Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig er best að læra undir próf?

Heiða María Sigurðardóttir

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig er best að læra undir próf? Það væri gott að fá að vita í bæði tungumálagreinum og bóklegum greinum (spyrjandi: Einar Þór Stefánsson, f. 1988).
  • Hvort er betra að byrja að læra undir próf daginn fyrir og læra allt á einum degi eða að fara rólega og taka um viku til að læra (spyrjandi: Vala Hauks, f. 1987)?

Margir nemendur kannast eflaust við að sinna náminu ekkert alla önnina, sofa í tímum meðan kennarinn malar, en vakna svo upp við vondan draum þegar kemur að lokaprófum. Svona námsaðferðir kunna að sjálfsögðu ekki góðri lukku að stýra. Í þessu svari verður fjallað um náms- og minnistækni. Frekara lesefni um minni almennt er hægt að finna í svörum Jörgens Pind við spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? og Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt?

Það sem ekki virkar

Alls konar sjálfshjálparbækur eru til um hvernig skuli bæta minni fólks og eru þær afar misjafnlega áreiðanlegar. Í sumum bókum er fólki kennt að nýta betur hægra heilahvelið til náms, en hægra heilahvel er talið sjá um heildræna skynjun og innsæi frekar en rökhugsun. Ekki eru nein vísindaleg gögn sem styðja gagnsemi slíkra bóka. Ef menn vilja aftur á móti kynna sér nánar starfsemi hægra og vinstra heilahvels má lesa svar Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Sömuleiðis er því oft haldið fram að fólk geti bætt minni sitt með því að hlusta í svefni á einhvers konar dulin skilaboð (e. subliminal messages) sem ekki ná skynþröskuldi; þau eru það veik að fólk skynjar þau ekki meðvitað. Skemmst er frá því að segja að innihald slíkra skilaboða skiptir engu máli; það eina sem skiptir máli er hvort fólk haldi að þetta geti hjálpað því eða ekki. Það er alþekkt, bæði í sálfræði og læknisfræði, að trúin á að eitthvað virki getur haft raunveruleg áhrif á fólk. Þessi áhrif kallast lyfleysuáhrif (e. placebo effect).

Dreift fremur en samþjappað nám

Hvaða aðferðir virka þá? Ein mikilvægasta námstæknin sem fólk ætti að temja sér er að dreifa náminu yfir langan tíma frekar en að sitja stanslaust við í margar klukkustundir rétt fyrir próf. Þetta á jafnt við um bóklegt nám og verklegt, eins og píanóleik eða íþróttir.

Um verklegt nám gildir að menn læra bæði fljótar, miðað við heildartíma, og betur, ef þeir æfa sig með hléum. Þess vegna verður píanóleikari sem æfir sig í eina klukkustund á dag betri en ef hann æfði sig í sjö klukkustundir samfleytt einu sinni í viku.

Í bóklegu námi læra menn jafnhratt hvort sem þeir taka hlé á milli námslota eða ekki. Hér felst munurinn aftur á móti í því hversu lengi fólk man það sem það lærði. Ef fólk vill á annað borð að eitthvað sitji eftir þegar það hefur lokið prófi ætti það ekki að hefja lesturinn daginn fyrir próf, heldur að lesa jafnt og þétt alla önnina og nota tímann fyrir próf í upprifjun en ekki frumlestur.


Lærið oft og stuttan tíma í senn fremur en sjaldan og í langan tíma hverju sinni.

Varnir gegn minnishömlun

Hvað skal gera í hléum á milli námslota? Þeim tíma er einna best varið í svefn. Þeir sem læra eitthvað og fara svo að sofa muna betur eftir því sem þeir lærðu þegar þeir þurfa að rifja það upp en þeir sem nýta tímann á milli náms og upprifjunar í eitthvað annað. Þetta stafar væntanlega af því sem sálfræðingar kalla afturvirka minnishömlun (e. retroactive interference). Nýjar upplýsingar geta hamlað minningum um gamlar upplýsingar. Í svefni berast manni fá truflandi áreiti svo minningin um það sem maður var að læra helst nokkuð óskert og nær að festast.

Ef svefn er ekki raunhæfur valkostur ætti maður frekar að nýta pásurnar á milli námslota í að gera eitthvað allt annað en að læra, eða læra að minnsta kosti eitthvað mjög ólíkt því sem maður lærði áður. Lík minnisatriði trufla hvert annað meira en ólík minnisatriði. Betra er til að mynda að læra fyrst spænsku og svo stærðfræði, fremur en að læra spænsku fyrst og ítölsku þar á eftir, því spænska og ítalska eru mjög lík tungumál.

Þegar skilningur á námsefninu er mikilvægastur

Utanbókarlærdómur getur gagnast manni þegar leggja á staðreyndir á minnið eins og hver eru öll forskeytin í íslensku eða hvernig eigi að breyta gráðum á Selsíus í gráður á Fahrenheit. Þegar mikilvægast er að skilja námsefnið til hlítar skilar utanbókarlærdómur þó sjaldnast miklu. Í þeim tilfellum er langbesta aðferðin að tengja nýjar upplýsingar við það sem maður kann þegar.

Þess vegna ætti til að mynda ekki að læra stærðfræðisannanir utan að heldur spyrja sjálfan sig: Af hverju er þetta svona? Get ég notað fyrri þekkingu mína á stærðfræði til að skilja af hverju eitt skref sönnunarinnar leiðir af öðru? Með þessu móti situr lærdómurinn mun lengur eftir og kemur til með að gagnast manni betur ef læra á svipað efni síðar meir.



Talandi páfagaukar leggja ekki mikinn skilning í það sem þeir segja, og því er utanbókarlærdómur oft kallaður páfagaukalærdómur.
Utanbókarlærdómur

Stundum er það sem þarf að leggja á minnið svo til merkingarlaust, og þá þarf að læra það utanbókar. Til þess er gott að reyna að gefa því einhverja merkingu. Til dæmis eru aðgangsorð að tölvukerfum og vefsíðum oft merkingarlaus og þar af leiðandi erfitt að muna þau. En ef einhvers konar saga er spunnin í kringum lykilorðið verður strax auðveldara að muna það. Lykilorðinu 8uMi$ væri til að mynda hægt að breyta í spurninguna "Áttu mikla peninga?"

Sömuleiðis hafa menn oft notast við ljóð og vísur til að læra staðreyndir utanað. Bæði taktur og rím getur hjálpað fólki að muna hvað kemur næst í vísunni. Dæmi um þetta er vísan um dagafjölda mánaða:

Ap, jún, sept, nóv, þrjátíu hver.

Einn til hinir kjósa sér.

Febrúar tvenna fjórtán ber,

frekar einn þá hlaupár er.

Æfingin skapar meistarann

Að lokum má benda á þá augljósu staðreynd, sem vill þó oft gleymast, að því oftar sem fólk rifjar eitthvað upp, því betur festist það í minni. Þegar læra á fyrir próf er því ekki nóg að lesa námsefnið yfir heldur verður maður að æfa sig í að ná í upplýsingarnar úr minninu. Það er hægt með því að glósa aðalatriðin úr því sem maður las, án þess að líta í bókina, eða með því að segja einhverjum frá námsefninu. Með því síðarnefnda hjálpar fólk jafnvel öðrum með námið í leiðinni.

Heimildir

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

14.6.2005

Spyrjandi

Hörður Nikulásson, f. 1988

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig er best að læra undir próf?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5056.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 14. júní). Hvernig er best að læra undir próf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5056

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig er best að læra undir próf?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5056>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að læra undir próf?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig er best að læra undir próf? Það væri gott að fá að vita í bæði tungumálagreinum og bóklegum greinum (spyrjandi: Einar Þór Stefánsson, f. 1988).
  • Hvort er betra að byrja að læra undir próf daginn fyrir og læra allt á einum degi eða að fara rólega og taka um viku til að læra (spyrjandi: Vala Hauks, f. 1987)?

Margir nemendur kannast eflaust við að sinna náminu ekkert alla önnina, sofa í tímum meðan kennarinn malar, en vakna svo upp við vondan draum þegar kemur að lokaprófum. Svona námsaðferðir kunna að sjálfsögðu ekki góðri lukku að stýra. Í þessu svari verður fjallað um náms- og minnistækni. Frekara lesefni um minni almennt er hægt að finna í svörum Jörgens Pind við spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? og Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt?

Það sem ekki virkar

Alls konar sjálfshjálparbækur eru til um hvernig skuli bæta minni fólks og eru þær afar misjafnlega áreiðanlegar. Í sumum bókum er fólki kennt að nýta betur hægra heilahvelið til náms, en hægra heilahvel er talið sjá um heildræna skynjun og innsæi frekar en rökhugsun. Ekki eru nein vísindaleg gögn sem styðja gagnsemi slíkra bóka. Ef menn vilja aftur á móti kynna sér nánar starfsemi hægra og vinstra heilahvels má lesa svar Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Sömuleiðis er því oft haldið fram að fólk geti bætt minni sitt með því að hlusta í svefni á einhvers konar dulin skilaboð (e. subliminal messages) sem ekki ná skynþröskuldi; þau eru það veik að fólk skynjar þau ekki meðvitað. Skemmst er frá því að segja að innihald slíkra skilaboða skiptir engu máli; það eina sem skiptir máli er hvort fólk haldi að þetta geti hjálpað því eða ekki. Það er alþekkt, bæði í sálfræði og læknisfræði, að trúin á að eitthvað virki getur haft raunveruleg áhrif á fólk. Þessi áhrif kallast lyfleysuáhrif (e. placebo effect).

Dreift fremur en samþjappað nám

Hvaða aðferðir virka þá? Ein mikilvægasta námstæknin sem fólk ætti að temja sér er að dreifa náminu yfir langan tíma frekar en að sitja stanslaust við í margar klukkustundir rétt fyrir próf. Þetta á jafnt við um bóklegt nám og verklegt, eins og píanóleik eða íþróttir.

Um verklegt nám gildir að menn læra bæði fljótar, miðað við heildartíma, og betur, ef þeir æfa sig með hléum. Þess vegna verður píanóleikari sem æfir sig í eina klukkustund á dag betri en ef hann æfði sig í sjö klukkustundir samfleytt einu sinni í viku.

Í bóklegu námi læra menn jafnhratt hvort sem þeir taka hlé á milli námslota eða ekki. Hér felst munurinn aftur á móti í því hversu lengi fólk man það sem það lærði. Ef fólk vill á annað borð að eitthvað sitji eftir þegar það hefur lokið prófi ætti það ekki að hefja lesturinn daginn fyrir próf, heldur að lesa jafnt og þétt alla önnina og nota tímann fyrir próf í upprifjun en ekki frumlestur.


Lærið oft og stuttan tíma í senn fremur en sjaldan og í langan tíma hverju sinni.

Varnir gegn minnishömlun

Hvað skal gera í hléum á milli námslota? Þeim tíma er einna best varið í svefn. Þeir sem læra eitthvað og fara svo að sofa muna betur eftir því sem þeir lærðu þegar þeir þurfa að rifja það upp en þeir sem nýta tímann á milli náms og upprifjunar í eitthvað annað. Þetta stafar væntanlega af því sem sálfræðingar kalla afturvirka minnishömlun (e. retroactive interference). Nýjar upplýsingar geta hamlað minningum um gamlar upplýsingar. Í svefni berast manni fá truflandi áreiti svo minningin um það sem maður var að læra helst nokkuð óskert og nær að festast.

Ef svefn er ekki raunhæfur valkostur ætti maður frekar að nýta pásurnar á milli námslota í að gera eitthvað allt annað en að læra, eða læra að minnsta kosti eitthvað mjög ólíkt því sem maður lærði áður. Lík minnisatriði trufla hvert annað meira en ólík minnisatriði. Betra er til að mynda að læra fyrst spænsku og svo stærðfræði, fremur en að læra spænsku fyrst og ítölsku þar á eftir, því spænska og ítalska eru mjög lík tungumál.

Þegar skilningur á námsefninu er mikilvægastur

Utanbókarlærdómur getur gagnast manni þegar leggja á staðreyndir á minnið eins og hver eru öll forskeytin í íslensku eða hvernig eigi að breyta gráðum á Selsíus í gráður á Fahrenheit. Þegar mikilvægast er að skilja námsefnið til hlítar skilar utanbókarlærdómur þó sjaldnast miklu. Í þeim tilfellum er langbesta aðferðin að tengja nýjar upplýsingar við það sem maður kann þegar.

Þess vegna ætti til að mynda ekki að læra stærðfræðisannanir utan að heldur spyrja sjálfan sig: Af hverju er þetta svona? Get ég notað fyrri þekkingu mína á stærðfræði til að skilja af hverju eitt skref sönnunarinnar leiðir af öðru? Með þessu móti situr lærdómurinn mun lengur eftir og kemur til með að gagnast manni betur ef læra á svipað efni síðar meir.



Talandi páfagaukar leggja ekki mikinn skilning í það sem þeir segja, og því er utanbókarlærdómur oft kallaður páfagaukalærdómur.
Utanbókarlærdómur

Stundum er það sem þarf að leggja á minnið svo til merkingarlaust, og þá þarf að læra það utanbókar. Til þess er gott að reyna að gefa því einhverja merkingu. Til dæmis eru aðgangsorð að tölvukerfum og vefsíðum oft merkingarlaus og þar af leiðandi erfitt að muna þau. En ef einhvers konar saga er spunnin í kringum lykilorðið verður strax auðveldara að muna það. Lykilorðinu 8uMi$ væri til að mynda hægt að breyta í spurninguna "Áttu mikla peninga?"

Sömuleiðis hafa menn oft notast við ljóð og vísur til að læra staðreyndir utanað. Bæði taktur og rím getur hjálpað fólki að muna hvað kemur næst í vísunni. Dæmi um þetta er vísan um dagafjölda mánaða:

Ap, jún, sept, nóv, þrjátíu hver.

Einn til hinir kjósa sér.

Febrúar tvenna fjórtán ber,

frekar einn þá hlaupár er.

Æfingin skapar meistarann

Að lokum má benda á þá augljósu staðreynd, sem vill þó oft gleymast, að því oftar sem fólk rifjar eitthvað upp, því betur festist það í minni. Þegar læra á fyrir próf er því ekki nóg að lesa námsefnið yfir heldur verður maður að æfa sig í að ná í upplýsingarnar úr minninu. Það er hægt með því að glósa aðalatriðin úr því sem maður las, án þess að líta í bókina, eða með því að segja einhverjum frá námsefninu. Með því síðarnefnda hjálpar fólk jafnvel öðrum með námið í leiðinni.

Heimildir

...