Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig rætast draumar?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Sumir virðast telja að draumar séu yfirnáttúrleg fyrirbæri og að í þeim geti falist eins konar spádómur um framtíðina.

Samkvæmt vísindum nútímans er hins vegar ekkert yfirnáttúrlegt við drauma, þeir eru starfsemi hugans í svefni, á sama hátt og hugsanir okkar eru starfsemi hugans í vöku.

Gildi drauma til að sjá fyrir eitthvað um framtíðinni felst þess vegna í því að þá vinnur hugurinn úr reynslu okkar og athugunum, á ómeðvitaðan hátt, alveg eins og í vöku vinnum við úr reynslu og þekkingu á meðvitaðan hátt. Við gætum þess vegna alveg eins spurt okkur spurningarinnar af hverju rætast hugsanir okkar?

Hér er eitt dæmi: Ímyndum okkur að við hugsum í dag þessa hugsun: Jói sem situr við hliðina á mér verður veikur á morgun. Okkur finnst síðan ekkert einkennilegt við það að hún rætist, ef við höfum í huga að Jói var ansi slappur í dag, hóstaði mikið og var með hor í nös.

Ef okkur dreymdi hins vegar að Jói lægi sjúkur á rauðum spítala innan um tólf lækna í gulum regnstökkum gætum við hins vegar haldið að draumurinn okkur hefði ræst á einhvern óskiljanlegan hátt þegar Jói mætir ekki í skólann.

En þarna er það sama á ferðinni, munurinn er bara sá að í seinna tilfellinu er hugurinn að vinna úr upplýsingum á ómeðvitaðan hátt.

Það er hægt að lesa meira um þetta í svörum við eftirfarandi spurningum:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.4.2005

Spyrjandi

Sandra Sif Ingólfsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig rætast draumar?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4902.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2005, 18. apríl). Hvernig rætast draumar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4902

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig rætast draumar?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4902>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig rætast draumar?
Sumir virðast telja að draumar séu yfirnáttúrleg fyrirbæri og að í þeim geti falist eins konar spádómur um framtíðina.

Samkvæmt vísindum nútímans er hins vegar ekkert yfirnáttúrlegt við drauma, þeir eru starfsemi hugans í svefni, á sama hátt og hugsanir okkar eru starfsemi hugans í vöku.

Gildi drauma til að sjá fyrir eitthvað um framtíðinni felst þess vegna í því að þá vinnur hugurinn úr reynslu okkar og athugunum, á ómeðvitaðan hátt, alveg eins og í vöku vinnum við úr reynslu og þekkingu á meðvitaðan hátt. Við gætum þess vegna alveg eins spurt okkur spurningarinnar af hverju rætast hugsanir okkar?

Hér er eitt dæmi: Ímyndum okkur að við hugsum í dag þessa hugsun: Jói sem situr við hliðina á mér verður veikur á morgun. Okkur finnst síðan ekkert einkennilegt við það að hún rætist, ef við höfum í huga að Jói var ansi slappur í dag, hóstaði mikið og var með hor í nös.

Ef okkur dreymdi hins vegar að Jói lægi sjúkur á rauðum spítala innan um tólf lækna í gulum regnstökkum gætum við hins vegar haldið að draumurinn okkur hefði ræst á einhvern óskiljanlegan hátt þegar Jói mætir ekki í skólann.

En þarna er það sama á ferðinni, munurinn er bara sá að í seinna tilfellinu er hugurinn að vinna úr upplýsingum á ómeðvitaðan hátt.

Það er hægt að lesa meira um þetta í svörum við eftirfarandi spurningum:...