Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er uppruni og saga ólympískra skylminga?

Andri Heiðar Kristinsson

Upphaf skylminga sem keppnisíþróttar má rekja allt aftur til Egyptalands fyrir um 3200 árum. Á veggmyndum í egypsku hofi frá um 1200 f. Kr. má sjá myndir af keppni í skylmingum þar sem notast var við grímur og annan varnarbúnað svipuðum þeim sem notast er við í nútímaskylmingum.

Fyrr á öldum börðust menn með ýmsum tegundum sverða í bæði stríðum og einvígum. Sverð sem notuð voru í bardögum upp á líf og dauða voru oft stór og þung og því var erfitt hafa stjórn á þeim. Vegna þess hve erfitt var um vik með hin svifaseinu sverð á fyrri hluta miðalda fóru menn að smíða léttari æfingasverð á fimmtándu öld. Um það leyti má segja að forsaga ólympískra skylminga hefjist. Skylmingameistarar frá Frakklandi, Þýskalandi og Spáni hófu að þróa ýmsar reglur og tækni sem bæði hermenn og aðalsmenn notuðu til æfinga.


Barist með höggsverðum (Sabre)

Á átjándu og nítjándu öld voru algengustu sverðin farin að taka á sig mynd nútíma keppnissverða sem greinast í þrennt: Höggsverð, stungusverð og lagsverð. Á þessum tíma voru skil á milli skylminga sem keppnisgreinar og einvíga ekki alltaf greinileg og eru þess dæmi að skylmingakeppni hafi endað í ósætti milli keppenda og að lokum með einvígi upp á líf og dauða.

Í byrjun tuttugustu aldarinnar voru einvígi nánast alfarið úr sögunni og eingöngu litið á skylmingar sem íþrótt. Árið 1896 voru fyrstu Ólympíuleikar nútímans haldnir í Aþenu og voru skylmingar ein af fáum keppnisgreinum. Keppt hefur verið í skylmingum á öllum Ólympíuleikum síðan.

Á síðastliðinni öld hefur skylmingamönnum farið mikið fram. Til að ná árangri í íþróttinni þarf gífurlega tækni, snerpu og styrk, en það næst eingöngu með þrotlausum æfingum. Samhliða framför keppenda hefur tækninni í skylmingum einnig fleygt fram. Í keppni er nú notast við sérstakan rafmagnsútbúnað sem nemur hárnákvæmt hvenær andstæðingar snerta hvor annan, enda getur verið erfitt fyrir dómara og áhorfendur að greina snertingu þar sem hraðinn er orðinn mjög mikill. Þrátt fyrir langa sögu er skylmingaíþróttin enn að þróast og hafa á undanförnum áratugum verið gerðar nokkrar smávægilegar reglubreytingar sem allar miða að því að gera skylmingaíþróttina enn meira krefjandi fyrir keppendur og enn skemmtilegri fyrir áhorfendur.

Tímaás fyrir þróun ólympískra skylminga

1200 f. Kr. Fyrstu merki um skylmingar sem íþrótt á veggmyndum frá Egyptalandi.
476 Fall Rómar. Notkun stærri og þyngri sverða nær yfirhöndinni í stað minni og léttari sverða sem notuð voru áður.
1450 Evrópskar skylmingareglur/-hópar, svo sem Marxbruder í Þýskalandi, byrja að myndast.
1471 Fyrsta þekkta skylmingahandbókin gefin út af Spánverjanum Sierge. Þróun nútíma skylmingatækni hefst á Spáni á svipuðum tíma.
1500 Ítalir byrja að nota svokallað rapier-sverð í miklum mæli og einvígi verða vinsæl.
1533 Skylmingameistarinn Agrippa skilgreinir meginvarnir nútíma skylminga: Prime, seconde, tierce, quatre (varnir númer eitt, tvö, þrjú og fjögur).
1567 Franska skylmingaakademían er opinberlega viðurkennd af Karli IX.
1573 Franski skylmingameistarinn Henry de St. Didier gefur út fyrstu frönsku skylmingahandbókina og skilgreinir ýmsar árásar- og varnaraðferðir.
1575 Ítölsku skylmingameistararnir Vigiani og Grassi skilgreina árás (lunge).
1650 Notkun rapier-sverðs fer minnkandi og notkun stungusverðs (foil) færist í aukana sem æfingasverð. Árásarrétturinn er fundinn upp sem gerir skylmingar mun öruggari en áður.
1700 Lagsverð (epeé) verður ráðandi sverð í einvígum í Evrópu og höggsverð (sabre) verður þjóðarvopn Ungverjalands.
1780 Franski skylmingameistarinn La Boessiere hannar skylmingagrímuna.
1850 Ítalskir skylmingameistarar breyta höggsverðinu svo það verði ekki lengur banvænt vopn. Ungverjar þróa yfirburða skylmingaskóla þar sem notuð eru höggsverð og eru í farabroddi í skylmingum með höggsverði næstu 100 ár.
1896 Skylmingar (höggsverð karla og stungusverð karla) er ein af keppnisgreinum á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum.
1900 Lagsverð karla verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum.
1913 Alþjóðaskylmingasambandið stofnað (FIE).
1918 Í lok fyrri heimstyrjaldar leggjast einvígi nánast alfarið af.
1924 Stungusverð kvenna verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum.
1936 Rafmagnsskylmingar með lagsverði kynntar til sögunnar.
1950 Lönd Austur-Evrópu sækja í sig veðrið í skylmingum og brjóta niður veldi Frakklands og Ítalíu sem hingað til höfðu haft yfirburði í íþróttinni.
1996 Lagsverð kvenna verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum.
2000 Höggsverð kvenna verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum.

Heimildir og frekara lesefni

Mynd: Utah Valley Sport Fencing.

Höfundur

Framkvæmdastjóri Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs við HÍ

Útgáfudagur

31.8.2005

Spyrjandi

Rakel Helgadóttir, f. 1991

Tilvísun

Andri Heiðar Kristinsson. „Hver er uppruni og saga ólympískra skylminga?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2005. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5235.

Andri Heiðar Kristinsson. (2005, 31. ágúst). Hver er uppruni og saga ólympískra skylminga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5235

Andri Heiðar Kristinsson. „Hver er uppruni og saga ólympískra skylminga?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2005. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5235>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni og saga ólympískra skylminga?
Upphaf skylminga sem keppnisíþróttar má rekja allt aftur til Egyptalands fyrir um 3200 árum. Á veggmyndum í egypsku hofi frá um 1200 f. Kr. má sjá myndir af keppni í skylmingum þar sem notast var við grímur og annan varnarbúnað svipuðum þeim sem notast er við í nútímaskylmingum.

Fyrr á öldum börðust menn með ýmsum tegundum sverða í bæði stríðum og einvígum. Sverð sem notuð voru í bardögum upp á líf og dauða voru oft stór og þung og því var erfitt hafa stjórn á þeim. Vegna þess hve erfitt var um vik með hin svifaseinu sverð á fyrri hluta miðalda fóru menn að smíða léttari æfingasverð á fimmtándu öld. Um það leyti má segja að forsaga ólympískra skylminga hefjist. Skylmingameistarar frá Frakklandi, Þýskalandi og Spáni hófu að þróa ýmsar reglur og tækni sem bæði hermenn og aðalsmenn notuðu til æfinga.


Barist með höggsverðum (Sabre)

Á átjándu og nítjándu öld voru algengustu sverðin farin að taka á sig mynd nútíma keppnissverða sem greinast í þrennt: Höggsverð, stungusverð og lagsverð. Á þessum tíma voru skil á milli skylminga sem keppnisgreinar og einvíga ekki alltaf greinileg og eru þess dæmi að skylmingakeppni hafi endað í ósætti milli keppenda og að lokum með einvígi upp á líf og dauða.

Í byrjun tuttugustu aldarinnar voru einvígi nánast alfarið úr sögunni og eingöngu litið á skylmingar sem íþrótt. Árið 1896 voru fyrstu Ólympíuleikar nútímans haldnir í Aþenu og voru skylmingar ein af fáum keppnisgreinum. Keppt hefur verið í skylmingum á öllum Ólympíuleikum síðan.

Á síðastliðinni öld hefur skylmingamönnum farið mikið fram. Til að ná árangri í íþróttinni þarf gífurlega tækni, snerpu og styrk, en það næst eingöngu með þrotlausum æfingum. Samhliða framför keppenda hefur tækninni í skylmingum einnig fleygt fram. Í keppni er nú notast við sérstakan rafmagnsútbúnað sem nemur hárnákvæmt hvenær andstæðingar snerta hvor annan, enda getur verið erfitt fyrir dómara og áhorfendur að greina snertingu þar sem hraðinn er orðinn mjög mikill. Þrátt fyrir langa sögu er skylmingaíþróttin enn að þróast og hafa á undanförnum áratugum verið gerðar nokkrar smávægilegar reglubreytingar sem allar miða að því að gera skylmingaíþróttina enn meira krefjandi fyrir keppendur og enn skemmtilegri fyrir áhorfendur.

Tímaás fyrir þróun ólympískra skylminga

1200 f. Kr. Fyrstu merki um skylmingar sem íþrótt á veggmyndum frá Egyptalandi.
476 Fall Rómar. Notkun stærri og þyngri sverða nær yfirhöndinni í stað minni og léttari sverða sem notuð voru áður.
1450 Evrópskar skylmingareglur/-hópar, svo sem Marxbruder í Þýskalandi, byrja að myndast.
1471 Fyrsta þekkta skylmingahandbókin gefin út af Spánverjanum Sierge. Þróun nútíma skylmingatækni hefst á Spáni á svipuðum tíma.
1500 Ítalir byrja að nota svokallað rapier-sverð í miklum mæli og einvígi verða vinsæl.
1533 Skylmingameistarinn Agrippa skilgreinir meginvarnir nútíma skylminga: Prime, seconde, tierce, quatre (varnir númer eitt, tvö, þrjú og fjögur).
1567 Franska skylmingaakademían er opinberlega viðurkennd af Karli IX.
1573 Franski skylmingameistarinn Henry de St. Didier gefur út fyrstu frönsku skylmingahandbókina og skilgreinir ýmsar árásar- og varnaraðferðir.
1575 Ítölsku skylmingameistararnir Vigiani og Grassi skilgreina árás (lunge).
1650 Notkun rapier-sverðs fer minnkandi og notkun stungusverðs (foil) færist í aukana sem æfingasverð. Árásarrétturinn er fundinn upp sem gerir skylmingar mun öruggari en áður.
1700 Lagsverð (epeé) verður ráðandi sverð í einvígum í Evrópu og höggsverð (sabre) verður þjóðarvopn Ungverjalands.
1780 Franski skylmingameistarinn La Boessiere hannar skylmingagrímuna.
1850 Ítalskir skylmingameistarar breyta höggsverðinu svo það verði ekki lengur banvænt vopn. Ungverjar þróa yfirburða skylmingaskóla þar sem notuð eru höggsverð og eru í farabroddi í skylmingum með höggsverði næstu 100 ár.
1896 Skylmingar (höggsverð karla og stungusverð karla) er ein af keppnisgreinum á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum.
1900 Lagsverð karla verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum.
1913 Alþjóðaskylmingasambandið stofnað (FIE).
1918 Í lok fyrri heimstyrjaldar leggjast einvígi nánast alfarið af.
1924 Stungusverð kvenna verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum.
1936 Rafmagnsskylmingar með lagsverði kynntar til sögunnar.
1950 Lönd Austur-Evrópu sækja í sig veðrið í skylmingum og brjóta niður veldi Frakklands og Ítalíu sem hingað til höfðu haft yfirburði í íþróttinni.
1996 Lagsverð kvenna verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum.
2000 Höggsverð kvenna verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum.

Heimildir og frekara lesefni

Mynd: Utah Valley Sport Fencing....