hana. Útungunin tekur um 17-20 daga. Villtar krákur geta orðið allt að 13 ára gamlar en mun eldri séu þær haldi manna.

Krákur og hrafnar hafa meiri hæfileika til lærdóms en aðrir fuglar. Meðal annars hefur tekist að kenna krákum að telja upp á 3 eða 4, þeim hefur verið kennt að „tala“ og finna mat í kössum sem merktir eru með ákveðnum táknum. Algengt er meðal kráka að þær grafi fæðu niður og éti síðar þegar hart er í ári.

Rannsóknir á Nýju-Kaledóníukrákum (Corvus moneduloides, e. New Caledonian crow) hafa sýnt að þær nota ýmis áhöld og verkfæri til að auðvelda sér veiðar á skordýrum. Áhaldanotkun hjá þessum krákum er svo mikil að því hefur jafnvel verið haldið fram að þær slái simpansa alveg út á því sviði.

Heimildir og myndir...