Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvert er loðnasta dýr í heimi?

Jón Már Halldórsson

Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvað átt er við með loðinn, því hugtakið getur hvort tveggja vísað til lengdar hára og þéttleika þeirra. Í þessu svari er gengið út frá að verið sé að spyrja um hvaða dýr hefur þéttasta feldinn, það er að segja flest hár á hverja flatarmálseiningu.

Samkvæmt ofangreindri skilgreiningu eru loðnustu dýr í heimi undantekningalaust spendýr sem eyða stórum hluta ævi sinnar í vatni eða sjó en hafa ekki, ólíkt selum og hvölum, þykkt fitulag til einangrunar. Hér er um að ræða ýmsar tegundir af ætt marðardýra (Mustelidae) en til þeirra teljast meðal annars minkar og otrar.



Sæotur (Enhydra lutris).

Það dýr sem er með þéttasta feldinn og mætti því kalla loðnasta dýr í heimi er sæoturinn (Enhydra lutris) sem lifir við norðanvert Kyrrahaf. Feldur hans er svo þéttur að hann skapar einangrandi lag sem heldur á dýrinu hita í köldum sjónum. Rannsóknir hafa sýnt að sæoturinn er með allt að 100 þúsund hár á hverjum fersentímetra.

Aðrir otrar og minkar hafa einnig afar þéttan feld en ekkert dýr jafnast þó á við sæoturinn að þessu leyti. Ástæðan fyrir því án efa kaldur sjórinn sem dýrið eyðir miklum tíma í en sæoturinn, líkt og aðrir otrar, hefur ekki fitulag undir húð.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.9.2005

Spyrjandi

Guðlaugur Kemp Helgason, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er loðnasta dýr í heimi?“ Vísindavefurinn, 16. september 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5270.

Jón Már Halldórsson. (2005, 16. september). Hvert er loðnasta dýr í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5270

Jón Már Halldórsson. „Hvert er loðnasta dýr í heimi?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5270>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er loðnasta dýr í heimi?
Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvað átt er við með loðinn, því hugtakið getur hvort tveggja vísað til lengdar hára og þéttleika þeirra. Í þessu svari er gengið út frá að verið sé að spyrja um hvaða dýr hefur þéttasta feldinn, það er að segja flest hár á hverja flatarmálseiningu.

Samkvæmt ofangreindri skilgreiningu eru loðnustu dýr í heimi undantekningalaust spendýr sem eyða stórum hluta ævi sinnar í vatni eða sjó en hafa ekki, ólíkt selum og hvölum, þykkt fitulag til einangrunar. Hér er um að ræða ýmsar tegundir af ætt marðardýra (Mustelidae) en til þeirra teljast meðal annars minkar og otrar.



Sæotur (Enhydra lutris).

Það dýr sem er með þéttasta feldinn og mætti því kalla loðnasta dýr í heimi er sæoturinn (Enhydra lutris) sem lifir við norðanvert Kyrrahaf. Feldur hans er svo þéttur að hann skapar einangrandi lag sem heldur á dýrinu hita í köldum sjónum. Rannsóknir hafa sýnt að sæoturinn er með allt að 100 þúsund hár á hverjum fersentímetra.

Aðrir otrar og minkar hafa einnig afar þéttan feld en ekkert dýr jafnast þó á við sæoturinn að þessu leyti. Ástæðan fyrir því án efa kaldur sjórinn sem dýrið eyðir miklum tíma í en sæoturinn, líkt og aðrir otrar, hefur ekki fitulag undir húð.

Heimild og mynd:...