Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna er það kallað að bursta annað lið þegar menn sigra til dæmis 3-0?

Guðrún Kvaran

Sögnin að bursta er fengin að láni úr dönsku børste og merkir 'hreinsa með bursta'. Nafnorðið bursti (áhaldið) var sömuleiðis fengið að láni úr dönsku børste þegar á 17. öld. Á 20. öld var tekin að láni, einnig úr dönsku, sagnmerkingin 'sigra með yfirburðum'. Upphaflega merkingin hefur þarna víkkað og má vel hugsa sér að hún hafi verið þannig hugsuð að öll geta annars liðsins hafi verið burstuð burt eins og ryk af fati.



Algert burst!

Af sögninni í þessari merkingu voru síðar leidd hvorugkynsorðið burst eins og í "þetta var algert burst" og kvenkynsorðið burstun í merkingunni 'mikill ósigur'.

Mynd: BBC Sport

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.9.2005

Spyrjandi

Klemens Ágústsson, f. 1992

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er það kallað að bursta annað lið þegar menn sigra til dæmis 3-0?“ Vísindavefurinn, 28. september 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5293.

Guðrún Kvaran. (2005, 28. september). Hvers vegna er það kallað að bursta annað lið þegar menn sigra til dæmis 3-0? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5293

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er það kallað að bursta annað lið þegar menn sigra til dæmis 3-0?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5293>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er það kallað að bursta annað lið þegar menn sigra til dæmis 3-0?
Sögnin að bursta er fengin að láni úr dönsku børste og merkir 'hreinsa með bursta'. Nafnorðið bursti (áhaldið) var sömuleiðis fengið að láni úr dönsku børste þegar á 17. öld. Á 20. öld var tekin að láni, einnig úr dönsku, sagnmerkingin 'sigra með yfirburðum'. Upphaflega merkingin hefur þarna víkkað og má vel hugsa sér að hún hafi verið þannig hugsuð að öll geta annars liðsins hafi verið burstuð burt eins og ryk af fati.



Algert burst!

Af sögninni í þessari merkingu voru síðar leidd hvorugkynsorðið burst eins og í "þetta var algert burst" og kvenkynsorðið burstun í merkingunni 'mikill ósigur'.

Mynd: BBC Sport...