
Barist með höggsverðum (Sabre)
| 1200 f. Kr. | Fyrstu merki um skylmingar sem íþrótt á veggmyndum frá Egyptalandi. |
| 476 | Fall Rómar. Notkun stærri og þyngri sverða nær yfirhöndinni í stað minni og léttari sverða sem notuð voru áður. |
| 1450 | Evrópskar skylmingareglur/-hópar, svo sem Marxbruder í Þýskalandi, byrja að myndast. |
| 1471 | Fyrsta þekkta skylmingahandbókin gefin út af Spánverjanum Sierge. Þróun nútíma skylmingatækni hefst á Spáni á svipuðum tíma. |
| 1500 | Ítalir byrja að nota svokallað rapier-sverð í miklum mæli og einvígi verða vinsæl. |
| 1533 | Skylmingameistarinn Agrippa skilgreinir meginvarnir nútíma skylminga: Prime, seconde, tierce, quatre (varnir númer eitt, tvö, þrjú og fjögur). |
| 1567 | Franska skylmingaakademían er opinberlega viðurkennd af Karli IX. |
| 1573 | Franski skylmingameistarinn Henry de St. Didier gefur út fyrstu frönsku skylmingahandbókina og skilgreinir ýmsar árásar- og varnaraðferðir. |
| 1575 | Ítölsku skylmingameistararnir Vigiani og Grassi skilgreina árás (lunge). |
| 1650 | Notkun rapier-sverðs fer minnkandi og notkun stungusverðs (foil) færist í aukana sem æfingasverð. Árásarrétturinn er fundinn upp sem gerir skylmingar mun öruggari en áður. |
| 1700 | Lagsverð (epeé) verður ráðandi sverð í einvígum í Evrópu og höggsverð (sabre) verður þjóðarvopn Ungverjalands. |
| 1780 | Franski skylmingameistarinn La Boessiere hannar skylmingagrímuna. |
| 1850 | Ítalskir skylmingameistarar breyta höggsverðinu svo það verði ekki lengur banvænt vopn. Ungverjar þróa yfirburða skylmingaskóla þar sem notuð eru höggsverð og eru í farabroddi í skylmingum með höggsverði næstu 100 ár. |
| 1896 | Skylmingar (höggsverð karla og stungusverð karla) er ein af keppnisgreinum á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum. |
| 1900 | Lagsverð karla verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum. |
| 1913 | Alþjóðaskylmingasambandið stofnað (FIE). |
| 1918 | Í lok fyrri heimstyrjaldar leggjast einvígi nánast alfarið af. |
| 1924 | Stungusverð kvenna verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum. |
| 1936 | Rafmagnsskylmingar með lagsverði kynntar til sögunnar. |
| 1950 | Lönd Austur-Evrópu sækja í sig veðrið í skylmingum og brjóta niður veldi Frakklands og Ítalíu sem hingað til höfðu haft yfirburði í íþróttinni. |
| 1996 | Lagsverð kvenna verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum. |
| 2000 | Höggsverð kvenna verður keppnisgrein á Ólympíuleikunum. |
- A history of fencing. Advance lunge.
- Alþjóðaskylmingasambandið
- Fencing. Sports history.
- History of fencing - Where did it start? Fencing online.
- Skylmingafélag Reykjavíkur.