Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig eru lifnaðarhættir adeliemörgæsa?

Jón Már Halldórsson

Adeliemörgæsin (Pygoscelis adeliae) er meðal smæstu núlifandi tegunda mörgæsa í heiminum, um 3-5 kg að þyngd og um 70 cm á hæð.

Heimkynni adeliemörgæsarinnar er Suðurskautslandið og nokkrar aðliggjandi eyjar og er hún eina mörgæsin fyrir utan keisaramörgæsina (Aptenodytes forsteri) sem verpir á Suðurskautslandinu sjálfu.

Adeliemörgæsir verpa í geysistórum nýlendum. Sem dæmi má nefna að varpstofninn á Windmilleyju, lítilli eyju undan austurströnd Suðurskautslandsins, telur rúmlega 90 þúsund dýr. Heildarstofninn er talinn vera á bilinu 4-5 milljónir einstaklinga og tegundinn er því ekki í útrýmingarhættu.

Varptíminn er yfir sumarið á suðurhveli jarðar, frá desember til febrúar. Nokkru fyrr, eða í september og október koma mörgæsirnar sér fyrir á varpstöðvunum og helga sér óðal. Ekki er lögð mikil vinna í hreiðurgerðina því hreiðrið er aðeins grunn dæld, oftast á kletti eða í lágum gróðri. Rannsóknir hafa sýnt að parið velur sér sama hreiðurstað ár eftir ár.



Nær undantekningarlaust verpir kvenfuglinn tveimur eggjum. Það merkilega er að þau eru oftast misstór þar sem það fyrra er áberandi stærra og klekst fyrr út. Sá ungi hefur forskot á systkini sitt og helst stærðarmunur á þeim þar til þeir fara til sjávar. Ef ekki er fæðuskortur í sjónum þá nær minni unginn þeim stærri að vexti en ef fæða er af skornum skammti þá afétur sá eldri og stærri yngra systkini sitt.

Útungunin tekur venjulega um 35-37 daga og taka foreldrarnir jafnan þátt í að ala ungana. Á þeim tíma leggja fuglarnir mikið af en eftir útungunartímann yfirgefa þeir varpið og halda til sjávar þar sem þeir geta nærst. Venjulega slítur unginn öll tengsl við foreldrana við tveggja mánaða aldur.

Fyrir utan varptímann halda adeliemörgæsir sig að mestu í sjónum við jaðar Suðurskautsíssins þar sem nóg er af æti og stutt í hafísinn vilji þær komast á þurrt. Þar til snemma á 10. áratug síðustu aldar vissu líffræðingar lítið um fæðu þessara mörgæsa en rannsóknir síðan þá hafa sýnt að fæðan samanstendur fyrst og fremst af fiskmeti, aðallega svonefndum 'antarctic silverfish' (Pleurogamma antarctica) og ljósátu, aðallega suðurhafsátu (Euphausia superba).

Helstu óvinir adeliemörgæsa eru hlébarðaselir (Hydrurga leptonyx) og suðurhafsháhyrningar (Orchinus orca) en þessar tegundir halda til á svipuðum slóðum og mörgæsirnar. Hlébarðaselir eru yfir 3 metrar á lengd og vega um 250 kg. Þeir standa vel undir nafni þar sem skoltur þeirra minnir mjög stórvaxinn kött. Þó fiskur sé aðalfæða þeirra og ljósáta þegar ekkert annað býðst, vita þeir fátt ljúffengara en mörgæsir.



Adeliemörgæsin hefur stundum verið kölluð „varkára mörgæsin“ af landkönnuðum og vísindamönnum. Ástæða þessa heitis er allsérstætt háttarlag hennar sem þó á sér afar eðlilega skýringu. Þegar mörgæsahópurinn ætlar að stinga sér til sunds þá hópast þær að ísröndinni, kvaka svakalega og reyna að mana hverja aðra til að stinga sér fram af ísnum í hafið. Þær vita sem er að hlébarðaselir geta legið í launsátri undir ísnum tilbúnir að hremma þær fyrstu um leið og þær koma út í. Loks lætur sú hugaðasta undan og stingur sér og þá fylgja hinar á eftir.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.1.2005

Spyrjandi

Salka Hjálmarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru lifnaðarhættir adeliemörgæsa?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2005. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4697.

Jón Már Halldórsson. (2005, 5. janúar). Hvernig eru lifnaðarhættir adeliemörgæsa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4697

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru lifnaðarhættir adeliemörgæsa?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2005. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4697>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru lifnaðarhættir adeliemörgæsa?
Adeliemörgæsin (Pygoscelis adeliae) er meðal smæstu núlifandi tegunda mörgæsa í heiminum, um 3-5 kg að þyngd og um 70 cm á hæð.

Heimkynni adeliemörgæsarinnar er Suðurskautslandið og nokkrar aðliggjandi eyjar og er hún eina mörgæsin fyrir utan keisaramörgæsina (Aptenodytes forsteri) sem verpir á Suðurskautslandinu sjálfu.

Adeliemörgæsir verpa í geysistórum nýlendum. Sem dæmi má nefna að varpstofninn á Windmilleyju, lítilli eyju undan austurströnd Suðurskautslandsins, telur rúmlega 90 þúsund dýr. Heildarstofninn er talinn vera á bilinu 4-5 milljónir einstaklinga og tegundinn er því ekki í útrýmingarhættu.

Varptíminn er yfir sumarið á suðurhveli jarðar, frá desember til febrúar. Nokkru fyrr, eða í september og október koma mörgæsirnar sér fyrir á varpstöðvunum og helga sér óðal. Ekki er lögð mikil vinna í hreiðurgerðina því hreiðrið er aðeins grunn dæld, oftast á kletti eða í lágum gróðri. Rannsóknir hafa sýnt að parið velur sér sama hreiðurstað ár eftir ár.



Nær undantekningarlaust verpir kvenfuglinn tveimur eggjum. Það merkilega er að þau eru oftast misstór þar sem það fyrra er áberandi stærra og klekst fyrr út. Sá ungi hefur forskot á systkini sitt og helst stærðarmunur á þeim þar til þeir fara til sjávar. Ef ekki er fæðuskortur í sjónum þá nær minni unginn þeim stærri að vexti en ef fæða er af skornum skammti þá afétur sá eldri og stærri yngra systkini sitt.

Útungunin tekur venjulega um 35-37 daga og taka foreldrarnir jafnan þátt í að ala ungana. Á þeim tíma leggja fuglarnir mikið af en eftir útungunartímann yfirgefa þeir varpið og halda til sjávar þar sem þeir geta nærst. Venjulega slítur unginn öll tengsl við foreldrana við tveggja mánaða aldur.

Fyrir utan varptímann halda adeliemörgæsir sig að mestu í sjónum við jaðar Suðurskautsíssins þar sem nóg er af æti og stutt í hafísinn vilji þær komast á þurrt. Þar til snemma á 10. áratug síðustu aldar vissu líffræðingar lítið um fæðu þessara mörgæsa en rannsóknir síðan þá hafa sýnt að fæðan samanstendur fyrst og fremst af fiskmeti, aðallega svonefndum 'antarctic silverfish' (Pleurogamma antarctica) og ljósátu, aðallega suðurhafsátu (Euphausia superba).

Helstu óvinir adeliemörgæsa eru hlébarðaselir (Hydrurga leptonyx) og suðurhafsháhyrningar (Orchinus orca) en þessar tegundir halda til á svipuðum slóðum og mörgæsirnar. Hlébarðaselir eru yfir 3 metrar á lengd og vega um 250 kg. Þeir standa vel undir nafni þar sem skoltur þeirra minnir mjög stórvaxinn kött. Þó fiskur sé aðalfæða þeirra og ljósáta þegar ekkert annað býðst, vita þeir fátt ljúffengara en mörgæsir.



Adeliemörgæsin hefur stundum verið kölluð „varkára mörgæsin“ af landkönnuðum og vísindamönnum. Ástæða þessa heitis er allsérstætt háttarlag hennar sem þó á sér afar eðlilega skýringu. Þegar mörgæsahópurinn ætlar að stinga sér til sunds þá hópast þær að ísröndinni, kvaka svakalega og reyna að mana hverja aðra til að stinga sér fram af ísnum í hafið. Þær vita sem er að hlébarðaselir geta legið í launsátri undir ísnum tilbúnir að hremma þær fyrstu um leið og þær koma út í. Loks lætur sú hugaðasta undan og stingur sér og þá fylgja hinar á eftir.

Heimildir og myndir:...