Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni?

Svavar Sigmundsson

Upphaflega hét fossinn í Hvítá í Borgarfirði Bjarnafoss (Heiðarvíga saga, Íslenzk fornrit III:297) en ekki er vitað hvenær nafnið breyttist í Barnafoss.

Bjarnafoss er enn til á sömu slóðum í Borgarfirði, í Norðlingafljóti í landi Kalmanstungu ofan við Núpdælavað, nærri alfaraleið, Núpdælagötum, upp til Arnarvatnsheiðar. Hugsanlegt er að einhver ruglingur sé á þessum tveim fossum í Heiðarvíga sögu.



Þjóðsagan um sveinana tvo sem fóru út á steinbogann yfir fossinum í Hvítá og féllu af honum í ána, er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:105). Þar segir að fossinn heiti síðan Barnafoss. Hugsanlegt er að nafnið Bjarnafoss hafi breyst í Barnafoss í framburði en síðan hafi þjóðsagan orðið til sem skýring á nafninu.

Annar Barnafoss er til á landinu, í Skjálfandafljóti í landi Barnafells. Munnmæli segja að bærinn og fossinn dragi nafn af því að börn hafi drukknað í fossinum (Landið þitt Ísland, 1984, 1:69).

Bjarnafoss er annars til á nokkrum stöðum á landinu. Um Bjarnafoss í landi Stóra-Hvarfs í Húnaþingi vestra er sagt að Bjarni nokkur hafi farist þar ofan um snjóbrú (Örnefnaskrá) og í Skaftártungu er Bjarnafoss neðan við Stangarhlaup þar sem mjóst var yfir ána (Örnefnaskrá).

Mynd: Umhverfisstofnun

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

2.11.2004

Spyrjandi

Valgeir Ingólfsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2004. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4591.

Svavar Sigmundsson. (2004, 2. nóvember). Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4591

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2004. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4591>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni?
Upphaflega hét fossinn í Hvítá í Borgarfirði Bjarnafoss (Heiðarvíga saga, Íslenzk fornrit III:297) en ekki er vitað hvenær nafnið breyttist í Barnafoss.

Bjarnafoss er enn til á sömu slóðum í Borgarfirði, í Norðlingafljóti í landi Kalmanstungu ofan við Núpdælavað, nærri alfaraleið, Núpdælagötum, upp til Arnarvatnsheiðar. Hugsanlegt er að einhver ruglingur sé á þessum tveim fossum í Heiðarvíga sögu.



Þjóðsagan um sveinana tvo sem fóru út á steinbogann yfir fossinum í Hvítá og féllu af honum í ána, er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:105). Þar segir að fossinn heiti síðan Barnafoss. Hugsanlegt er að nafnið Bjarnafoss hafi breyst í Barnafoss í framburði en síðan hafi þjóðsagan orðið til sem skýring á nafninu.

Annar Barnafoss er til á landinu, í Skjálfandafljóti í landi Barnafells. Munnmæli segja að bærinn og fossinn dragi nafn af því að börn hafi drukknað í fossinum (Landið þitt Ísland, 1984, 1:69).

Bjarnafoss er annars til á nokkrum stöðum á landinu. Um Bjarnafoss í landi Stóra-Hvarfs í Húnaþingi vestra er sagt að Bjarni nokkur hafi farist þar ofan um snjóbrú (Örnefnaskrá) og í Skaftártungu er Bjarnafoss neðan við Stangarhlaup þar sem mjóst var yfir ána (Örnefnaskrá).

Mynd: Umhverfisstofnun

...