Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju leitar norðurskautið á áttavita í norður þrátt fyrir að eins hleðslur hrindi hvor annarri frá sér?

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Segull hefur tvö skaut, norður- og suðurskaut. Norðurskaut laðast að suðurskauti og öfugt, en af hverju leitar þá norðurskautið á áttavita í norður?
Stutta svarið við þessu er að norðurskaut jarðar er vissulega norðurskaut í þeim skilningi landafræðinnar og rúmfræðinnar að það vísar í norður, en það er hins vegar suðurskaut í skilningi rafsegulfræðinnar og dregur þess vegna að sér norðurskaut á seglum sem það hefur áhrif á.

Það er hárrétt hjá spyrjanda að andstæðar hleðslur draga hvor aðra að sér og eins hleðslur hrindi hvor annarri frá sér. Þetta á bæði við um jákvæðar og neikvæðar rafhleðslur og einnig um segulskaut með gagnstæðum formerkjum, það er að segja norðurskaut og suðurskaut. Þess vegna er ekki nema von að þessi spurning kvikni.

Þegar menn fóru á annað borð að kynna sér segla og hegðun þeirra höfðu þeir auðvitað í fyrstu litla þekkingu á þessum fyrirbærum. Á þeim tíma var ekkert sjálfsagðara en að gefa heitið norðurskaut því skauti segulsins eða áttavitans sem leitar í norður. Það kom svo ekki í ljós fyrr en löngu síðar að þetta leiddi til þess að það skaut jarðar sem snýr í norður verður þá suðurskaut í skilningi rafsegulfræðinnar af því að það dregur að sér norðurskaut á seglum. Þetta má sjá skýrt á myndinni hér fyrir neðan.



Rétt er þó að vara við því að taka myndina of bókstaflega. Segulsvið jarðar orsakast af hreyfingum rafstrauma í fljótandi ytri kjarna jarðarinnar, en þó má með nálgun líta svo á að risastór segull sé inni í jörðinni, á svipaðan hátt og myndin sýnir.

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

9.6.2005

Spyrjandi

Auðunn Salmarsson, f. 1986
Davíð Sævar, f. 1986

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju leitar norðurskautið á áttavita í norður þrátt fyrir að eins hleðslur hrindi hvor annarri frá sér?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2005. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5043.

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2005, 9. júní). Af hverju leitar norðurskautið á áttavita í norður þrátt fyrir að eins hleðslur hrindi hvor annarri frá sér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5043

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju leitar norðurskautið á áttavita í norður þrátt fyrir að eins hleðslur hrindi hvor annarri frá sér?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2005. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5043>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju leitar norðurskautið á áttavita í norður þrátt fyrir að eins hleðslur hrindi hvor annarri frá sér?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Segull hefur tvö skaut, norður- og suðurskaut. Norðurskaut laðast að suðurskauti og öfugt, en af hverju leitar þá norðurskautið á áttavita í norður?
Stutta svarið við þessu er að norðurskaut jarðar er vissulega norðurskaut í þeim skilningi landafræðinnar og rúmfræðinnar að það vísar í norður, en það er hins vegar suðurskaut í skilningi rafsegulfræðinnar og dregur þess vegna að sér norðurskaut á seglum sem það hefur áhrif á.

Það er hárrétt hjá spyrjanda að andstæðar hleðslur draga hvor aðra að sér og eins hleðslur hrindi hvor annarri frá sér. Þetta á bæði við um jákvæðar og neikvæðar rafhleðslur og einnig um segulskaut með gagnstæðum formerkjum, það er að segja norðurskaut og suðurskaut. Þess vegna er ekki nema von að þessi spurning kvikni.

Þegar menn fóru á annað borð að kynna sér segla og hegðun þeirra höfðu þeir auðvitað í fyrstu litla þekkingu á þessum fyrirbærum. Á þeim tíma var ekkert sjálfsagðara en að gefa heitið norðurskaut því skauti segulsins eða áttavitans sem leitar í norður. Það kom svo ekki í ljós fyrr en löngu síðar að þetta leiddi til þess að það skaut jarðar sem snýr í norður verður þá suðurskaut í skilningi rafsegulfræðinnar af því að það dregur að sér norðurskaut á seglum. Þetta má sjá skýrt á myndinni hér fyrir neðan.



Rétt er þó að vara við því að taka myndina of bókstaflega. Segulsvið jarðar orsakast af hreyfingum rafstrauma í fljótandi ytri kjarna jarðarinnar, en þó má með nálgun líta svo á að risastór segull sé inni í jörðinni, á svipaðan hátt og myndin sýnir....