Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?

Jón Már Halldórsson

Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið.

Nýlega birtust fréttir af enn stærri skepnu sem hefur fengið nafnið Sauroposeidon en það mætti útleggja á íslensku sem eðluguðinn, seinni hluti nafnsins vísar til gríska sjávarguðsins Póseidons. Þessi risaskepna hefur að öllum líkindum vegið um 60 tonn og verið vaxin eins og risaeðlur á borð við finngálkn og þórseðlu, með langan háls þannig að hausinn gæti hafa verið í 18 metra hæð frá jörðu þegar eðlan var upprétt.



Samanburður á stærð manns, finngálkns (Brachiosaurus) og Sauroposeidon.

Þrátt fyrir að risaeðlurnar hafi verið gríðarlega stórar og þungar komast þessi miklu landskriðdýr ekki í hálfkvisti við steypireyðina (Balaenoptera musculus) að þyngd enda eru takmörk fyrir því hversu þung landdýr geta orðið. Fullvaxin steypireyður getur orðið allt að 30 metra löng og vegið frá 100-190 tonn. Þessi gríðarlega þyngd er aðeins möguleg hjá skepnum sem lifa í vatni eða sjó þar sem þær eru þyngdarlausar í slíku umhverfi.

Í stuttu máli er svarið við spurningunni það að steypireyðurin hefur vinninginn þegar litið er á þyngd en stærstu risaeðlurnar hafa betur þegar litið er á lengd.

Sjá einnig önnur svör:

Heimild og mynd: BBC News

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.2.2005

Spyrjandi

Angela Walk

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2005. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4747.

Jón Már Halldórsson. (2005, 9. febrúar). Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4747

Jón Már Halldórsson. „Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2005. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4747>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?
Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið.

Nýlega birtust fréttir af enn stærri skepnu sem hefur fengið nafnið Sauroposeidon en það mætti útleggja á íslensku sem eðluguðinn, seinni hluti nafnsins vísar til gríska sjávarguðsins Póseidons. Þessi risaskepna hefur að öllum líkindum vegið um 60 tonn og verið vaxin eins og risaeðlur á borð við finngálkn og þórseðlu, með langan háls þannig að hausinn gæti hafa verið í 18 metra hæð frá jörðu þegar eðlan var upprétt.



Samanburður á stærð manns, finngálkns (Brachiosaurus) og Sauroposeidon.

Þrátt fyrir að risaeðlurnar hafi verið gríðarlega stórar og þungar komast þessi miklu landskriðdýr ekki í hálfkvisti við steypireyðina (Balaenoptera musculus) að þyngd enda eru takmörk fyrir því hversu þung landdýr geta orðið. Fullvaxin steypireyður getur orðið allt að 30 metra löng og vegið frá 100-190 tonn. Þessi gríðarlega þyngd er aðeins möguleg hjá skepnum sem lifa í vatni eða sjó þar sem þær eru þyngdarlausar í slíku umhverfi.

Í stuttu máli er svarið við spurningunni það að steypireyðurin hefur vinninginn þegar litið er á þyngd en stærstu risaeðlurnar hafa betur þegar litið er á lengd.

Sjá einnig önnur svör:

Heimild og mynd: BBC News...