Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver eru helstu ritverk Platons?

Geir Þ. Þórarinsson

Corpus Platonicum

Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu nafni Corpus Platonicum. Auk þessa heildarsafns eru Platoni eignuð átján eftirmæli í bundnu máli.

Corpus Platonicum er sérstakt ritsafn fyrir þær sakir að ekki er vitað til þess að neitt vanti í það. Það er að segja, ekki er vitað um heiti á neinu verki Platons sem ekki er að finna í Corpus Platonicum né höfum við aðrar ástæður til að ætla að Platon hafi samið verk sem hefur glatast. Á hinn bóginn höfum við góðar og gildar ástæður til þess að ætla að mörg ritanna séu ekki réttilega eignuð honum. Við virðumst því vera í þeirri einkennilegu stöðu að hafa í höndunum öll verk Platons og meira til. Örlögin hafa ekki verið eins ljúf mörgum öðrum fornum heimspekingum.


Síða úr Corpus Platonicum (1487). Birt með leyfi J. R. Ritman library, Bibliotheca Philosophica Hermetica.

Nöfn samræðnanna

Á 1. öld okkar tímatals gaf maður að nafni Þrasýlos út heildarsafn verka Platons, en Þrasýlos þessi var platonisti eða nýpýþagóringur. Díogenes Laertíos segir Þrasýlos hafa gefið hverri samræðu tvö heiti; yfirleitt hétu samræðurnar eftir aðalviðmælanda Sókratesar, til dæmis Kríton, Lakkes, Lýsis, Karmídes, Evþýfrón, Gorgías, Prótagóras, Parmenídes, Þeætetos og svo framvegis, eða eftir aðalræðumanni samræðunnar, til dæmis Tímajos og Krítías. Að öllum sennileika eru þetta upphafleg heiti samræðnanna.

Aukatitill Þrasýlosar gaf hins vegar til kynna efni samræðunnar. Þannig hlaut Lakkes aukatitilinn Um hugrekkið, Karmídes titilinn Um hófstillingu, Lýsis titilinn Um vináttuna, Evþýfrón titilinn Um guðrækni, Fædon titilinn Um sálina, Þeætetos titilinn Um þekkingu og Fílebos titilinn Um ánægjuna.

Flokkun rita Platons

Þrasýlos raðaði 35 samræðum ásamt bréfunum þrettán í níu fjórleiki, eftir efni þeirra, og jafngilda bréfin þá einni samræðu. Hinar samræðurnar sjö auk skilgreininganna taldi hann að væru ekki réttilega eignaðar Platoni. Ósennilegt þykir að Þrasýlos hafi fyrstur raðað samræðunum í fjórleiki. Að öllum líkindum hefur hann byggt á flokkun Derkylídesar og hugsanlega einnig Tyranníons frá Amisos. Þrasýlos hélt því raunar fram að Platon hefði sjálfur gefið verk sín út í fernum, eins og harmleikjaskáldin.

Aðrir lögðu til annars konar flokkun. Aristófanes frá Býzantíon, fræðimaður að störfum í Alexandríu á 3. og 2. öld f.Kr., raðaði fimmtán af samræðunum í fimm þríleiki. Ekki er ljóst hvor flokkunaraðferðin er eldri en færð hafa verið rök fyrir því að farið hafi verið að flokka samræður Platons í fjórleiki í Akademíunni skömmu eftir andlát Platons.

Í öllum handritum sem eru varðveitt eru samræðurnar flokkaðar saman í fjórleiki. Því hefur stundum verið sagt að öll okkar handrit eigi rætur að rekja til útgáfu Þrasýlosar. En þetta er með öllu óvíst. Hafi aðrir einnig gefið út verk Platons í formi fjórleikja getur vel hugsast að einhver handritanna eigi rætur að rekja til slíkrar útgáfu. Getgátur eru uppi um að ósamkomulag hafi verið á milli fornra fræðimanna um hvernig flokka ætti samræðurnar. Það gæti varpað ljósi á þá staðreynd að ekki öll handrit sem hafa varðveist hafa að geyma fjórleikina í sömu röð. Sé skýringin rétt, þá eiga einmitt ekki öll handritin okkar rætur að rekja til útgáfu Þrasýlosar.

Um falsanir

Fræðimenn eru nú um mundir á einu máli um að þau verk sem Þrasýlos taldi að væru ranglega eignuð Platoni séu í raun réttri ekki eftir Platon. Ekki ríkir alger sátt um hverjar hinna samræðnanna 35 eru ósviknar og hver bréfanna eru ófölsuð. Raunar má segja að nánast hver einasta samræða hafi einhvern tímann verið dregin í efa. Fræðimenn eru nú flestir sammála um að fjórar þeirra hið minnsta séu ranglega eignaðar Platoni en það eru: Hipparkos, Elskendurnir, Þeages og Mínos. Um Alkíbíades, Alkíbíades II, Hippías meiri, Kleitofon og Epinomis ríkir ekki almennt samkomulag, en stílfræðirannsóknir benda þó til þess að þessar samræður séu eða gætu allar mjög hugsanlega verið ósviknar. Aðrar samræður eru ósviknar. Ljóst þykir að mörg eða flest bréfanna eru fölsuð en um önnur er erfitt að segja með vissu. Sjöunda bréfið er langsamlega mikilvægast bréfanna og það sem sennilegast þykir að sé ósvikið.

Afstæður aldur samræðnanna

Venjulega er samræðum Platons skipt í þrjá hópa – elstu samræðurnar, miðsamræðurnar og yngstu samræðurnar – þótt ekki sé vitað með neinni vissu í hvaða röð Platon ritaði þær. Á nítjándu öld var deilt, stundum hatrammlega, um afstæða tímaröð þeirra, en á tuttugustu öld varð til samkomulag um margar þær mikilvægustu. Í töflunni að neðan getur að líta eina mögulega tímaröð. Verkunum er raðað í stafrófsröð innan hvers flokks nema í síðasta flokkinum þar sem meiri sátt ríkir um afstæða tímaröð.

Eldri verk: Alkibíades, Evþýdemos, Evþýfrón, Hippías meiri, Hippías minni, Jón, Karmídes, Kríton, Lakkes, Lýsis, Málsvörn Sókratesar, Menexenos, Prótagóras
Eldri miðverk: Gorgías, Menon
Miðverk: Fædon, Fædros, Kratýlos, Ríkið, Samdrykkjan
Yngri miðverk: Parmenídes, Þeætetos
Yngri verk: Fræðarinn, Stjórnvitringurinn, Tímajos, Krítías, Fílebos, Lögin

Flestir gera ráð fyrir að Platon hafi ekki byrjað að skrifa samræður fyrr en eftir 399 f.Kr. þegar Sókrates var tekinn af lífi. Að minnsta kosti er ljóst að Málsvörnin getur ekki hafa verið rituð fyrir þann tíma. Aristóteles segir að Lögin hafi verið yngra verk en Ríkið, og í upphafi Þeætetosar er vísað til atburða sem áttu sér stað 369 f.Kr. þegar Þeætetos særðist í orrustu við Kórinþu og lést í kjölfarið. Þeætetos virðist því hafa verið rituð eftir 369 f.Kr. þótt ekki sé óhugsandi að tilvísuninni til dauða Þeætetosar hafi verið bætt inn seinna.

Ýmsum aðferðum hefur verið beitt til þess að ákvarða afstæðan aldur samræðnanna. Ein aðferðin felst í því að reyna að fylgja þróun í hugsun Platons. Stílfræðirannsóknir reyna svo að draga fram meðvituð og ómeðvituð höfundareinkenni Platons. Saman bregða þessar ólíku aðferðir upp ákveðinni heildarmynd af ritsafni Platons.


Ríkið er líklega frægasta rit Platons. Um Ríkið má lesa í svarinu Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið? eftir Ólaf Pál Jónsson.

Elstu samræðurnar, miðsamræðurnar og yngstu samræðurnar

Elstu samræðurnar eru oft nefndar sókratískar vegna þess að þær hafa löngum þótt endurspegla heimspeki Sókratesar sjálfs og vegna þess að hann fer með lykilhlutverk í þeim. Samræðurnar eru yfirleitt stuttar og snúast um siðferðileg efni. Oft er verið að leita að skilgreiningu á einhverri dygð, til að mynda á hugrekki, hófstillingu eða guðrækni, en oftar en ekki enda þessar samræður án þess að niðurstaða hafi fengist.

Í miðsamræðunum fer minna fyrir spurningaleik Sókratesar sem var svo fyrirferðamikill í elstu samræðunum. Þess í stað er hann farinn að básúna alls kyns kenningar og ekki aðeins um siðferðileg efni heldur einnig sálarfræðileg, frumspekileg og þekkingarfræðileg efni, með frummyndakenninguna svonefndu í broddi fylkingar. Miðsamræðurnar eru oftast sagðar af einhverjum sögumanni en eldri samræður voru það yfirleitt ekki, en á því eru undantekningar.

Í yngstu samræðunum verður Platon hins vegar afar gagnrýninn á eigin kenningar. Frummyndakenningin sætir harðir gagnrýni í Parmenídesi og eftir það fer mun minna fyrir frummyndunum þótt þær séu enn til staðar. Frásagnarformið hverfur aftur og um leið hverfur Sókrates hægt og rólega í skuggann á öðrum persónum. Að lokum hverfur hann alfarið, því hann kemur alls ekki við sögu í Lögunum, sem er yngsta en jafnframt lengsta verk Platons.

Heimildir og frekari fróðleikur

Á vefnum

  • Plato. Stanford Encyclopedia of Philosophy.
  • Plato. The Internet Encyclopedia of Philosophy.

Rit

  • Brandwood, Leonard, „Stylometry and chronology”, hjá Richard Kraut (ritstj.), (1992), The Cambridge Companion to Plato (Cambridge: Cambridge University Press, 1992): 90-120.
  • Burnyeat, Myles F., The Theaetetus of Plato (Indianapolis: Hackett, 1990).
  • Chroust, A.-H., (1998), „The Organization of the Corpus Platonicum in Antiquity”, hjá Nicholas D. Smith, (ritstj.), (1998), Plato: Critical Assessments volume 1: General Issues of Interpretation (London: Routledge): 3-16.
  • Cooper, John M., „Introduction”, hjá John M. Cooper og D.S. Hutcheson (ritstj.), Plato: Complete Works (Hackett: Indianapolis, 1997).
  • Cornford, Francis M., Plato’s Theory of Knowledge (New York: Bobbs-Merrill, 1957).
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Inngangur” í Platón, Gorgías, Eyjólfur Kjalar Emilsson (þýð.), (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1977/1993): 9-37.
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Inngangur” í Platón, Ríkið, Eyjólfur Kjalar Emilsson (þýð.), (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991/1997): 9-77.
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy IV: Plato: The Man and His Dialogues, Earlier Period (Cambridge: Cambridge University Press, 1975).
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy V: The Later Plato and the Academy (Cambridge: Cambridge University Press, 1978).
  • Nails, Debra, (1998), „The Early Middle Late Consensus: How Deep? How Broad?”, hjá Nicholas D. Smith, (ritstj.), (1998), Plato: Critical Assessments volume 1: General Issues of Interpretation (London: Routledge): 164-179.
  • Philip, J.A., (1998), „The Platonic Corpus”, hjá Nicholas D. Smith, (ritstj.), (1998), Plato: Critical Assessments volume 1: General Issues of Interpretation (London: Routledge): 17-28.
  • Tarrant, Harold, Thrasyllan Platonism (Ithaca: Cornell University Press, 1993).
  • Tarrant, Harold, cite>Plato’s First Interpreters (London: Duckworth, 2000).
  • Thesleff, Holger, (1998), „Platonic Chronology”, hjá Nicholas D. Smith, (ritstj.), (1998), Plato: Critical Assessments volume 1: General Issues of Interpretation (London: Routledge): 50-73.
  • Young, Charles M., (1998), „Plato and Computer Dating”, hjá Nicholas D. Smith, (ritstj.), (1998), Plato: Critical Assessments volume 1: General Issues of Interpretation (London: Routledge): 29-49.

Myndir

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

26.9.2005

Spyrjandi

Ívar Pétursson, f. 1986

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver eru helstu ritverk Platons?“ Vísindavefurinn, 26. september 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5288.

Geir Þ. Þórarinsson. (2005, 26. september). Hver eru helstu ritverk Platons? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5288

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver eru helstu ritverk Platons?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5288>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu ritverk Platons?
Corpus Platonicum

Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu nafni Corpus Platonicum. Auk þessa heildarsafns eru Platoni eignuð átján eftirmæli í bundnu máli.

Corpus Platonicum er sérstakt ritsafn fyrir þær sakir að ekki er vitað til þess að neitt vanti í það. Það er að segja, ekki er vitað um heiti á neinu verki Platons sem ekki er að finna í Corpus Platonicum né höfum við aðrar ástæður til að ætla að Platon hafi samið verk sem hefur glatast. Á hinn bóginn höfum við góðar og gildar ástæður til þess að ætla að mörg ritanna séu ekki réttilega eignuð honum. Við virðumst því vera í þeirri einkennilegu stöðu að hafa í höndunum öll verk Platons og meira til. Örlögin hafa ekki verið eins ljúf mörgum öðrum fornum heimspekingum.


Síða úr Corpus Platonicum (1487). Birt með leyfi J. R. Ritman library, Bibliotheca Philosophica Hermetica.

Nöfn samræðnanna

Á 1. öld okkar tímatals gaf maður að nafni Þrasýlos út heildarsafn verka Platons, en Þrasýlos þessi var platonisti eða nýpýþagóringur. Díogenes Laertíos segir Þrasýlos hafa gefið hverri samræðu tvö heiti; yfirleitt hétu samræðurnar eftir aðalviðmælanda Sókratesar, til dæmis Kríton, Lakkes, Lýsis, Karmídes, Evþýfrón, Gorgías, Prótagóras, Parmenídes, Þeætetos og svo framvegis, eða eftir aðalræðumanni samræðunnar, til dæmis Tímajos og Krítías. Að öllum sennileika eru þetta upphafleg heiti samræðnanna.

Aukatitill Þrasýlosar gaf hins vegar til kynna efni samræðunnar. Þannig hlaut Lakkes aukatitilinn Um hugrekkið, Karmídes titilinn Um hófstillingu, Lýsis titilinn Um vináttuna, Evþýfrón titilinn Um guðrækni, Fædon titilinn Um sálina, Þeætetos titilinn Um þekkingu og Fílebos titilinn Um ánægjuna.

Flokkun rita Platons

Þrasýlos raðaði 35 samræðum ásamt bréfunum þrettán í níu fjórleiki, eftir efni þeirra, og jafngilda bréfin þá einni samræðu. Hinar samræðurnar sjö auk skilgreininganna taldi hann að væru ekki réttilega eignaðar Platoni. Ósennilegt þykir að Þrasýlos hafi fyrstur raðað samræðunum í fjórleiki. Að öllum líkindum hefur hann byggt á flokkun Derkylídesar og hugsanlega einnig Tyranníons frá Amisos. Þrasýlos hélt því raunar fram að Platon hefði sjálfur gefið verk sín út í fernum, eins og harmleikjaskáldin.

Aðrir lögðu til annars konar flokkun. Aristófanes frá Býzantíon, fræðimaður að störfum í Alexandríu á 3. og 2. öld f.Kr., raðaði fimmtán af samræðunum í fimm þríleiki. Ekki er ljóst hvor flokkunaraðferðin er eldri en færð hafa verið rök fyrir því að farið hafi verið að flokka samræður Platons í fjórleiki í Akademíunni skömmu eftir andlát Platons.

Í öllum handritum sem eru varðveitt eru samræðurnar flokkaðar saman í fjórleiki. Því hefur stundum verið sagt að öll okkar handrit eigi rætur að rekja til útgáfu Þrasýlosar. En þetta er með öllu óvíst. Hafi aðrir einnig gefið út verk Platons í formi fjórleikja getur vel hugsast að einhver handritanna eigi rætur að rekja til slíkrar útgáfu. Getgátur eru uppi um að ósamkomulag hafi verið á milli fornra fræðimanna um hvernig flokka ætti samræðurnar. Það gæti varpað ljósi á þá staðreynd að ekki öll handrit sem hafa varðveist hafa að geyma fjórleikina í sömu röð. Sé skýringin rétt, þá eiga einmitt ekki öll handritin okkar rætur að rekja til útgáfu Þrasýlosar.

Um falsanir

Fræðimenn eru nú um mundir á einu máli um að þau verk sem Þrasýlos taldi að væru ranglega eignuð Platoni séu í raun réttri ekki eftir Platon. Ekki ríkir alger sátt um hverjar hinna samræðnanna 35 eru ósviknar og hver bréfanna eru ófölsuð. Raunar má segja að nánast hver einasta samræða hafi einhvern tímann verið dregin í efa. Fræðimenn eru nú flestir sammála um að fjórar þeirra hið minnsta séu ranglega eignaðar Platoni en það eru: Hipparkos, Elskendurnir, Þeages og Mínos. Um Alkíbíades, Alkíbíades II, Hippías meiri, Kleitofon og Epinomis ríkir ekki almennt samkomulag, en stílfræðirannsóknir benda þó til þess að þessar samræður séu eða gætu allar mjög hugsanlega verið ósviknar. Aðrar samræður eru ósviknar. Ljóst þykir að mörg eða flest bréfanna eru fölsuð en um önnur er erfitt að segja með vissu. Sjöunda bréfið er langsamlega mikilvægast bréfanna og það sem sennilegast þykir að sé ósvikið.

Afstæður aldur samræðnanna

Venjulega er samræðum Platons skipt í þrjá hópa – elstu samræðurnar, miðsamræðurnar og yngstu samræðurnar – þótt ekki sé vitað með neinni vissu í hvaða röð Platon ritaði þær. Á nítjándu öld var deilt, stundum hatrammlega, um afstæða tímaröð þeirra, en á tuttugustu öld varð til samkomulag um margar þær mikilvægustu. Í töflunni að neðan getur að líta eina mögulega tímaröð. Verkunum er raðað í stafrófsröð innan hvers flokks nema í síðasta flokkinum þar sem meiri sátt ríkir um afstæða tímaröð.

Eldri verk: Alkibíades, Evþýdemos, Evþýfrón, Hippías meiri, Hippías minni, Jón, Karmídes, Kríton, Lakkes, Lýsis, Málsvörn Sókratesar, Menexenos, Prótagóras
Eldri miðverk: Gorgías, Menon
Miðverk: Fædon, Fædros, Kratýlos, Ríkið, Samdrykkjan
Yngri miðverk: Parmenídes, Þeætetos
Yngri verk: Fræðarinn, Stjórnvitringurinn, Tímajos, Krítías, Fílebos, Lögin

Flestir gera ráð fyrir að Platon hafi ekki byrjað að skrifa samræður fyrr en eftir 399 f.Kr. þegar Sókrates var tekinn af lífi. Að minnsta kosti er ljóst að Málsvörnin getur ekki hafa verið rituð fyrir þann tíma. Aristóteles segir að Lögin hafi verið yngra verk en Ríkið, og í upphafi Þeætetosar er vísað til atburða sem áttu sér stað 369 f.Kr. þegar Þeætetos særðist í orrustu við Kórinþu og lést í kjölfarið. Þeætetos virðist því hafa verið rituð eftir 369 f.Kr. þótt ekki sé óhugsandi að tilvísuninni til dauða Þeætetosar hafi verið bætt inn seinna.

Ýmsum aðferðum hefur verið beitt til þess að ákvarða afstæðan aldur samræðnanna. Ein aðferðin felst í því að reyna að fylgja þróun í hugsun Platons. Stílfræðirannsóknir reyna svo að draga fram meðvituð og ómeðvituð höfundareinkenni Platons. Saman bregða þessar ólíku aðferðir upp ákveðinni heildarmynd af ritsafni Platons.


Ríkið er líklega frægasta rit Platons. Um Ríkið má lesa í svarinu Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið? eftir Ólaf Pál Jónsson.

Elstu samræðurnar, miðsamræðurnar og yngstu samræðurnar

Elstu samræðurnar eru oft nefndar sókratískar vegna þess að þær hafa löngum þótt endurspegla heimspeki Sókratesar sjálfs og vegna þess að hann fer með lykilhlutverk í þeim. Samræðurnar eru yfirleitt stuttar og snúast um siðferðileg efni. Oft er verið að leita að skilgreiningu á einhverri dygð, til að mynda á hugrekki, hófstillingu eða guðrækni, en oftar en ekki enda þessar samræður án þess að niðurstaða hafi fengist.

Í miðsamræðunum fer minna fyrir spurningaleik Sókratesar sem var svo fyrirferðamikill í elstu samræðunum. Þess í stað er hann farinn að básúna alls kyns kenningar og ekki aðeins um siðferðileg efni heldur einnig sálarfræðileg, frumspekileg og þekkingarfræðileg efni, með frummyndakenninguna svonefndu í broddi fylkingar. Miðsamræðurnar eru oftast sagðar af einhverjum sögumanni en eldri samræður voru það yfirleitt ekki, en á því eru undantekningar.

Í yngstu samræðunum verður Platon hins vegar afar gagnrýninn á eigin kenningar. Frummyndakenningin sætir harðir gagnrýni í Parmenídesi og eftir það fer mun minna fyrir frummyndunum þótt þær séu enn til staðar. Frásagnarformið hverfur aftur og um leið hverfur Sókrates hægt og rólega í skuggann á öðrum persónum. Að lokum hverfur hann alfarið, því hann kemur alls ekki við sögu í Lögunum, sem er yngsta en jafnframt lengsta verk Platons.

Heimildir og frekari fróðleikur

Á vefnum

  • Plato. Stanford Encyclopedia of Philosophy.
  • Plato. The Internet Encyclopedia of Philosophy.

Rit

  • Brandwood, Leonard, „Stylometry and chronology”, hjá Richard Kraut (ritstj.), (1992), The Cambridge Companion to Plato (Cambridge: Cambridge University Press, 1992): 90-120.
  • Burnyeat, Myles F., The Theaetetus of Plato (Indianapolis: Hackett, 1990).
  • Chroust, A.-H., (1998), „The Organization of the Corpus Platonicum in Antiquity”, hjá Nicholas D. Smith, (ritstj.), (1998), Plato: Critical Assessments volume 1: General Issues of Interpretation (London: Routledge): 3-16.
  • Cooper, John M., „Introduction”, hjá John M. Cooper og D.S. Hutcheson (ritstj.), Plato: Complete Works (Hackett: Indianapolis, 1997).
  • Cornford, Francis M., Plato’s Theory of Knowledge (New York: Bobbs-Merrill, 1957).
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Inngangur” í Platón, Gorgías, Eyjólfur Kjalar Emilsson (þýð.), (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1977/1993): 9-37.
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Inngangur” í Platón, Ríkið, Eyjólfur Kjalar Emilsson (þýð.), (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991/1997): 9-77.
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy IV: Plato: The Man and His Dialogues, Earlier Period (Cambridge: Cambridge University Press, 1975).
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy V: The Later Plato and the Academy (Cambridge: Cambridge University Press, 1978).
  • Nails, Debra, (1998), „The Early Middle Late Consensus: How Deep? How Broad?”, hjá Nicholas D. Smith, (ritstj.), (1998), Plato: Critical Assessments volume 1: General Issues of Interpretation (London: Routledge): 164-179.
  • Philip, J.A., (1998), „The Platonic Corpus”, hjá Nicholas D. Smith, (ritstj.), (1998), Plato: Critical Assessments volume 1: General Issues of Interpretation (London: Routledge): 17-28.
  • Tarrant, Harold, Thrasyllan Platonism (Ithaca: Cornell University Press, 1993).
  • Tarrant, Harold, cite>Plato’s First Interpreters (London: Duckworth, 2000).
  • Thesleff, Holger, (1998), „Platonic Chronology”, hjá Nicholas D. Smith, (ritstj.), (1998), Plato: Critical Assessments volume 1: General Issues of Interpretation (London: Routledge): 50-73.
  • Young, Charles M., (1998), „Plato and Computer Dating”, hjá Nicholas D. Smith, (ritstj.), (1998), Plato: Critical Assessments volume 1: General Issues of Interpretation (London: Routledge): 29-49.

Myndir

...