Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Andrómedu-vetrarbrautina?

Arnþór Axelsson

Andrómeda-vetrarbrautin er næsta stóra vetrarbrautin við vetrarbrautina okkar. Við góð skilyrði sést hún sem daufur þokublettur á næturhimninum í stjörnumerkinu Andrómedu, sem hún dregur nafn sitt af. Stjörnufræðingar nefna Andrómedu-vetrarbrautina oft M31 eða NGC 224 og er hún í um 2,8 milljón ljósára fjarlægð frá vetrarbrautinni okkar. Andrómeda-vetrarbrautin er svokölluð þyrilvetrarbraut sem inniheldur líklega yfir 400 milljarða stjarna og er hún 200 þúsund ljósár í þvermál. Hún er því ríflega helmingi stærri en vetrarbrautin sem við búum í.

Þar sem Andrómeda-vetrarbrautin sést með berum augum hefur hún þekkst mjög lengi. Ekkert var þó vitað hvers konar stjörnuþoku væri um að ræða fyrr en skömmu eftir 1920 þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Edwin Powell Hubble komst að því að hún var sambærileg vetrarbrautinni okkar. Hubblesjónaukinn frægi er einmitt kenndur við þennan stjörnufræðing.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Hlíðaskóla

Útgáfudagur

20.7.2005

Spyrjandi

Margrét Albertsdóttir

Tilvísun

Arnþór Axelsson. „Hvað getið þið sagt mér um Andrómedu-vetrarbrautina?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2005. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5147.

Arnþór Axelsson. (2005, 20. júlí). Hvað getið þið sagt mér um Andrómedu-vetrarbrautina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5147

Arnþór Axelsson. „Hvað getið þið sagt mér um Andrómedu-vetrarbrautina?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2005. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5147>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Andrómedu-vetrarbrautina?

Andrómeda-vetrarbrautin er næsta stóra vetrarbrautin við vetrarbrautina okkar. Við góð skilyrði sést hún sem daufur þokublettur á næturhimninum í stjörnumerkinu Andrómedu, sem hún dregur nafn sitt af. Stjörnufræðingar nefna Andrómedu-vetrarbrautina oft M31 eða NGC 224 og er hún í um 2,8 milljón ljósára fjarlægð frá vetrarbrautinni okkar. Andrómeda-vetrarbrautin er svokölluð þyrilvetrarbraut sem inniheldur líklega yfir 400 milljarða stjarna og er hún 200 þúsund ljósár í þvermál. Hún er því ríflega helmingi stærri en vetrarbrautin sem við búum í.

Þar sem Andrómeda-vetrarbrautin sést með berum augum hefur hún þekkst mjög lengi. Ekkert var þó vitað hvers konar stjörnuþoku væri um að ræða fyrr en skömmu eftir 1920 þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Edwin Powell Hubble komst að því að hún var sambærileg vetrarbrautinni okkar. Hubblesjónaukinn frægi er einmitt kenndur við þennan stjörnufræðing.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....